Friðrik byrjaði skjálfandi á beinunum en náði svarta beltinu í karate 69 ára Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Friðrik Jósepsson, ánægður handhafi svarta beltisins. Vísir/ernir „Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Friðrik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall. „Ég er gamall íþróttarefur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neyddist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkamsræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus.Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. Vísir/Ernir„Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskapur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kallað er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
„Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Friðrik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall. „Ég er gamall íþróttarefur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neyddist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkamsræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus.Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. Vísir/Ernir„Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskapur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kallað er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira