Svefnskortur er heilsuspillandi Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 1. maí 2018 09:00 Samkvæmt Matthew Walker hefur svefnskortur slæm áhrif á heilsuna og getur stytt lífið. Vísir/Getty Skortur á svefni getur beinlínis verið banvænn, samkvæmt taugavísindamanninum og sálfræðingnum Matthew Walker, sem sinnir svefnrannsóknum við Kaliforníuháskólann í Berkeley. Hann gaf út sína fyrstu bók, „Why We Sleep“, í október síðastliðnum. NBA- og NFL-leikmenn, starfsmenn Pixar og margir fleiri hafa fengið svefnráðgjöf frá Walker og í bók sinni er Walker ekkert að skafa utan af því og segir einfaldlega að því styttra sem fólk sefur, þeim mun styttra verði líf þeirra. Það er áætlað að tveir af hverjum þremur fullorðnum einstaklingum fái ekki nægan svefn. Bæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Walker mæla með því að fólk miði við að sofa um átta tíma á hverri nóttu. Sjálfur heldur hann sig við átta klukkustunda svefnglugga, sem þýðir að hann er í rúminu í að minnsta kosti átta tíma á hverri nóttu, þó hluti af þeim tíma fari í að sofna og vakna. Hann segir að þetta haldi honum virkum og andlega og líkamlega heilbrigðum. Walker færir rök fyrir því að það geti skaðað heilsuna alvarlega og til lengri tíma að sofa bara sex eða sjö tíma á hverri nóttu og það geti jafnvel í sumum tilvikum verið banvænt.Svefnskortur veikir kerfið Þegar maður hefur ekki sofið nóg er erfiðara fyrir líkamann að verjast veikindum, hvort sem það er kvef eða krabbamein. Svefnskortur minnkar birgðir líkamans af hvítum blóðfrumum sem eyða æxlis- og vírusfrumum og bara ein nótt af 4-5 klukkustunda svefni getur minnkað þessar birgðir um u.þ.b. 70%. Skortur á svefni gerir líkamann veikari fyrir krabbameini og hefur verið tengdur við ýmsar gerðir þess. Óreglulegur svefn bælir líka framleiðslu hormónsins melatóníns, sem getur líka aukið hættu á krabbameini og þess vegna flokkar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin næturvinnu sem „líklegan krabbameinsvald“.Það er ýmislegt í kerfi líkamans sem líður fyrir skort á svefni. NORDICPHOTOS/GETTYSkortur á svefni gæti líka aukið hættuna á ýmsum krónískum veikindum. Ónógur svefn hefur verið tengdur við aukna hættu á alzheimer, offitu, heilablóðfalli og sykursýki, þó orsakasambandið sé ekki þekkt. Skortur á svefni breytir því hvernig insúlín virkar í líkamanum og hversu hratt frumur líkamans drekka í sig sykur. Ef maður sefur um það bil 4-5 tíma á nóttu í eina viku gæti þessi breyting leitt til þess að blóðsykurinn hækki svo mikið að læknir gæti greint mann með byrjunarstig sykursýki, segir Walker. Þessi hækkun á blóðsykri gæti þá þegar verið byrjuð að skaða hjarta, æðar og nýru. Rannsóknir í Japan hafa líka leitt í ljós að menn sem sofa minna en sex tíma á nóttu eru 400-500% líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem hvílast vel. Walker segir að skertur svefn minnki líka viðbragðshraða, sem gæti útskýrt örlitla fjölgun á bílslysum sem verður í Bandaríkjunum þegar skipt er frá vetrartíma yfir í sumartíma á vorin. Hjartaáföllum fjölgar reyndar líka töluvert í kringum tímabreytingarnar, því margir missa af svefni og sá svefnskortur eykur álag á hjartað. Ekki reyna að vera ofurmenni Walker segir að það sé vissulega til fólk sem er þannig byggt að það þoli minni svefn og þurfi ekki meira en sex tíma svefn. En þessir einstaklingar eru svo fáir að þeir eru bara brot af einu prósenti af öllu fólki. Það er því ekki skynsamlegt að forgangsraða öllu öðru á undan svefni. Vissulega kostar hann mikinn tíma, en það er hætta á að slæm heilsa kosti mun meiri tíma og stytti jafnvel lífið um einhver ár. Walker segir einfaldlega að ef þú sefur ekki nóg deyir þú fyrr og að gæði lífsins sem þú ert að stytta minnki umtalsvert. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Skortur á svefni getur beinlínis verið banvænn, samkvæmt taugavísindamanninum og sálfræðingnum Matthew Walker, sem sinnir svefnrannsóknum við Kaliforníuháskólann í Berkeley. Hann gaf út sína fyrstu bók, „Why We Sleep“, í október síðastliðnum. NBA- og NFL-leikmenn, starfsmenn Pixar og margir fleiri hafa fengið svefnráðgjöf frá Walker og í bók sinni er Walker ekkert að skafa utan af því og segir einfaldlega að því styttra sem fólk sefur, þeim mun styttra verði líf þeirra. Það er áætlað að tveir af hverjum þremur fullorðnum einstaklingum fái ekki nægan svefn. Bæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Walker mæla með því að fólk miði við að sofa um átta tíma á hverri nóttu. Sjálfur heldur hann sig við átta klukkustunda svefnglugga, sem þýðir að hann er í rúminu í að minnsta kosti átta tíma á hverri nóttu, þó hluti af þeim tíma fari í að sofna og vakna. Hann segir að þetta haldi honum virkum og andlega og líkamlega heilbrigðum. Walker færir rök fyrir því að það geti skaðað heilsuna alvarlega og til lengri tíma að sofa bara sex eða sjö tíma á hverri nóttu og það geti jafnvel í sumum tilvikum verið banvænt.Svefnskortur veikir kerfið Þegar maður hefur ekki sofið nóg er erfiðara fyrir líkamann að verjast veikindum, hvort sem það er kvef eða krabbamein. Svefnskortur minnkar birgðir líkamans af hvítum blóðfrumum sem eyða æxlis- og vírusfrumum og bara ein nótt af 4-5 klukkustunda svefni getur minnkað þessar birgðir um u.þ.b. 70%. Skortur á svefni gerir líkamann veikari fyrir krabbameini og hefur verið tengdur við ýmsar gerðir þess. Óreglulegur svefn bælir líka framleiðslu hormónsins melatóníns, sem getur líka aukið hættu á krabbameini og þess vegna flokkar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin næturvinnu sem „líklegan krabbameinsvald“.Það er ýmislegt í kerfi líkamans sem líður fyrir skort á svefni. NORDICPHOTOS/GETTYSkortur á svefni gæti líka aukið hættuna á ýmsum krónískum veikindum. Ónógur svefn hefur verið tengdur við aukna hættu á alzheimer, offitu, heilablóðfalli og sykursýki, þó orsakasambandið sé ekki þekkt. Skortur á svefni breytir því hvernig insúlín virkar í líkamanum og hversu hratt frumur líkamans drekka í sig sykur. Ef maður sefur um það bil 4-5 tíma á nóttu í eina viku gæti þessi breyting leitt til þess að blóðsykurinn hækki svo mikið að læknir gæti greint mann með byrjunarstig sykursýki, segir Walker. Þessi hækkun á blóðsykri gæti þá þegar verið byrjuð að skaða hjarta, æðar og nýru. Rannsóknir í Japan hafa líka leitt í ljós að menn sem sofa minna en sex tíma á nóttu eru 400-500% líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem hvílast vel. Walker segir að skertur svefn minnki líka viðbragðshraða, sem gæti útskýrt örlitla fjölgun á bílslysum sem verður í Bandaríkjunum þegar skipt er frá vetrartíma yfir í sumartíma á vorin. Hjartaáföllum fjölgar reyndar líka töluvert í kringum tímabreytingarnar, því margir missa af svefni og sá svefnskortur eykur álag á hjartað. Ekki reyna að vera ofurmenni Walker segir að það sé vissulega til fólk sem er þannig byggt að það þoli minni svefn og þurfi ekki meira en sex tíma svefn. En þessir einstaklingar eru svo fáir að þeir eru bara brot af einu prósenti af öllu fólki. Það er því ekki skynsamlegt að forgangsraða öllu öðru á undan svefni. Vissulega kostar hann mikinn tíma, en það er hætta á að slæm heilsa kosti mun meiri tíma og stytti jafnvel lífið um einhver ár. Walker segir einfaldlega að ef þú sefur ekki nóg deyir þú fyrr og að gæði lífsins sem þú ert að stytta minnki umtalsvert.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira