Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2018 10:27 Mikil reiði hefur brotist út á Facebookvegg Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fordæmd fortakslaust. Valdimar Ármann er forstjóri Gamma. Leiga á íbúðum í eigu Gamma hefur hækkað um 50 til 70 prósent á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu. Þar greinir hann frá athugun sem fram hefur farið á vegum stéttarfélagsins. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdakerfum á Facebooksíðu Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fortakslaust fordæmd. „Eftir að hafa farið yfir hluta þeirra gagna sem okkur hefur borist undanfarna daga liggur fyrir að Almenna leigufélagið sem er í eigu sjóða Gamma, til að fela raunverulegt eignarhald er virðist, sker sig nokkuð úr hvað varðar málafjölda. Dæmin eru svo sláandi. Þar voru einstaklingar og fjölskyldur að fá bréf um hvort þeir ætli að endurnýja 12 mánaða samning til næstu 12 mánaða með tugþúsunda hækkun á leigu.“Gríðarlegar hækkanir á leigumarkaði Ragnar Þór segir að um sé að ræða 50 til 70 prósenta hækkanir á rúmum tveimur árum.Mörg tilfelli eru af einstaklingum og tekjulágum fjölskyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráðstöfunartekjum til að brauðfæða sig og sína og eru margir skiljanlega í áfalli og standa ráðþrota gagnvart þessu. Valkosturinn er að taka þessu eða enda á götunni. Formaður VR segir að þau hjá stéttarfélaginu séu einnig með dæmi um að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félagsins og að það sé rukkað um rúmlega 120 þúsund krónur í flutningsgjald.Leigjendur margir hverjir, skjólstæðingar VR, eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelmOg í flestum tilfellum sé það krafið um hærri tryggingar í nýjum samningum. „Einnig er reynt að lauma inn í samninga að leigjandi greiði 95.000 kr. fyrir málningarvinnu eða skili af sér nýmáluðu ef leigusamningi er sagt upp.“Sláandi fagurgali að mati formannsins Ragnar Þór birtir þá póst frá Almenna leigufélaginu sem hann segir staðlaðan, og sjá má hér að neðan. „Sæll XXXXX, Nú líður að lokum leigusamnings og því langar mig til þess að kanna hvort þú hafðir hugsað þér að endurnýja leigusamninginn. Við getum boðið þér samning til allt að eins árs á kr. xxx.xxx.- á mánuði. Endilega láttu mig vita sem fyrst hvað þú vilt gera.“ Að sögn Ragnars Þórs hækkar leigan í öllum tilfellum um tugi þúsunda eins og hún hafði gert 12 mánuðum fyrr. Formaðurinn vísar til heimasíðu Almenna leigufélagsins þar sem segir meðal annars að félagið vilji vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapist ávinningur fyrir alla; samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Þar segir einnig að lagt sé upp úr því að á milli leigufélags og leigjenda ríki traust og að þeir búi við öryggi á húsnæðismarkaði. „Þvílík og önnur eins öfugmæli!“ segir formaðurinn við þeim innistæðulausa fagurgala, að hann telur, hneykslaður. Húsnæðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Leiga á íbúðum í eigu Gamma hefur hækkað um 50 til 70 prósent á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu. Þar greinir hann frá athugun sem fram hefur farið á vegum stéttarfélagsins. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdakerfum á Facebooksíðu Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fortakslaust fordæmd. „Eftir að hafa farið yfir hluta þeirra gagna sem okkur hefur borist undanfarna daga liggur fyrir að Almenna leigufélagið sem er í eigu sjóða Gamma, til að fela raunverulegt eignarhald er virðist, sker sig nokkuð úr hvað varðar málafjölda. Dæmin eru svo sláandi. Þar voru einstaklingar og fjölskyldur að fá bréf um hvort þeir ætli að endurnýja 12 mánaða samning til næstu 12 mánaða með tugþúsunda hækkun á leigu.“Gríðarlegar hækkanir á leigumarkaði Ragnar Þór segir að um sé að ræða 50 til 70 prósenta hækkanir á rúmum tveimur árum.Mörg tilfelli eru af einstaklingum og tekjulágum fjölskyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráðstöfunartekjum til að brauðfæða sig og sína og eru margir skiljanlega í áfalli og standa ráðþrota gagnvart þessu. Valkosturinn er að taka þessu eða enda á götunni. Formaður VR segir að þau hjá stéttarfélaginu séu einnig með dæmi um að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félagsins og að það sé rukkað um rúmlega 120 þúsund krónur í flutningsgjald.Leigjendur margir hverjir, skjólstæðingar VR, eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelmOg í flestum tilfellum sé það krafið um hærri tryggingar í nýjum samningum. „Einnig er reynt að lauma inn í samninga að leigjandi greiði 95.000 kr. fyrir málningarvinnu eða skili af sér nýmáluðu ef leigusamningi er sagt upp.“Sláandi fagurgali að mati formannsins Ragnar Þór birtir þá póst frá Almenna leigufélaginu sem hann segir staðlaðan, og sjá má hér að neðan. „Sæll XXXXX, Nú líður að lokum leigusamnings og því langar mig til þess að kanna hvort þú hafðir hugsað þér að endurnýja leigusamninginn. Við getum boðið þér samning til allt að eins árs á kr. xxx.xxx.- á mánuði. Endilega láttu mig vita sem fyrst hvað þú vilt gera.“ Að sögn Ragnars Þórs hækkar leigan í öllum tilfellum um tugi þúsunda eins og hún hafði gert 12 mánuðum fyrr. Formaðurinn vísar til heimasíðu Almenna leigufélagsins þar sem segir meðal annars að félagið vilji vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapist ávinningur fyrir alla; samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Þar segir einnig að lagt sé upp úr því að á milli leigufélags og leigjenda ríki traust og að þeir búi við öryggi á húsnæðismarkaði. „Þvílík og önnur eins öfugmæli!“ segir formaðurinn við þeim innistæðulausa fagurgala, að hann telur, hneykslaður.
Húsnæðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira