Bretar ætla að þurrka út blautþurrkur Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 11:33 Fituklumpur sem er að miklu leyti úr blautþurrkum sem stíflaði holræsakerfi undir London. Vísir/AFP Blautþurrkur gætu heyrt sögunni til á Bretlandi á næstu áratugum. Þarlend stjórnvöld hafa lagt fram áætlun um að útrýma plastúrgangi úr einnota vörum eins og þurrkunum sem eru taldar einn mesti skaðvaldur holræsakerfis Bretlands. Framleiðendur blautþurrkna þurfa að breyta þeim og fjarlægja plastefni úr þeim. Að öðrum kosti gætu þær horfið af markaðnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestar þeirra eru úr pólýester eða öðrum plastefnum sem brotna ekki niður í náttúrunni. Þurrkurnar eru sagðar sökudólgurinn í 93% tilfella þegar fráveitukerfi stíflast á Bretlandi. Þess vegna hafa yfirvöld reynt að brýna fyrir neytendum að sturta þeim ekki niður í klósettið. Einnig hefur verið varað við þurrkunum á Íslandi þar sem þær hafa stíflað fráveitukerfi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í byrjun árs að útrýma öllum „plastúrgangi sem hægt er að komast hjá“ fyrir árið 2042. Umhverfisstofnun Bretlands skoðar nú breytingar á skattkerfinu eða gjöld til að draga úr notkun einnota plastvara. Framleiðendur þurrkanna vara hins vegar við því að þær verði bannaðar. Þær séu meðal annars notaðar í heilbrigðiskerfinu þar sem fatlaðir og fólk sem hefur ekki stjórn á hægðum og þvaglátum reiði sig á þær. Þá telja þeir að vatnsnotkun ykist til muna ef fólk hefði ekki lengur kost á að nota blautþurrkurnar sem þurfi aðeins um þrjá millilítra af vökva að meðaltali. Umhverfismál Tengdar fréttir Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Blautþurrkur gætu heyrt sögunni til á Bretlandi á næstu áratugum. Þarlend stjórnvöld hafa lagt fram áætlun um að útrýma plastúrgangi úr einnota vörum eins og þurrkunum sem eru taldar einn mesti skaðvaldur holræsakerfis Bretlands. Framleiðendur blautþurrkna þurfa að breyta þeim og fjarlægja plastefni úr þeim. Að öðrum kosti gætu þær horfið af markaðnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestar þeirra eru úr pólýester eða öðrum plastefnum sem brotna ekki niður í náttúrunni. Þurrkurnar eru sagðar sökudólgurinn í 93% tilfella þegar fráveitukerfi stíflast á Bretlandi. Þess vegna hafa yfirvöld reynt að brýna fyrir neytendum að sturta þeim ekki niður í klósettið. Einnig hefur verið varað við þurrkunum á Íslandi þar sem þær hafa stíflað fráveitukerfi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í byrjun árs að útrýma öllum „plastúrgangi sem hægt er að komast hjá“ fyrir árið 2042. Umhverfisstofnun Bretlands skoðar nú breytingar á skattkerfinu eða gjöld til að draga úr notkun einnota plastvara. Framleiðendur þurrkanna vara hins vegar við því að þær verði bannaðar. Þær séu meðal annars notaðar í heilbrigðiskerfinu þar sem fatlaðir og fólk sem hefur ekki stjórn á hægðum og þvaglátum reiði sig á þær. Þá telja þeir að vatnsnotkun ykist til muna ef fólk hefði ekki lengur kost á að nota blautþurrkurnar sem þurfi aðeins um þrjá millilítra af vökva að meðaltali.
Umhverfismál Tengdar fréttir Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49