Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. maí 2018 05:30 Atlantsolía keyrir niður eldsneytisverð sitt í Kaplakrika og boðar lægsta verð landsins. Er lifandi markaður, segir fulltrúi Atlantsolíu. Vísir/Stefán „Við afnemum alla afslætti og bjóðum upp á lægsta eldsneytisverð á landinu, án nokkurra skilyrða,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu. Verðstríð gæti verið í vændum en Atlantsolía mun frá og með deginum í dag keyra niður verðið á bensíni og dísilolíu á afgreiðslustöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þá verður verðið nákvæmlega sama og það var í gær hjá Costco í Kauptúni. Bensínlítrinn fer úr 211,9 krónum, miðað við lítraverð í gærmorgun, niður í 189,9 krónur sem gerir lækkun um 22 krónur eða 10,4 prósent. Dísillítrinn fer úr 204,3 krónum í 182,9 krónur, sem gerir lækkun um 21,4 krónur eða 10,5 prósent. Rakel bendir á að ólíkt Costco þurfi ekki að framvísa meðlimakorti, allir séu velkomnir, stöðin í Kaplakrika sé opin allan sólarhringinn og hægt sé að greiða með dælulykli Atlantsolíu eða greiðslukorti. Allir muni fá sama strípaða verðið. „Þetta er bara gert af samkeppnisástæðum. Við höfum alltaf reynt að hafa það að stefnu okkar að bjóða samkeppnishæf verð og þetta er liður í því.“Costco kom með lægra eldsneytisverð inn á íslenska markaðinn í fyrra. Nú gæti verðstríð í fæðingu.vísir/ernirAðspurð hvort þetta svigrúm hafi alltaf verið til staðar og hvað hafi breyst segir Rakel í raun ekkert hafa breyst. „Við höfum alltaf reynt að vera á tánum og fylgjast með hvað er að gerast á markaðnum. Það er engum blöðum um það að fletta að það er samkeppnisaðili þarna í nágrenni við okkur, en það breytir ekki því að við teljum okkur hafa svigrúm til að bjóða öllum þetta verð, núna, á þessari stöð án meðlimagjalda eða sérstakrar skráningar. Þessi staðsetning, í Kaplakrika, er valin því hún er miðsvæðis með tilliti til stórhöfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Vonandi er þetta góð viðbót og klárlega hagsbót fyrir neytendur.“ Costco hefur tekið drjúgan skerf eldsneytismarkaðarins til sín frá opnun með lægra verði en lengi hefur sést á Íslandi. Markar þetta upphafið að verðstríði og búast forsvarsmenn Atlantsolíu við að önnur olíufélög fylgi þeirra fordæmi? „Þetta er lifandi markaður og mörgum breytum háður. Ég get ekki tjáð mig um það, en við erum spennt að sjá hvernig neytendur taka þessari nýjung okkar. Það verður að koma í ljós hvað samkeppnisaðilar okkar gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04 Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30 Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
„Við afnemum alla afslætti og bjóðum upp á lægsta eldsneytisverð á landinu, án nokkurra skilyrða,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu. Verðstríð gæti verið í vændum en Atlantsolía mun frá og með deginum í dag keyra niður verðið á bensíni og dísilolíu á afgreiðslustöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þá verður verðið nákvæmlega sama og það var í gær hjá Costco í Kauptúni. Bensínlítrinn fer úr 211,9 krónum, miðað við lítraverð í gærmorgun, niður í 189,9 krónur sem gerir lækkun um 22 krónur eða 10,4 prósent. Dísillítrinn fer úr 204,3 krónum í 182,9 krónur, sem gerir lækkun um 21,4 krónur eða 10,5 prósent. Rakel bendir á að ólíkt Costco þurfi ekki að framvísa meðlimakorti, allir séu velkomnir, stöðin í Kaplakrika sé opin allan sólarhringinn og hægt sé að greiða með dælulykli Atlantsolíu eða greiðslukorti. Allir muni fá sama strípaða verðið. „Þetta er bara gert af samkeppnisástæðum. Við höfum alltaf reynt að hafa það að stefnu okkar að bjóða samkeppnishæf verð og þetta er liður í því.“Costco kom með lægra eldsneytisverð inn á íslenska markaðinn í fyrra. Nú gæti verðstríð í fæðingu.vísir/ernirAðspurð hvort þetta svigrúm hafi alltaf verið til staðar og hvað hafi breyst segir Rakel í raun ekkert hafa breyst. „Við höfum alltaf reynt að vera á tánum og fylgjast með hvað er að gerast á markaðnum. Það er engum blöðum um það að fletta að það er samkeppnisaðili þarna í nágrenni við okkur, en það breytir ekki því að við teljum okkur hafa svigrúm til að bjóða öllum þetta verð, núna, á þessari stöð án meðlimagjalda eða sérstakrar skráningar. Þessi staðsetning, í Kaplakrika, er valin því hún er miðsvæðis með tilliti til stórhöfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Vonandi er þetta góð viðbót og klárlega hagsbót fyrir neytendur.“ Costco hefur tekið drjúgan skerf eldsneytismarkaðarins til sín frá opnun með lægra verði en lengi hefur sést á Íslandi. Markar þetta upphafið að verðstríði og búast forsvarsmenn Atlantsolíu við að önnur olíufélög fylgi þeirra fordæmi? „Þetta er lifandi markaður og mörgum breytum háður. Ég get ekki tjáð mig um það, en við erum spennt að sjá hvernig neytendur taka þessari nýjung okkar. Það verður að koma í ljós hvað samkeppnisaðilar okkar gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04 Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30 Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Hefur sparað neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða um 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi. 14. nóvember 2017 11:04
Costco-bensínið er lyfleysa Hinn meinti eldsneytissparnaður sem kaupendur Costco-bensíns greina frá á samfélagsmiðlum er tilkominn vegna annarra þátta en eldsneytisins sjálfs. 29. júní 2017 10:30
Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni. 9. janúar 2018 08:00