Lögreglunni barst klukkan 10:28 í morgun tilkynning um karlmann vopnaðan exi á rölti íbúahverfi í hverfi 104. Hann var handtekinn fljótlega en hann var í talsvert annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu. Einnig fundust á manninum meint fíkniefni. Maðurinn verður vistaður i fangageymslu þangað til hægt er að ræða við hann. Ekki er ljóst hvað maðurinn ætlaði sér með exina.
Klukkan fimm í morgun barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp á Hringbraut í Hafnarfirði en þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Ökumaður bifreiðarinnar, karlmaður, var einn í bifreiðinni. Hann óslasaður en í annarlegu ástandi og er hann grunaður um akstur undir ávana- og fíkniefna og var hann því vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann.
Maður sem rölti um með exi handtekinn í íbúðarhverfi

Tengdar fréttir

Tveggja manna leitað vegna bensínsprengju í Súðavogi
Eldri hjón sluppu með skrekkinn þegar bensínsprengja kom fljúgandi inn til þeirra.

Bróðirinn áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp
Lögregla reiknar með að ljúka rannsókn málsins síðar í mánuðinum.