Víkkum út læsisumræðuna Stefán Jökulsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og lesskilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tréverk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merkingarverk eru lík að því leyti að burðarvirki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, málsgreinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfirleitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð lesefni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekkingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í myndrænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda- og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við.Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hugmynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verkfæri og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðslunnar). Rétt eins og David Attenborough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kennarar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekkingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skólastarfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau.Höfundur er lektor í Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og lesskilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tréverk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merkingarverk eru lík að því leyti að burðarvirki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, málsgreinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfirleitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð lesefni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekkingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í myndrænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda- og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við.Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hugmynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verkfæri og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðslunnar). Rétt eins og David Attenborough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kennarar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekkingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skólastarfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau.Höfundur er lektor í Háskóla Íslands
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun