Seinna markið var einstaklega glæsilegt en hann tók þá við boltanum í teignum, lyfti honum upp og klippti knöttinn í netið óverjandi fyrir markvörð gestanna.
Elías skoraði einnig tvö mörk í fyrstu umferðinni en spilaði svo þrjá leiki án þess að skora og tvennan því kærkomin fyrir Keflvíkinginn sem gekk endanlega í raðir sænska félagsins fyrir síðustu leiktíð.
Gautaborgarliðið er í sjöunda sæti eftir sex umferðir með níu stig en það hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum.
Mörkin hans Elíasar má sjá hér að neðan.