Þegar brestur og brotnar - verður úr að bæta Edith Alvarsdóttir skrifar 1. maí 2018 15:45 Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í leikskólum, þar sem margt er í molum. Ástandið í leikskólum borgarinnar hefur vart farið fram hjá neinum. Illa viðhaldin hús þar sem mygla fær að grassera, með tilheyrandi óþægindum, jafnvel veikinum fyrir börn og starfsfólk. Manneklan hefur valdið því að foreldrar hafa þurft að vera frá vinnu eða námi, eða mæta með börn sín til vinnu. Eitt af kosningaloforðum VG var gjaldfrjáls leikskóli. Það var efnt með þeim hætti að afsláttur var veittur sem nam 800 kr. á hvert barn. Fyrir þetta gátu foreldrarnir keypt hálfan bleyjupakka. Á sama tíma hækkaði meirihlutinn fæðugjald fyrir börnin sem nam meira en lækkunin, sem leiddi til raun hækkunar. Í ágúst 2016 sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar varðandi það að 16 og 17 mánaða gömul börn komist í leikskóla. „..... okkar verkefni er að finna fjármagnið til að geta boðið þjónustuna,“ og hélt áfram „Við þurfum áfram að borga starfsfólkinu laun og það er þar sem verkefnið liggur, að fjármagna þjónustuna við þau börn sem koma ný inn á leikskólana.“ Nú ætlar Dagur B. að fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu og bjóða börnum 12 til 18 mánaða pláss. Hvernig hann ætlar að framkvæma það er óljóst þegar ekki hefur verið hægt að manna leikskólana sem fyrir eru eða bæta úr húsakosti og fjarlægja myglu. Börnin búa að fyrstu gerð, það verður að vanda til verka, þau eru framtíðin. Það þarf að búa þannig um að hverju og einu þeirra sé mætt á þann hátt sem hentar best. Það hentar ekki öllum börnum að vera á leikskóla. Heilbrigðisstarfsfólk hefur t.d. bent á að ónæmiskerfi ungbarna sé ekki nógu þroskað fyrir veru í svo stórum hópum. Þess vegna m.a. þarf að gera foreldrum kleift að leita annarra leiða, eins og því að vera heima með börn sín þar til foreldrarnir telja börnin vera tilbúin. Greiða foreldrunum það fjármagn sem færi að öðrum kosti í leikskólaplássið fyrir barnið. Börnin eru okkar dýrmætasta eign, þau eru framtíðin sem koma til með að taka við samfélaginu þegar fram í sækir. Það þykir þvi undrun sæta hversu illa er hugað að því að hlúa að þeim, styrkja hvert og eitt þeirra á þann hátt sem hentar best.Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í leikskólum, þar sem margt er í molum. Ástandið í leikskólum borgarinnar hefur vart farið fram hjá neinum. Illa viðhaldin hús þar sem mygla fær að grassera, með tilheyrandi óþægindum, jafnvel veikinum fyrir börn og starfsfólk. Manneklan hefur valdið því að foreldrar hafa þurft að vera frá vinnu eða námi, eða mæta með börn sín til vinnu. Eitt af kosningaloforðum VG var gjaldfrjáls leikskóli. Það var efnt með þeim hætti að afsláttur var veittur sem nam 800 kr. á hvert barn. Fyrir þetta gátu foreldrarnir keypt hálfan bleyjupakka. Á sama tíma hækkaði meirihlutinn fæðugjald fyrir börnin sem nam meira en lækkunin, sem leiddi til raun hækkunar. Í ágúst 2016 sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar varðandi það að 16 og 17 mánaða gömul börn komist í leikskóla. „..... okkar verkefni er að finna fjármagnið til að geta boðið þjónustuna,“ og hélt áfram „Við þurfum áfram að borga starfsfólkinu laun og það er þar sem verkefnið liggur, að fjármagna þjónustuna við þau börn sem koma ný inn á leikskólana.“ Nú ætlar Dagur B. að fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu og bjóða börnum 12 til 18 mánaða pláss. Hvernig hann ætlar að framkvæma það er óljóst þegar ekki hefur verið hægt að manna leikskólana sem fyrir eru eða bæta úr húsakosti og fjarlægja myglu. Börnin búa að fyrstu gerð, það verður að vanda til verka, þau eru framtíðin. Það þarf að búa þannig um að hverju og einu þeirra sé mætt á þann hátt sem hentar best. Það hentar ekki öllum börnum að vera á leikskóla. Heilbrigðisstarfsfólk hefur t.d. bent á að ónæmiskerfi ungbarna sé ekki nógu þroskað fyrir veru í svo stórum hópum. Þess vegna m.a. þarf að gera foreldrum kleift að leita annarra leiða, eins og því að vera heima með börn sín þar til foreldrarnir telja börnin vera tilbúin. Greiða foreldrunum það fjármagn sem færi að öðrum kosti í leikskólaplássið fyrir barnið. Börnin eru okkar dýrmætasta eign, þau eru framtíðin sem koma til með að taka við samfélaginu þegar fram í sækir. Það þykir þvi undrun sæta hversu illa er hugað að því að hlúa að þeim, styrkja hvert og eitt þeirra á þann hátt sem hentar best.Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar