Vel útbúnir reiðhjólaþjófar valda ótta í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2018 16:57 Íbúar í Garðabæ eru reiðir og skelkaðir eftir að reiðhjólaþjófar fóru þar um í nótt, vel útbúnir og stálu reiðhjólum og barnavagni. Mjög vel útbúnir reiðhjólaþjófar hafa skotið Garðbæingum skelk í bringu. Þeir voru á ferli í nótt og á Facebook-hópi íbúa í Garðabæ er þetta til umræðu. Einn íbúanna birti myndir af bakpoka sem hann fann snemma í morgun, greinilega eftir þjóf eða þjófa sem höfðu skilið hann eftir og flúið af vettvangi.Þjófarnir hlupu frá vel útbúnum bakpoka sínum „Hann hefur greinilega orðið fyrir truflun,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir sem fann pokann. „Hann fannst við hliðina á hjóli sonar míns. En hjóli dóttur minnar var stolið ásamt mörgum öðrum. Þeir náðu að eyðileggja lásinn á hjólinu hans en hafa greinilega verið truflaði og hlaupið á brott.“Bakpokinn er fremur óhuganlegur á að líta.Herdís segir, í samtali við Vísi, þetta ákaflega gremjulegt og ömurlegt til þess að vita að ekki sé hægt að fá að hafa hjólin í friði fyrir svona þorpurum. Hún vonast til þess að hjólin finnist og að börnin fái þau sem fyrst í hendurnar. „Það er ekkert grín að lenda í svona.“Hjólum og barnavagni stolið Aðrir sem urðu fyrir barðinu á þessum þrjótum sendu frá sér þessa tilkynningu: „Í nótt komu óprúttnir aðilar í Línakur í Garðabæ og rændu tveimur reiðhjólum. Þetta eru tvö 24" Trek barnareiðhjól. Voru læst en lásarnir klipptir. Myndir af hjólum fylgja með. Að auki var tekinn Emmaljunga barnavagn, svartur að lit og er Deluxe útgáfan, sem sagt stærri útgáfan. Endilega hafið opin augun fyrir okkur.“Í bakpokanum voru ýmis verkfæri sem koma sér vel þegar menn eru í því að stela reiðhjólum.Skúli Jónsson stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir þetta allt koma heim og saman. Lögreglan er komin með bakpokann í sínar hendur og hefur þjófnaðurinn verið kærður. Hann segir að það sé ekki faraldur í gangi.Íbúar berskjaldaðir gagnvart svona þrjótum „En, þetta lítur ekkert vel út miðað við hvað gerðist þarna í nótt og fundurinn á þessum verkfærum þannig að fólk þarf að vera á varðbergi með þetta. Þegar menn eru svona útbúnir eru fólk orðið býsna berskjaldað gagnvart þrjótunum,“ segir Skúli og bendir fólki á að huga vel að hjólum sínum, sem séu dýr. Og þegar menn sem eru svona útbúnir virðist fátt annað duga en geyma hjólin innan dyra. Hann segir jafnframt að erfitt geti reynst að finna kóna sem þessa. En, þetta hefur allt verið bókað og lögreglumenn í eftirliti hafi augun hjá sér. „Lögreglumenn hér hafa þetta hjá sér við eftirlitið. Við höfum afskipti af mönnum sem eru að þvælast um miðja nótt með einhverja bakpoka, það gefur augaleið. Þó það sé ekki meira. En, jú, að sjálfsögðu er þetta erfitt. Að finna svona þrjóta.“ Skúli ítrekar að ekki sé um faraldur að ræða en árið 2016 var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað í 62 skipti í hans umdæmi, 55 árið 20017 og það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um fimm. Lögreglumál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Mjög vel útbúnir reiðhjólaþjófar hafa skotið Garðbæingum skelk í bringu. Þeir voru á ferli í nótt og á Facebook-hópi íbúa í Garðabæ er þetta til umræðu. Einn íbúanna birti myndir af bakpoka sem hann fann snemma í morgun, greinilega eftir þjóf eða þjófa sem höfðu skilið hann eftir og flúið af vettvangi.Þjófarnir hlupu frá vel útbúnum bakpoka sínum „Hann hefur greinilega orðið fyrir truflun,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir sem fann pokann. „Hann fannst við hliðina á hjóli sonar míns. En hjóli dóttur minnar var stolið ásamt mörgum öðrum. Þeir náðu að eyðileggja lásinn á hjólinu hans en hafa greinilega verið truflaði og hlaupið á brott.“Bakpokinn er fremur óhuganlegur á að líta.Herdís segir, í samtali við Vísi, þetta ákaflega gremjulegt og ömurlegt til þess að vita að ekki sé hægt að fá að hafa hjólin í friði fyrir svona þorpurum. Hún vonast til þess að hjólin finnist og að börnin fái þau sem fyrst í hendurnar. „Það er ekkert grín að lenda í svona.“Hjólum og barnavagni stolið Aðrir sem urðu fyrir barðinu á þessum þrjótum sendu frá sér þessa tilkynningu: „Í nótt komu óprúttnir aðilar í Línakur í Garðabæ og rændu tveimur reiðhjólum. Þetta eru tvö 24" Trek barnareiðhjól. Voru læst en lásarnir klipptir. Myndir af hjólum fylgja með. Að auki var tekinn Emmaljunga barnavagn, svartur að lit og er Deluxe útgáfan, sem sagt stærri útgáfan. Endilega hafið opin augun fyrir okkur.“Í bakpokanum voru ýmis verkfæri sem koma sér vel þegar menn eru í því að stela reiðhjólum.Skúli Jónsson stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir þetta allt koma heim og saman. Lögreglan er komin með bakpokann í sínar hendur og hefur þjófnaðurinn verið kærður. Hann segir að það sé ekki faraldur í gangi.Íbúar berskjaldaðir gagnvart svona þrjótum „En, þetta lítur ekkert vel út miðað við hvað gerðist þarna í nótt og fundurinn á þessum verkfærum þannig að fólk þarf að vera á varðbergi með þetta. Þegar menn eru svona útbúnir eru fólk orðið býsna berskjaldað gagnvart þrjótunum,“ segir Skúli og bendir fólki á að huga vel að hjólum sínum, sem séu dýr. Og þegar menn sem eru svona útbúnir virðist fátt annað duga en geyma hjólin innan dyra. Hann segir jafnframt að erfitt geti reynst að finna kóna sem þessa. En, þetta hefur allt verið bókað og lögreglumenn í eftirliti hafi augun hjá sér. „Lögreglumenn hér hafa þetta hjá sér við eftirlitið. Við höfum afskipti af mönnum sem eru að þvælast um miðja nótt með einhverja bakpoka, það gefur augaleið. Þó það sé ekki meira. En, jú, að sjálfsögðu er þetta erfitt. Að finna svona þrjóta.“ Skúli ítrekar að ekki sé um faraldur að ræða en árið 2016 var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað í 62 skipti í hans umdæmi, 55 árið 20017 og það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um fimm.
Lögreglumál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira