Þurfum markvissari fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar Eybjörg H. Hauksdóttir og Pétur Magnússon skrifar 3. maí 2018 07:00 Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um fjármálaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar, ekki síst í kjölfar útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands, þar sem segir meðal annars: „Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins.“ Jafnframt kemur fram í skýrslunni að samningar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki stuðlað að hagkvæmni eða skilvirkni í heilbrigðiskerfinu ásamt því sem heildstæða stefnu skorti um þjónustuna og nýting opinberra fjármuna til málaflokksins sé ekki næg. Rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu hafa margir gagnrýnt skort á nauðsynlegri kostnaðargreiningu svo unnt sé að mæta þeim opinberu kröfum sem eru gerðar til þjónustunnar. Einnig hafa veitendur heilbrigðisþjónustu bent á hve erfitt sé að fá greiddan raunkostnað sem fellur til vegna umbeðinnar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um. Þá er það einnig þekkt vandamál að þegar fjárveiting þjónustu hefur á annað borð verið ákvörðuð, eru breytingar á milli ára á þeirri fjárveitingu yfirleitt mjög óljósar. Of mikið ógegnsæi hefur verið varðandi hækkanir á framlögum með tilliti til verðlags – og launahækkana auk þess sem skerðingar á fjárframlögum til einstakra aðila eiga sér stað án rökstuðnings eða skýringa. Mikill tími fer í það af hálfu rekstraraðila að leita skýringa á þessum breytingum og berast þær yfirleitt mjög seint ef þær þá fást á annað borð.Hlutfallið lægst hér á landiPétur ?Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuÞrátt fyrir að um 25% af árlegum útgjöldum ríkisins fari til heilbrigðismála erum við aðeins að nota um 8,9% af vergri þjóðarframleiðslu í málaflokkinn. Þetta hlutfall er lægst hér á landi í samanburði við verga þjóðarframleiðslu hinna Norðurlandaþjóðanna enda þótt það liggi fyrir að öldruðum muni fjölga hratt á næstu árum. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands mun einstaklingum, 75 ára og eldri hafa fjölgað hér á landi um 35% á tímabilinu 2012 til 2020. Hagstofan spáir því jafnframt að landsmönnum fjölgi um 33% til 2060 þegar íbúar verða orðnir 430 þúsund talsins. Framlög verður að hækka Við sem störfum í öldrunarþjónustu höfum reiknað út að þeim sem njóta öldrunarþjónustu muni fjölga um 2-3% á hverju einasta ári á næstu áratugum. Af þessu er ljóst að fjárframlög til heilbrigðismála þurfa að hækka töluvert milli ára, bara til að viðhalda sama þjónustustigi og var árið áður, því við þessa fjölgun bætast launahækkanir heilbrigðisstétta, vísitöluhækkanir og fleira. Þegar tekið hefur verið tillit til verðlags- og launaþróunar í landinu auk raunkostnaðar við veitingu þeirrar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um og veitendur þjónustunnar þurfa að standa straum af með beinum fjárframlögum, er fyrst hægt að átta sig á því hver raunþróunin er á framlögum til heilbrigðismála í landinu – hvort raunaukning hafi orðið eða lækkun. Því miður eru margar vísbendingar um raunlækkanir á síðustu árum og þeirri þróun verður að snúa við – það verður að auka fjármagn í heilbrigðisþjónustuna ef núverandi þjónustustig á að vera áfram. Auðvitað þurfum við að vera meðvituð um að ekki er sjálfgefið að aukið fjármagn bæti heilbrigðisþjónustuna. Það verður að gera þá kröfu til ríkisins, vörsluaðila skattfjár almennings, að ítarlegar og faglegar greiningar búi að baki ákvörðunum um fjárframlög til þjónustunnar. Við, sem störfum í greininni, leitum sífellt leiða til til að gera betur, bæta verkferla og þjónustu á grundvelli greininga. Heilbrigðisþjónustan er einn af hornsteinum samfélagsins og lykilþáttur í lífsgæðum landsmanna. Nú er komið að yfirvöldum og stjórnmálamönnum landsins að sýna að raunverulegur vilji sé til breytinga í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt að nýta fjármagn með eins markvissum hætti og mögulegt er, landsmönnum til heilla.Höfundar Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónstu Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eybjörg H. Hauksdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um fjármálaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar, ekki síst í kjölfar útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands, þar sem segir meðal annars: „Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins.