Það var óhugnalegt atvik á Stjörnuvellinum í dag er Ævar Ingi Jóhanneson, leikmaður Stjörnunnar, missti andann eftir þungt höfuðhögg.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði við Vísi eftir leik að líkur eru á því að Ævar Ingi hafi gleypt tunguna en hann gat þó ekki staðfest það. Ævar var fluttur upp á sjúkrahús og er sagður vera á batavegi.
„Þetta var samstuð og hann fékk slæmt höfuðhögg. Vonandi verður í lagi með hann,“ sagði Rúnar Páll. „Mér skilst að hann hafi gleypt tunguna en ég þori ekki að fara með það sjálfur.“
Sjúkraþjálfarar beggja liða veittu honum aðhlynningu en þeir voru strax kallaðir til. „Þetta var ekki skemmtilegt að sjá. Nú er hann kominn upp á sjúkrahús og eins og staðan er núna veit ég ekki hver staðan er á honum.“
Ævar Ingi fluttur á sjúkrahús

Tengdar fréttir

Leik lokið: Stjarnan - Fylkir 2-1 │Naumur sigur Stjörnumanna gegn tíu Fylkismönnum
Þrjú mörk og rautt spjald í fjörugum bikarleik í Garðabæ þar sem Stjarnan mátti hafa mikið fyrir 2-1 sigri á Fylki.