Hið Góða líf Valgerður Árnadóttir skrifar 7. maí 2018 14:31 Eftir seinni heimsstyrjöld urðu hugmyndir um hið góða líf ráðandi stefna samfélagsins. Fólki var sagt að við ættum rétt á lífsgæðum, við ættum rétt á að búa vel, eiga heimilistæki sem auðveldaði okkur lífið eins og ísskáp og ryksugu og til þess að eignast þessa hluti þurfti ekki nema eina fyrirvinnu sem vann 8 tíma á dag 5 daga vikunnar. Lífsgæði manna fólst í því að eiga fínt hús, flottasta bílinn og öflugustu ryksuguna, auglýsingar snerust allar um þessa hluti sem myndu auðvelda okkur lífið og varð okkur mikið kappsmál að vera ekki eftirbátur nágrannans. En eins og snjóbolti vatt þessi lífsstíll upp á sig, skilaboð kapítalismans voru að við þyrftum sífellt að eiga meira og meira. Það var ekki nóg að hafa eina fyrirvinnu, framleiðsla varð meiri, vöruverð lækkaði og fólk á Vesturlöndum sprengdi utan af sér húsnæðið og fataskápana. Þú átt ekki að láta sjá þig í sama kjólnum tvisvar, þú þarft að eiga Ittala glös og heimilistæki til hvers verks, þú átt ekki einu sinni að poppa í potti lengur, fáðu þér poppvél. Við erum flest sammála að neyslan er komin út fyrir öll velsæmismörk, heilsu okkar hefur hrakað vegna óhóflegs áts á skyndibita og unnu kjöti, byggingar- fata- og dýraafurðaiðnaðurinn mengar meira en allar samgöngur samanlagt, eyða regnskógum og drepa hafsvæði. Það er sem betur fer vakning í dag um þessa hræðilegu þróun, við erum að verða meðvitaðri um vistvænni ferðamáta, mínímalískan lífsstíl og sjálfbæra framleiðslu en neysluhyggjan er rótgróin og hrædd, kapítalisminn óttast að missa tökin og auglýsingar, tilboð og lægri verð halda áfram að herja á okkur, áróðurinn er allstaðar og skilaboðin eru ennþá kaupa, kaupa, kaupa. Við þurfum nýja bylgju, hin nýja bylgja snýst um lífsgæði, hverjum er ekki sama um Ittala glösin ef þú hefur ekki tíma til að fara með barnið þitt á róló? Lífsgæði felast í gæðastundum, heilbrigði og vellíðan og þar komum við Píratar inn. Við viljum ekki laga kerfið, við viljum breyta því. Við viljum stytta vinnuvikuna svo fólk fái meiri tíma saman, lækka húsnæðiskostnað og gefa fólki tækifæri á að lifa sjálfbæru lífi. Við viljum aðlaga vinnumarkaðinn að fólki en ekki fólki að vinnumarkaðnum. Við viljum auka gæði hverfisins þíns, þétta byggð, efla hverfin, gera samgöngur vistvænar og aðgengilegar, laga hljóðvist, veita skjól og binda svifryk með gróðursetningu. Við viljum auka reiti fyrir matjurtagarða, fjölga vistgötum og fjölskylduvænum görðum þar sem leikvellir og hundagerði tvinnast saman við náttúru og þjónustu. Þetta er ekki útópísk hugsun, þetta hefur tekist vel í mörgum borgum sem búa við svipað eða kaldara loftslag en við gerum. Við skipulagningu hverfa ætlum við að taka mið af þeim sjálfbæru markmiðum sem við höfum sett okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að kynna hugmyndir sem nú þegar eru komnar í skipulag og framkvæmd af meirihluta í borginni sem sínar hugmyndir að grænni borg en á sama tíma vilja þau dreifa byggð, fjölga akreinum og hafa talað af yfirgripsmikilli vanþekkingu gegn Borgarlínu um leið og þau eru fylgjandi henni, flokkurinn er með þessu í þversögn við sjálfan sig enda erfitt að vera kapítalískur hægriflokkur og vera á sama tíma sjálfbær og vistvænn. Svona virkar skrum. Þú keyrir á ósannindi, etur saman hópum og stendur ekki við loforðin. Við Píratar ætlum að gera okkar besta til að uppfylla markmið okkar um betri lífsgæði fyrir alla, aðgengilegra kerfi, gagnsæi og ábyrg vinnubrögð til að þjóna þínum hagsmunum. Þannig vinna Píratar!Valgerður Árnadóttir skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Valgerður Árnadóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir seinni heimsstyrjöld urðu hugmyndir um hið góða líf ráðandi stefna samfélagsins. Fólki var sagt að við ættum rétt á lífsgæðum, við ættum rétt á að búa vel, eiga heimilistæki sem auðveldaði okkur lífið eins og ísskáp og ryksugu og til þess að eignast þessa hluti þurfti ekki nema eina fyrirvinnu sem vann 8 tíma á dag 5 daga vikunnar. Lífsgæði manna fólst í því að eiga fínt hús, flottasta bílinn og öflugustu ryksuguna, auglýsingar snerust allar um þessa hluti sem myndu auðvelda okkur lífið og varð okkur mikið kappsmál að vera ekki eftirbátur nágrannans. En eins og snjóbolti vatt þessi lífsstíll upp á sig, skilaboð kapítalismans voru að við þyrftum sífellt að eiga meira og meira. Það var ekki nóg að hafa eina fyrirvinnu, framleiðsla varð meiri, vöruverð lækkaði og fólk á Vesturlöndum sprengdi utan af sér húsnæðið og fataskápana. Þú átt ekki að láta sjá þig í sama kjólnum tvisvar, þú þarft að eiga Ittala glös og heimilistæki til hvers verks, þú átt ekki einu sinni að poppa í potti lengur, fáðu þér poppvél. Við erum flest sammála að neyslan er komin út fyrir öll velsæmismörk, heilsu okkar hefur hrakað vegna óhóflegs áts á skyndibita og unnu kjöti, byggingar- fata- og dýraafurðaiðnaðurinn mengar meira en allar samgöngur samanlagt, eyða regnskógum og drepa hafsvæði. Það er sem betur fer vakning í dag um þessa hræðilegu þróun, við erum að verða meðvitaðri um vistvænni ferðamáta, mínímalískan lífsstíl og sjálfbæra framleiðslu en neysluhyggjan er rótgróin og hrædd, kapítalisminn óttast að missa tökin og auglýsingar, tilboð og lægri verð halda áfram að herja á okkur, áróðurinn er allstaðar og skilaboðin eru ennþá kaupa, kaupa, kaupa. Við þurfum nýja bylgju, hin nýja bylgja snýst um lífsgæði, hverjum er ekki sama um Ittala glösin ef þú hefur ekki tíma til að fara með barnið þitt á róló? Lífsgæði felast í gæðastundum, heilbrigði og vellíðan og þar komum við Píratar inn. Við viljum ekki laga kerfið, við viljum breyta því. Við viljum stytta vinnuvikuna svo fólk fái meiri tíma saman, lækka húsnæðiskostnað og gefa fólki tækifæri á að lifa sjálfbæru lífi. Við viljum aðlaga vinnumarkaðinn að fólki en ekki fólki að vinnumarkaðnum. Við viljum auka gæði hverfisins þíns, þétta byggð, efla hverfin, gera samgöngur vistvænar og aðgengilegar, laga hljóðvist, veita skjól og binda svifryk með gróðursetningu. Við viljum auka reiti fyrir matjurtagarða, fjölga vistgötum og fjölskylduvænum görðum þar sem leikvellir og hundagerði tvinnast saman við náttúru og þjónustu. Þetta er ekki útópísk hugsun, þetta hefur tekist vel í mörgum borgum sem búa við svipað eða kaldara loftslag en við gerum. Við skipulagningu hverfa ætlum við að taka mið af þeim sjálfbæru markmiðum sem við höfum sett okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að kynna hugmyndir sem nú þegar eru komnar í skipulag og framkvæmd af meirihluta í borginni sem sínar hugmyndir að grænni borg en á sama tíma vilja þau dreifa byggð, fjölga akreinum og hafa talað af yfirgripsmikilli vanþekkingu gegn Borgarlínu um leið og þau eru fylgjandi henni, flokkurinn er með þessu í þversögn við sjálfan sig enda erfitt að vera kapítalískur hægriflokkur og vera á sama tíma sjálfbær og vistvænn. Svona virkar skrum. Þú keyrir á ósannindi, etur saman hópum og stendur ekki við loforðin. Við Píratar ætlum að gera okkar besta til að uppfylla markmið okkar um betri lífsgæði fyrir alla, aðgengilegra kerfi, gagnsæi og ábyrg vinnubrögð til að þjóna þínum hagsmunum. Þannig vinna Píratar!Valgerður Árnadóttir skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun