Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2018 07:00 Ákvörðunin var tilkynnt á opnum fundi ÖBÍ í Ráðhúsinu í gær. Frambjóðendur hlýddu á. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Ekki liggur fyrir hve mikill kostnaður Reykjavíkurborgar mun verða vegna ákvörðunar um að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Í svari frá borginni segir að gera megi ráð fyrir því að hann verði „umtalsverður“. Forsaga málsins er sú að fyrir níu árum hóf ÖBÍ að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt. Samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Öðrum var hins vegar hafnað. Taldi ÖBÍ að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða. Í nóvember 2010, eða fyrir tæplega átta árum, lá fyrir niðurstaða innanríkisráðuneytisins þess efnis að reglur borgarinnar væru ekki í samræmi við lög. Þeim tilmælum var beint til borgarinnar að reglunum yrði breytt. Það var hins vegar ekki gert.Sjá einnig: Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í mars 2014 höfðaði umsækjandi sérstakra húsaleigubóta, sem hafði fengið höfnun á grundvelli reglna borgarinnar, dómsmál til að hnekkja niðurstöðu borgarinnar. Áður hafði konan búið í húsnæði Félagsbústaða og fengið sérstakan húsnæðisstuðning á grundvelli þess. Við flutning til Brynju tapaði hún þeim. Í Hæstarétti í júní 2016 var fallist á kröfur konunnar og talið að borginni hefði verið óheimilt að synja umsækjanda um sérstakar húsaleigubætur á þessum forsendum. Hófst borgin handa við að greiða bætur afturvirkt til þeirra einstaklinga sem sótt höfðu um en fengið höfnun.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eftir stóð hins vegar hópur sem hafði aldrei sótt um eða verið vísað frá áður en til umsóknar kom sökum afstöðu borgarinnar. Í minnisblaði frá borgarritara segir: „Telja verður að allar líkur séu á að upplýsingagjöf borgarinnar hafi haft þær afleiðingar að einhverjir umbjóðendur ÖBÍ hafi ekki sótt um sérstakar húsaleigubætur.“ Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að veita sérstakar húsaleigubætur afturvirkt öllum leigjendum Brynju sem rétt á þeim áttu með afturvirkum hætti. Miðað er við fjögur ár frá uppkvaðningu dóms Hæstaréttar og út árið 2016 en nýjar reglur um sérstakan húsaleigustuðning tóku gildi í ársbyrjun 2017. Þeir sem telja sig eiga kröfu á borgina munu þurfa að senda inn umsókn þess efnis. „Þetta hefur verið hátt í tíu ára barátta. Í upphafi bentum við borginni á að þetta væri ólöglegt og sendum síðan inn beiðni um álit til innanríkisráðuneytisins. Það var ekki fyrr en endanlegur dómur lá fyrir að einhver hreyfing komst á þetta,“ segir lögmaðurinn Daníel Isebarn Ágústsson en hann sótti málið fyrir hönd ÖBÍ. „Þegar dómurinn lá fyrir tók við meira stapp. Fyrst stóð til að borga aðeins þeim sem áttu skriflega umsókn inni í kerfinu. Það gekk auðvitað ekki upp því við vissum um mörg dæmi þess að fólki hefði hreinlega verið snúið við í dyrunum þegar það ætlaði að sækja um,“ segir Daníel. „Við fögnum auðvitað þessari ákvörðun en hér er ekki um góðverk af hálfu borgarinnar að ræða heldur er verið að leiðrétta að hluta margra ára brot á réttindum fólks. Brotin ná yfir lengra tímabil en kveðið er á um í ákvörðun borgarráðs.“ Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um kostnað vegna þessa segir að nú þegar hafi 171 heimili fengið alls 54 milljónir greiddar. Um er að ræða einstaklinga sem sótt höfðu um húsaleigubæturnar. Ekki liggi fyrir hve margir eigi rétt á greiðslunum eða hve mikið borgin mun þurfa að greiða í dráttarvexti. Búast megi hins vegar við því að kostnaðurinn verði „umtalsverður ef horft er til þess fjölda sem mögulega getur átt rétt á greiðslum“.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið í gærkvöldi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla Aðeins helmingur landsmanna telur að fatlað fólk njóti jafnra tækifæra í samfélaginu og minnihluti telur grunnskóla uppfylla þarfir nemenda með sérþarfir samkvæmt nýrri könnun Gallup. Formaður Öryrkjabandalagsins segir mikilvægt að efla skólana svo fatlað fólk sé ekki kerfisbundið útilokað strax frá barnsaldri. 3. maí 2018 19:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve mikill kostnaður Reykjavíkurborgar mun verða vegna ákvörðunar um að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Í svari frá borginni segir að gera megi ráð fyrir því að hann verði „umtalsverður“. Forsaga málsins er sú að fyrir níu árum hóf ÖBÍ að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt. Samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Öðrum var hins vegar hafnað. Taldi ÖBÍ að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða. Í nóvember 2010, eða fyrir tæplega átta árum, lá fyrir niðurstaða innanríkisráðuneytisins þess efnis að reglur borgarinnar væru ekki í samræmi við lög. Þeim tilmælum var beint til borgarinnar að reglunum yrði breytt. Það var hins vegar ekki gert.Sjá einnig: Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í mars 2014 höfðaði umsækjandi sérstakra húsaleigubóta, sem hafði fengið höfnun á grundvelli reglna borgarinnar, dómsmál til að hnekkja niðurstöðu borgarinnar. Áður hafði konan búið í húsnæði Félagsbústaða og fengið sérstakan húsnæðisstuðning á grundvelli þess. Við flutning til Brynju tapaði hún þeim. Í Hæstarétti í júní 2016 var fallist á kröfur konunnar og talið að borginni hefði verið óheimilt að synja umsækjanda um sérstakar húsaleigubætur á þessum forsendum. Hófst borgin handa við að greiða bætur afturvirkt til þeirra einstaklinga sem sótt höfðu um en fengið höfnun.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eftir stóð hins vegar hópur sem hafði aldrei sótt um eða verið vísað frá áður en til umsóknar kom sökum afstöðu borgarinnar. Í minnisblaði frá borgarritara segir: „Telja verður að allar líkur séu á að upplýsingagjöf borgarinnar hafi haft þær afleiðingar að einhverjir umbjóðendur ÖBÍ hafi ekki sótt um sérstakar húsaleigubætur.“ Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að veita sérstakar húsaleigubætur afturvirkt öllum leigjendum Brynju sem rétt á þeim áttu með afturvirkum hætti. Miðað er við fjögur ár frá uppkvaðningu dóms Hæstaréttar og út árið 2016 en nýjar reglur um sérstakan húsaleigustuðning tóku gildi í ársbyrjun 2017. Þeir sem telja sig eiga kröfu á borgina munu þurfa að senda inn umsókn þess efnis. „Þetta hefur verið hátt í tíu ára barátta. Í upphafi bentum við borginni á að þetta væri ólöglegt og sendum síðan inn beiðni um álit til innanríkisráðuneytisins. Það var ekki fyrr en endanlegur dómur lá fyrir að einhver hreyfing komst á þetta,“ segir lögmaðurinn Daníel Isebarn Ágústsson en hann sótti málið fyrir hönd ÖBÍ. „Þegar dómurinn lá fyrir tók við meira stapp. Fyrst stóð til að borga aðeins þeim sem áttu skriflega umsókn inni í kerfinu. Það gekk auðvitað ekki upp því við vissum um mörg dæmi þess að fólki hefði hreinlega verið snúið við í dyrunum þegar það ætlaði að sækja um,“ segir Daníel. „Við fögnum auðvitað þessari ákvörðun en hér er ekki um góðverk af hálfu borgarinnar að ræða heldur er verið að leiðrétta að hluta margra ára brot á réttindum fólks. Brotin ná yfir lengra tímabil en kveðið er á um í ákvörðun borgarráðs.“ Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um kostnað vegna þessa segir að nú þegar hafi 171 heimili fengið alls 54 milljónir greiddar. Um er að ræða einstaklinga sem sótt höfðu um húsaleigubæturnar. Ekki liggi fyrir hve margir eigi rétt á greiðslunum eða hve mikið borgin mun þurfa að greiða í dráttarvexti. Búast megi hins vegar við því að kostnaðurinn verði „umtalsverður ef horft er til þess fjölda sem mögulega getur átt rétt á greiðslum“.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið í gærkvöldi
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla Aðeins helmingur landsmanna telur að fatlað fólk njóti jafnra tækifæra í samfélaginu og minnihluti telur grunnskóla uppfylla þarfir nemenda með sérþarfir samkvæmt nýrri könnun Gallup. Formaður Öryrkjabandalagsins segir mikilvægt að efla skólana svo fatlað fólk sé ekki kerfisbundið útilokað strax frá barnsaldri. 3. maí 2018 19:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51
Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla Aðeins helmingur landsmanna telur að fatlað fólk njóti jafnra tækifæra í samfélaginu og minnihluti telur grunnskóla uppfylla þarfir nemenda með sérþarfir samkvæmt nýrri könnun Gallup. Formaður Öryrkjabandalagsins segir mikilvægt að efla skólana svo fatlað fólk sé ekki kerfisbundið útilokað strax frá barnsaldri. 3. maí 2018 19:00