Viðskipti innlent

Flogin frá Icelandair til Nova

Kjartan Kjartansson skrifar
Tæplega 160 manns starfa hjá Nova á höfuðborgarsvæðinu.
Tæplega 160 manns starfa hjá Nova á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Hanna

Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur ráðið Guðnýju Höllu Hauksdóttur framkvæmdastjóra markaðssóknar og sölumála. Hún tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Guðný Halla starfaði áður hjá Icelandair.

Í tilkynningu Nova til Kauphallarinnar kemur fram að Guðný Halla sé með viðskiptafræðigráðu frá Háskólanum í Reykjavík og MBA-gráðu frá Háskóla Íslands.

Undanfarin fjögur ár hefur hún stýrt þjónustuupplifun hjá Icelandair. Þar áður var hún forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og fimm ár.

Guðný Halla hefur reynslu af störfum fyrir fjarskiptafyrirtæki en hún starfaði áður hjá Tali og Vodafone, nú Sýn, auk þess að vinna hjá tryggingafélaginu VÍS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×