Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. maí 2018 10:30 Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs stendur nú yfir. Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs hófst í gær og stendur til miðnættis 10. maí. Valið stendur á milli fimm nafna: Ystabyggð, Heiðarbyggð, Suðurbyggð, Nesjabyggð og Útnesjabyggð. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en í umsögn nefndarinnar er bent á að íbúar svæðisins hafi í gegnum tíðina verið kallaðir Útnesjamenn og að nafnið samræmist staðháttum í sveitarfélaginu. Nokkurrar óánægju gætir í Sandgerði með þessi fimm nöfn. „Ég er ekkert mjög hrifin af þessum nöfnum,“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. „Það er nú bara þannig.“ Hólmfríður hefði viljað sjá nafnið Suðurnesjabyggð sem einn af valmöguleikunum. „Ég hef orðið vör við mjög mikla óánægju íbúa,“ segir hún en bendir um leið á að það muni alltaf einhver hópur taka þátt í kosningunum, en bagalegt sé ef aðeins agnarsmátt hlutfall íbúa ráði á endanum hvert nafn sameinaðs sveitarfélags verður. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segist einnig hafa fundið fyrir óánægju meðal fólks um nöfnin. Hann tekur undir með þeim. „Ekkert af þessum nöfnum kallar neitt sérstaklega á mig. Ég skil fólk sem finnst það ekki hafa úr miklu að velja,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar þó að sumir séu sáttir við valkostina.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.„Við höfum fundið fyrir því að fólk er ósátt við umsögn Örnefnanefndar. Ég held að ef nöfn eins og Suðurnesjabær eða Suðurnesjabyggð hefðu verið eitt af þessum fimm nöfnum þá væri annað hljóð í fólki.“ Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og fer ekki fram á grundvelli laga um kosningar. Allir íbúar, sem eru um 3.200 talsins, í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt, burtséð frá þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. „Ný sveitarstjórn þarf síðan að samþykkja þetta nýja nafn, en hún hefur líka þann valkost að hafna því,“ segir Hólmfríður. Ólafur Þór segir nýja sveitarstjórn væntanlega taka það til skoðunar ef niðurstöður nafnakosningarinnar hafi lítinn stuðning meðal íbúa. „Ég held að flest skynsamt fólk myndi nú endurskoða þá niðurstöðu.“ Undirbúningur sameiningar sveitarfélaganna hefur staðið lengi en hún var samþykkt í íbúakosningu í fyrra. „Þetta ferli hefur allt gengið afar vel, það hefur ekki strandað á neinu,“ segir Ólafur Þór. „Það eina sem hefur hikstað er þetta blessaða nafnamál, en það mál er auðvitað það sem brennur á fólki.“ Suðurnesjabær Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs hófst í gær og stendur til miðnættis 10. maí. Valið stendur á milli fimm nafna: Ystabyggð, Heiðarbyggð, Suðurbyggð, Nesjabyggð og Útnesjabyggð. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en í umsögn nefndarinnar er bent á að íbúar svæðisins hafi í gegnum tíðina verið kallaðir Útnesjamenn og að nafnið samræmist staðháttum í sveitarfélaginu. Nokkurrar óánægju gætir í Sandgerði með þessi fimm nöfn. „Ég er ekkert mjög hrifin af þessum nöfnum,“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. „Það er nú bara þannig.“ Hólmfríður hefði viljað sjá nafnið Suðurnesjabyggð sem einn af valmöguleikunum. „Ég hef orðið vör við mjög mikla óánægju íbúa,“ segir hún en bendir um leið á að það muni alltaf einhver hópur taka þátt í kosningunum, en bagalegt sé ef aðeins agnarsmátt hlutfall íbúa ráði á endanum hvert nafn sameinaðs sveitarfélags verður. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segist einnig hafa fundið fyrir óánægju meðal fólks um nöfnin. Hann tekur undir með þeim. „Ekkert af þessum nöfnum kallar neitt sérstaklega á mig. Ég skil fólk sem finnst það ekki hafa úr miklu að velja,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar þó að sumir séu sáttir við valkostina.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.„Við höfum fundið fyrir því að fólk er ósátt við umsögn Örnefnanefndar. Ég held að ef nöfn eins og Suðurnesjabær eða Suðurnesjabyggð hefðu verið eitt af þessum fimm nöfnum þá væri annað hljóð í fólki.“ Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og fer ekki fram á grundvelli laga um kosningar. Allir íbúar, sem eru um 3.200 talsins, í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt, burtséð frá þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. „Ný sveitarstjórn þarf síðan að samþykkja þetta nýja nafn, en hún hefur líka þann valkost að hafna því,“ segir Hólmfríður. Ólafur Þór segir nýja sveitarstjórn væntanlega taka það til skoðunar ef niðurstöður nafnakosningarinnar hafi lítinn stuðning meðal íbúa. „Ég held að flest skynsamt fólk myndi nú endurskoða þá niðurstöðu.“ Undirbúningur sameiningar sveitarfélaganna hefur staðið lengi en hún var samþykkt í íbúakosningu í fyrra. „Þetta ferli hefur allt gengið afar vel, það hefur ekki strandað á neinu,“ segir Ólafur Þór. „Það eina sem hefur hikstað er þetta blessaða nafnamál, en það mál er auðvitað það sem brennur á fólki.“
Suðurnesjabær Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira