Golf

Rory: Mér er alveg sama um Opna breska því Masters er aðalmótið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rory McIlroy.
Rory McIlroy. vísir/getty
Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, segir að eina risamótið sem skipti máli sé The Masters. Það er einmitt eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið.

„Mér er alveg sama um Opna bandaríska og Opna breska. Mesta stemning og mesta geðveikin er á Augusta,“ sagði McIlroy en hann klúðraði sigurmöguleikum sínum á Augusta á dögunum með lélegum lokahring eftir að hafa verið í öðru sæti fyrir lokahringinn.

Hann tók sér frí eftir Masters. Lá í sjónvarpsglápi og fór svo að lesa sálfræðibækur

„Ég þurfti að eiga stundir með sjálfum mér enda mjög svekktur. Á endanum birtir til og maður vill aftur fara að gera það sem er manni eðlislægt,“ sagði Rory en hann spilar á sínu fyrsta móti eftir Masters í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×