“ Jafnframt kemur fram í skýrslunni að samningar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki stuðlað að hagkvæmni eða skilvirkni í heilbrigðiskerfinu ásamt því sem heildstæða stefnu skorti um þjónustuna og nýting opinberra fjármuna til málaflokksins sé ekki næg. Rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu hafa margir gagnrýnt skort á nauðsynlegri kostnaðargreiningu svo unnt sé að mæta þeim opinberu kröfum sem eru gerðar til þjónustunnar. Einnig hafa veitendur heilbrigðisþjónustu bent á hve erfitt sé að fá greiddan raunkostnað sem fellur til vegna umbeðinnar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um. Þá er það einnig þekkt vandamál að þegar fjárveiting þjónustu hefur á annað borð verið ákvörðuð, eru breytingar á milli ára á þeirri fjárveitingu yfirleitt mjög óljósar. Of mikið ógegnsæi hefur verið varðandi hækkanir á framlögum með tilliti til verðlags – og launahækkana auk þess sem skerðingar á fjárframlögum til einstakra aðila eiga sér stað án rökstuðnings eða skýringa. Mikill tími fer í það af hálfu rekstraraðila að leita skýringa á þessum breytingum og berast þær yfirleitt mjög seint ef þær þá fást á annað borð.Hlutfallið lægst hér á landiPétur ?Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuÞrátt fyrir að um 25% af árlegum útgjöldum ríkisins fari til heilbrigðismála erum við aðeins að nota um 8,9% af vergri þjóðarframleiðslu í málaflokkinn. Þetta hlutfall er lægst hér á landi í samanburði við verga þjóðarframleiðslu hinna Norðurlandaþjóðanna enda þótt það liggi fyrir að öldruðum muni fjölga hratt á næstu árum. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands mun einstaklingum, 75 ára og eldri hafa fjölgað hér á landi um 35% á tímabilinu 2012 til 2020. Hagstofan spáir því jafnframt að landsmönnum fjölgi um 33% til 2060 þegar íbúar verða orðnir 430 þúsund talsins. Framlög verður að hækka Við sem störfum í öldrunarþjónustu höfum reiknað út að þeim sem njóta öldrunarþjónustu muni fjölga um 2-3% á hverju einasta ári á næstu áratugum. Af þessu er ljóst að fjárframlög til heilbrigðismála þurfa að hækka töluvert milli ára, bara til að viðhalda sama þjónustustigi og var árið áður, því við þessa fjölgun bætast launahækkanir heilbrigðisstétta, vísitöluhækkanir og fleira. Þegar tekið hefur verið tillit til verðlags- og launaþróunar í landinu auk raunkostnaðar við veitingu þeirrar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um og veitendur þjónustunnar þurfa að standa straum af með beinum fjárframlögum, er fyrst hægt að átta sig á því hver raunþróunin er á framlögum til heilbrigðismála í landinu – hvort raunaukning hafi orðið eða lækkun. Því miður eru margar vísbendingar um raunlækkanir á síðustu árum og þeirri þróun verður að snúa við – það verður að auka fjármagn í heilbrigðisþjónustuna ef núverandi þjónustustig á að vera áfram. Auðvitað þurfum við að vera meðvituð um að ekki er sjálfgefið að aukið fjármagn bæti heilbrigðisþjónustuna. Það verður að gera þá kröfu til ríkisins, vörsluaðila skattfjár almennings, að ítarlegar og faglegar greiningar búi að baki ákvörðunum um fjárframlög til þjónustunnar. Við, sem störfum í greininni, leitum sífellt leiða til til að gera betur, bæta verkferla og þjónustu á grundvelli greininga. Heilbrigðisþjónustan er einn af hornsteinum samfélagsins og lykilþáttur í lífsgæðum landsmanna. Nú er komið að yfirvöldum og stjórnmálamönnum landsins að sýna að raunverulegur vilji sé til breytinga í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt að nýta fjármagn með eins markvissum hætti og mögulegt er, landsmönnum til heilla.Höfundar Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónstu Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar