Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier gerir stóran samning við Facebook Hörður Ægisson skrifar 3. maí 2018 06:00 Tækni fyrirtækisins gera tölvum kleift að leita í myndefni. Videntifier Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Facebook kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viðurkenningar að stærsti samfélagsmiðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskólanum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Herwig Lejsek og Friðriki Ásmundssyni, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við HR, og fleiri.Ari Kristinn Jónsson, stjórnarformaður Videntifier.„Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tækifæri og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til framtíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Facebook kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viðurkenningar að stærsti samfélagsmiðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskólanum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Herwig Lejsek og Friðriki Ásmundssyni, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við HR, og fleiri.Ari Kristinn Jónsson, stjórnarformaður Videntifier.„Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tækifæri og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til framtíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur