Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. maí 2018 10:30 Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs stendur nú yfir. Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs hófst í gær og stendur til miðnættis 10. maí. Valið stendur á milli fimm nafna: Ystabyggð, Heiðarbyggð, Suðurbyggð, Nesjabyggð og Útnesjabyggð. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en í umsögn nefndarinnar er bent á að íbúar svæðisins hafi í gegnum tíðina verið kallaðir Útnesjamenn og að nafnið samræmist staðháttum í sveitarfélaginu. Nokkurrar óánægju gætir í Sandgerði með þessi fimm nöfn. „Ég er ekkert mjög hrifin af þessum nöfnum,“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. „Það er nú bara þannig.“ Hólmfríður hefði viljað sjá nafnið Suðurnesjabyggð sem einn af valmöguleikunum. „Ég hef orðið vör við mjög mikla óánægju íbúa,“ segir hún en bendir um leið á að það muni alltaf einhver hópur taka þátt í kosningunum, en bagalegt sé ef aðeins agnarsmátt hlutfall íbúa ráði á endanum hvert nafn sameinaðs sveitarfélags verður. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segist einnig hafa fundið fyrir óánægju meðal fólks um nöfnin. Hann tekur undir með þeim. „Ekkert af þessum nöfnum kallar neitt sérstaklega á mig. Ég skil fólk sem finnst það ekki hafa úr miklu að velja,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar þó að sumir séu sáttir við valkostina.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.„Við höfum fundið fyrir því að fólk er ósátt við umsögn Örnefnanefndar. Ég held að ef nöfn eins og Suðurnesjabær eða Suðurnesjabyggð hefðu verið eitt af þessum fimm nöfnum þá væri annað hljóð í fólki.“ Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og fer ekki fram á grundvelli laga um kosningar. Allir íbúar, sem eru um 3.200 talsins, í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt, burtséð frá þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. „Ný sveitarstjórn þarf síðan að samþykkja þetta nýja nafn, en hún hefur líka þann valkost að hafna því,“ segir Hólmfríður. Ólafur Þór segir nýja sveitarstjórn væntanlega taka það til skoðunar ef niðurstöður nafnakosningarinnar hafi lítinn stuðning meðal íbúa. „Ég held að flest skynsamt fólk myndi nú endurskoða þá niðurstöðu.“ Undirbúningur sameiningar sveitarfélaganna hefur staðið lengi en hún var samþykkt í íbúakosningu í fyrra. „Þetta ferli hefur allt gengið afar vel, það hefur ekki strandað á neinu,“ segir Ólafur Þór. „Það eina sem hefur hikstað er þetta blessaða nafnamál, en það mál er auðvitað það sem brennur á fólki.“ Suðurnesjabær Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs hófst í gær og stendur til miðnættis 10. maí. Valið stendur á milli fimm nafna: Ystabyggð, Heiðarbyggð, Suðurbyggð, Nesjabyggð og Útnesjabyggð. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en í umsögn nefndarinnar er bent á að íbúar svæðisins hafi í gegnum tíðina verið kallaðir Útnesjamenn og að nafnið samræmist staðháttum í sveitarfélaginu. Nokkurrar óánægju gætir í Sandgerði með þessi fimm nöfn. „Ég er ekkert mjög hrifin af þessum nöfnum,“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. „Það er nú bara þannig.“ Hólmfríður hefði viljað sjá nafnið Suðurnesjabyggð sem einn af valmöguleikunum. „Ég hef orðið vör við mjög mikla óánægju íbúa,“ segir hún en bendir um leið á að það muni alltaf einhver hópur taka þátt í kosningunum, en bagalegt sé ef aðeins agnarsmátt hlutfall íbúa ráði á endanum hvert nafn sameinaðs sveitarfélags verður. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segist einnig hafa fundið fyrir óánægju meðal fólks um nöfnin. Hann tekur undir með þeim. „Ekkert af þessum nöfnum kallar neitt sérstaklega á mig. Ég skil fólk sem finnst það ekki hafa úr miklu að velja,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar þó að sumir séu sáttir við valkostina.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.„Við höfum fundið fyrir því að fólk er ósátt við umsögn Örnefnanefndar. Ég held að ef nöfn eins og Suðurnesjabær eða Suðurnesjabyggð hefðu verið eitt af þessum fimm nöfnum þá væri annað hljóð í fólki.“ Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og fer ekki fram á grundvelli laga um kosningar. Allir íbúar, sem eru um 3.200 talsins, í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt, burtséð frá þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. „Ný sveitarstjórn þarf síðan að samþykkja þetta nýja nafn, en hún hefur líka þann valkost að hafna því,“ segir Hólmfríður. Ólafur Þór segir nýja sveitarstjórn væntanlega taka það til skoðunar ef niðurstöður nafnakosningarinnar hafi lítinn stuðning meðal íbúa. „Ég held að flest skynsamt fólk myndi nú endurskoða þá niðurstöðu.“ Undirbúningur sameiningar sveitarfélaganna hefur staðið lengi en hún var samþykkt í íbúakosningu í fyrra. „Þetta ferli hefur allt gengið afar vel, það hefur ekki strandað á neinu,“ segir Ólafur Þór. „Það eina sem hefur hikstað er þetta blessaða nafnamál, en það mál er auðvitað það sem brennur á fólki.“
Suðurnesjabær Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira