Tveggja manna leitað vegna bensínsprengju í Súðavogi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2018 11:00 Töluvert átak hefur falist í því að grýta grjóti í rúðuna og brjóta hana. Svo var bensínsprengju kasta inn um gluggann. Annarri bensínsprengju var kastað en hún rataði ekki inn um gluggann. Eldur kom upp í húsi við Súðarvog skömmu eftir miðnætti sunnudagsins síðasta. Þegar lögregla kom á vettvang voru íbúar búnir að ráða niðurlögum eldsins en engu að síður urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Fyrir liggur að bensínsprengju hafði verið varpað inn um glugga íbúðarinnar sem er á annarri hæð eftir að steini hafði verið kastað í rúðuna og hún brotin.Tókst að ráða niðurlögum eldsins Í íbúðinni búa hjón af erlendu bergi brotin og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins. Svo vel vildi til að slökkvitæki var við þar sem bensínsprengjan kom niður. Ódæðismennirnir komust undan en þeirra er nú leitað að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns sem fer með rannsókn málsins. Hann segir að lögreglan hafi tvo menn grunaða en þeir hafa ekki komið í leitirnar enn sem komið er. Margeir vildi ekki staðfesta heimildir Vísis þess efnis að málið tengist einhvers konar átökum í undirheimunum. Hann segir að sem betur fer sé ekki algengt á Íslandi að mólótoffkokteilum sé varpað inn um glugga á Íslandi. „Við vitum að tveir menn voru að verki sem við erum að leita að. Við erum með aðila grunaða og erum að vinna í því.“Grjótið sem notað var til að kasta í rúðuna og brjóta hana.VísirÍbúðir í iðnaðarhúsnæði Aðspurður um hvort einhverjar ástæður fyrir þessum gerningi liggi fyrir segir Margeir að ekkert liggi fyrir í þeim efnum. „Það má ímynda sér ýmislegt en ekkert sem liggur fyrir. Og ótímabært að tjá sig um það hver ástæðan er. Það er eitthvað sem kemur í ljós á síðari stigum. Húsið er í iðnaðarhverfi og Margeir segist ekki geta tjáð sig um hvort íbúðir sem í húsinu eru, sem eru nokkrar, séu samþykktar. „Nú get ég ekki sagt til um það en þetta er eins og við erum að sjá í öllum hverfum og öllum hornum, það er búið í öllum skúmaskotum sem nöfnum tjáir að nefna. Ég get ekki sagt til um það. Þetta er iðnaðarhverfi og þar er ekki mikið um samþykktar íbúðir.“Glugginn sem bensínsprengjunni var kastað inn um eftir að hann hafði verið brotinn með grjótkasti.Vísir/VilhelmÖryggismyndavélar í stigagangi Blaðamaður Vísis ásamt ljósmyndara fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Búið er að setja spjald í rúðuna en að öðru leyti er ekki búið að ganga frá, til að mynda fjarlægja glerbrot sem liggja fyrir framan húsið. Þarna er ekki mjög snyrtilegt, enda iðnaðarhverfi sem áður segir. Blaðamaður fór inn í stigagang sem þar er, rökkvaðan og ekki er gott að átta sig á því hversu margar íbúðir eru við þann stigagang. Sennilega þrjár á efri hæð og tvær á neðri. Tíðindamenn Vísis knúðu dyra en enginn var til svara. Búið var að koma fyrir öryggismyndavélum í stigaganginum og það var sem einhver væri heima en enginn gaf sig fram.Best að lögreglan veiti upplýsingar Í næsta húsi er blikksmiðja og tveir starfsmenn þar vildu ekkert tjá sig um málið. Sögðust ekki þekkja það en það væri ekki svo að ófriður hefði ríkt á þessum stað. En, best væri að lögregla veitti upplýsingar um málið. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á förum kom út úr húsinu ungur pólskur maður, úr íbúð sem var á neðri hæð hússins, sem sagðist því miður hvorki tala ensku né íslensku, þannig að ekki var um það að ræða að hann gæti tjáð sig um umrætt atvik eða hvernig það væri að fá á sig bensínsprengju um miðja nótt.Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á vettvang á mánudag og þá náðust þessar myndir sem sýna vegsummerki eftir hina dularfulla árás, meðfylgjandi. Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Eldur kom upp í húsi við Súðarvog skömmu eftir miðnætti sunnudagsins síðasta. Þegar lögregla kom á vettvang voru íbúar búnir að ráða niðurlögum eldsins en engu að síður urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Fyrir liggur að bensínsprengju hafði verið varpað inn um glugga íbúðarinnar sem er á annarri hæð eftir að steini hafði verið kastað í rúðuna og hún brotin.Tókst að ráða niðurlögum eldsins Í íbúðinni búa hjón af erlendu bergi brotin og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins. Svo vel vildi til að slökkvitæki var við þar sem bensínsprengjan kom niður. Ódæðismennirnir komust undan en þeirra er nú leitað að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns sem fer með rannsókn málsins. Hann segir að lögreglan hafi tvo menn grunaða en þeir hafa ekki komið í leitirnar enn sem komið er. Margeir vildi ekki staðfesta heimildir Vísis þess efnis að málið tengist einhvers konar átökum í undirheimunum. Hann segir að sem betur fer sé ekki algengt á Íslandi að mólótoffkokteilum sé varpað inn um glugga á Íslandi. „Við vitum að tveir menn voru að verki sem við erum að leita að. Við erum með aðila grunaða og erum að vinna í því.“Grjótið sem notað var til að kasta í rúðuna og brjóta hana.VísirÍbúðir í iðnaðarhúsnæði Aðspurður um hvort einhverjar ástæður fyrir þessum gerningi liggi fyrir segir Margeir að ekkert liggi fyrir í þeim efnum. „Það má ímynda sér ýmislegt en ekkert sem liggur fyrir. Og ótímabært að tjá sig um það hver ástæðan er. Það er eitthvað sem kemur í ljós á síðari stigum. Húsið er í iðnaðarhverfi og Margeir segist ekki geta tjáð sig um hvort íbúðir sem í húsinu eru, sem eru nokkrar, séu samþykktar. „Nú get ég ekki sagt til um það en þetta er eins og við erum að sjá í öllum hverfum og öllum hornum, það er búið í öllum skúmaskotum sem nöfnum tjáir að nefna. Ég get ekki sagt til um það. Þetta er iðnaðarhverfi og þar er ekki mikið um samþykktar íbúðir.“Glugginn sem bensínsprengjunni var kastað inn um eftir að hann hafði verið brotinn með grjótkasti.Vísir/VilhelmÖryggismyndavélar í stigagangi Blaðamaður Vísis ásamt ljósmyndara fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Búið er að setja spjald í rúðuna en að öðru leyti er ekki búið að ganga frá, til að mynda fjarlægja glerbrot sem liggja fyrir framan húsið. Þarna er ekki mjög snyrtilegt, enda iðnaðarhverfi sem áður segir. Blaðamaður fór inn í stigagang sem þar er, rökkvaðan og ekki er gott að átta sig á því hversu margar íbúðir eru við þann stigagang. Sennilega þrjár á efri hæð og tvær á neðri. Tíðindamenn Vísis knúðu dyra en enginn var til svara. Búið var að koma fyrir öryggismyndavélum í stigaganginum og það var sem einhver væri heima en enginn gaf sig fram.Best að lögreglan veiti upplýsingar Í næsta húsi er blikksmiðja og tveir starfsmenn þar vildu ekkert tjá sig um málið. Sögðust ekki þekkja það en það væri ekki svo að ófriður hefði ríkt á þessum stað. En, best væri að lögregla veitti upplýsingar um málið. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á förum kom út úr húsinu ungur pólskur maður, úr íbúð sem var á neðri hæð hússins, sem sagðist því miður hvorki tala ensku né íslensku, þannig að ekki var um það að ræða að hann gæti tjáð sig um umrætt atvik eða hvernig það væri að fá á sig bensínsprengju um miðja nótt.Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á vettvang á mánudag og þá náðust þessar myndir sem sýna vegsummerki eftir hina dularfulla árás, meðfylgjandi.
Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira