Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmark Rosengård er liðið vann 2-1 sigur í Íslendingaslag gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Sigurmark Glódísar kom tíu mínútum fyrir leikslok en hún stóð vaktina allan tímann í vörn Rosengård sem er með tíu stig eftir fyrstu fjóra leikina.
Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir spiluðu allan leikinn fyrir Djurgården sem er með þrjú stig í tíunda sætinu af tólf liðum.
Sif Atladóttir spilaði allan leikinn fyrir Elísabet Gunnarsdóttir og lærimeyjar hennar i Kristianstad er liðið vann 2-1 sigur á Kalmar. Kristianstad er með sex stig eftir fjóra leiki.
Anna Björk Kristjánsdóttir var í byrjunarliði Limhamn Bunkeflo 07 og spilaði allan leikinn í 1-0 sigri á Vittsjö. Þetta var fyrsti sigur Limhamn í fjórum fyrstu leikjunum.
