Lífið

Berglind Festival setur íbúð sína á sölu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Íbúð Berglindar er á jarðhæð og er björt og rúmgóð amkvæmt fasteignavef Vísis.
Íbúð Berglindar er á jarðhæð og er björt og rúmgóð amkvæmt fasteignavef Vísis.
Samfélagsmiðlastjarnan og sjónvarpskonan Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, hefur sett íbúð sína við Stóragerði í Reykjavík á sölu.

Á fasteignavef Vísis kemur fram að íbúðin er þriggja herbergja og 74,1 fermetrar samkvæmt fasteignamati, þó að einnig komi fram að íbúðin sé raunar 80 fermetrar vegna stækkunar. Þá hefur íbúðinni verið breytt töluvert frá upphaflegri teikningu og er ásett verð 41,9 milljónir.

Af myndum að dæma fær persónulegur stíll Berglindar að njóta sín vel í íbúðinni en grá steypa og fallegir smámunir eru allsráðandi.

Stutt er síðan Berglind seldi nýuppgerða íbúð sína í miðbænum en fjallað var um endurbætur á þeirri íbúð í Fréttablaðinu fyrir tveimur árum.

Hér að neðan má sjá myndir af íbúð Berglindar í Stóragerði.

Borðstofan er glæsileg.Mynd/Stakfell Fasteignasala
Íbúðin er á jarðhæð.Mynd/Stakfell fasteignasala
Steypa og viður koma saman í eldhúsinu.Mynd/Stakfell fasteignasala
Stofan er björt.Mynd/Stakfell fasteignasala
Bleiki liturinn ræður ríkjum í svefnerberginu.Mynd/Stakfell fasteignasala
Og blái liturinn nýtur sín vel í barnaherberginu.Mynd/Stakfell fasteignasala

Tengdar fréttir

Berglind Festival lærir að dansa

Berglind Festival heldur áfram að fylgjast með æfingum Íslenska dansflokksins fyrir Hin lánsömu eftir Anton Lachky.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×