

Skrefið áfram í umhverfismálum
En þó að við séum nógu framarlega í umhverfismálum til að ég geti montað mig af því af og til, er helling sem gera mætti mun betur. Það stærsta sem ég trúi að þurfi að gerast í umhverfismálum hér á landi, er grundavallar hugarfarsbreyting. Eftir að hafa búið í vesturríkjum Bandaríkjana í tvo vetur, hef ég tekið eftir því að hugarfar flestra í umhverfismálum, hérlendis, þótt ótrúlegt megi virðast, er töluvert öflugra heldur en stórs hluta Íslendinga. Þetta gæti haft mikið með það að gera, hve lítið hinn venjulegi Íslendingur finni fyrir áhrifum loftlagsbreytinga og annara afleiðinga neyslusamfélagsins, og erfitt sé að fá fólk til að breyta hegðunn sinni vegna einhvers sem er utan reynslu þeirra.
Þökk heppilegrar legu landsins og náttúruskilyrða, þurfa Íslendingar lítið að hafa áhyggjur af þurrkum, skógareldum, og uppskerubrest, sem hrjáir stóra hluta heimsins. En þeir kunningjar mínir hér sem hafa, til dæmis, alist upp við þurrka Kaliforníu, eða skógarelda Colorado eru mun meðvitaðari um umhverfismál. Því má segja að það sé ákveðið lúxusvandamál fólgið í heppni íslendinga.
Á dögunum hlýddi ég á stefnuræðu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs, á landsfundi Miðflokksins. Þar talaði hann fyrir breyttri hugsun í umhverfismálun, lausnamiðaðri en ekki kerfismiðaðri. Hann tók sem dæmi að nýta þyrfti taupoka 173 sinnum til þess að umhverfisvænna væri að nýta hann heldur enn plastpoka. Því væri lausnin ekki fólgin í að banna notkun plastpoka, heldur fara hinn gullna milliveg. Ég tel þó að lausnin sé ekki að finna leiðir til þess að hægt sé að halda áfram núverandi hugarfari, skammtímahugsunar og neysluhyggju, sem byggð er á neyslu einnota og lífsskammra vara.
Þvert á móti þurfum við að gangast undir alsherjar hugarfarsbreytingu. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að sjá að Íslendingar hafa almennt nýtt flesta hluti til hins ýtrasta, og hugsað um hvað við eyðum fjármagni í út frá nytsemi. Til að mynda notaði langamma mín sama burðarpokann til innkaupa á meðan ég man eftir mér. Þótt við lifum við allt aðrar efnahagsaðstæður í dag, en þegar hún var að alast upp, og eigum efnahagslega séð efni á að hugsa öðruvís, þá eigum við lífeðlislega ekki efni á þeirri neyslu sem við stundum. Ef allar þjóðir myndu ganga á auðlyndir og farmleiðslu jarðarinna jafnt og við Íslendingar, myndi jörðin þrufa að vera 6.5 sinnum afkastameiri. Við þurfum að nýta tæki og tól lengur, hætta þeim vana að nýta einnota hluti og almennt hugsa betur um það hvað við þurfum og þurfum ekki. Það er ekki aðeins umhverfisvænna, heldur einnig hagkvæmara.
Það getur oft verið erfitt að sjá fyrir sér afleiðingar aðgerða sinna á Íslandi, þar sem við finnum vart fyrir þeim. En samt sem áður ættum við að hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Til að mynda er magn örplasts í höfum heimsin, mest í Norður-Atlantshafi. Þó svo að Íslendingar séu lítil þjóð og hafi kannski ekki mikil bein áhrif á loftlagsbreytingar og önnur umhverfisvandamál, erum við fyrirmynd fyrir margar aðrar þjóðir. Við eigum að vera leiðandi í þessum efnum, og því tel ég að næsta skref sé að tileinka okkur nýtt hugarfar, byggt á minni sóun og betri nýtingu. Samfélag framtíðarinnar er sjálfbært og sóunarlaust, og Ísland hefur alla burði til að leiða þróun heimsins í þá átt.
Skoðun

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

„Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar

Fullvalda utan sambandsríkja
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sjálfstæðir grunnskólar í hættu
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Borgaralegur vígbúnaður
Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu
Teitur Guðmundsson skrifar

Ósunginn óður til doktorsnema
Styrmir Hallsson skrifar

Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Tannhjól í mulningsvél?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar

Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ekki er allt sem sýnist
Ólafur Helgi Marteinsson skrifar

Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum?
Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar