Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. maí 2018 06:00 Samband Írana og Ísraela hefur ekki verið gott undanfarna áratugi. Forseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hélt mikla þrumuræðu í gær um kjarnorkuáætlun Írana, sem hann segir í fullum gangi þrátt fyrir samkomulag um annað. VÍSIR/AFP Eldflaugaárásir voru gerðar á bækistöðvar sýrlenska hersins í norðurhluta Sýrlands í fyrrinótt. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásunum. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights fórust 26. Fjórir hinna látnu voru sýrlenskir en meirihlutinn var íranskur. Íranski herinn hefur haft aðsetur í umræddum bækistöðvum. Samkvæmt Syrian Observatory var eldflaugum skotið á herstöð suður af borginni Hama. Þá sagði blaðamaðurinn og aktívistinn Mohammed Rasheed að árásin hefði verið svo hörð að hús í borginni sjálfri stórsködduðust. Einnig hefur verið greint frá því að eldflaugum hafi verið skotið á Salhab-svæðið, vestur af Hama, og á Nairab-herflugvöllinn nærri Aleppo. Þúsundir íranskra hermanna og enn fleiri hermenn í hersveitum fjármögnuðum af Írönum, einna helst Hezbollah, hafa barist við hlið hermanna ríkisstjórnar Bashars al-Assad í sýrlensku borgarastyrjöldinni. Samkvæmt talsmanni þess bandalags fórust sextán, þar af ellefu Íranir, í árásinni á herstöðina suður af Hama. 200 eldflaugar sem geymdar voru í herstöðinni eyðilögðust jafnframt.Sjá einnig: Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn réðust með álíka hætti á þrjú skotmörk, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, í apríl. Þá voru Ísraelar sakaðir um að hafa skotið á herflugvöll sem Íranar hafa notað undir dróna og til loftvarna í sama mánuði. Yisrael Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í gærmorgun ekki vita af neinum árásum. Ísraelar hafa haldið sig fast við þá stefnu sína að tilkynna hvorki um né staðfesta að þeir hafi gert árásir á Sýrland. Þrátt fyrir að Katz viti ekki um neinar árásir horfa Íranar því ásökunaraugum til Ísraels. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagði í gær að óvinir ríkisins gætu ekki lengur hlaupist undan ábyrgð. „Þeir vita það vel að ef þeir ráðast á Íran munum við svara því margfalt,“ sagði Khamenei í gær en setti ummæli sín ekki í sérstakt samhengi við fyrrnefnda árás. Umfjöllun íranskra miðla um árásina var misvísandi. Tasmin-fréttastofan sagði enga íranska hermenn hafa farist og neitaði því að herstöðvar undir stjórn íranska hersins hefðu orðið fyrir árás. Aftur á móti sagði ISNA-fréttastofan að átján Íranar, þar af einn herforingi, hefðu farist. ISNA eyddi frétt sinni af veraldarvefnum stuttu síðar. Héldu íranskir embættismenn því fram sömuleiðis að enginn Írani hefði farist í árásinni. Amos Yadlin, fyrrverandi stjórnandi leyniþjónustu ísraelska hersins, sagði Írana neita að mannfall hefði orðið svo þeir þyrftu ekki að skjóta til baka. „Ef engir Íranar deyja þarftu ekki að ná fram hefndum,“ sagði Yadlin við blaðamenn í gær. Sagði hann þó að hann ætti von á því að Íranar myndu svara fyrir sig með einhverjum hætti. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Eldflaugaárásir voru gerðar á bækistöðvar sýrlenska hersins í norðurhluta Sýrlands í fyrrinótt. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásunum. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights fórust 26. Fjórir hinna látnu voru sýrlenskir en meirihlutinn var íranskur. Íranski herinn hefur haft aðsetur í umræddum bækistöðvum. Samkvæmt Syrian Observatory var eldflaugum skotið á herstöð suður af borginni Hama. Þá sagði blaðamaðurinn og aktívistinn Mohammed Rasheed að árásin hefði verið svo hörð að hús í borginni sjálfri stórsködduðust. Einnig hefur verið greint frá því að eldflaugum hafi verið skotið á Salhab-svæðið, vestur af Hama, og á Nairab-herflugvöllinn nærri Aleppo. Þúsundir íranskra hermanna og enn fleiri hermenn í hersveitum fjármögnuðum af Írönum, einna helst Hezbollah, hafa barist við hlið hermanna ríkisstjórnar Bashars al-Assad í sýrlensku borgarastyrjöldinni. Samkvæmt talsmanni þess bandalags fórust sextán, þar af ellefu Íranir, í árásinni á herstöðina suður af Hama. 200 eldflaugar sem geymdar voru í herstöðinni eyðilögðust jafnframt.Sjá einnig: Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn réðust með álíka hætti á þrjú skotmörk, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, í apríl. Þá voru Ísraelar sakaðir um að hafa skotið á herflugvöll sem Íranar hafa notað undir dróna og til loftvarna í sama mánuði. Yisrael Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í gærmorgun ekki vita af neinum árásum. Ísraelar hafa haldið sig fast við þá stefnu sína að tilkynna hvorki um né staðfesta að þeir hafi gert árásir á Sýrland. Þrátt fyrir að Katz viti ekki um neinar árásir horfa Íranar því ásökunaraugum til Ísraels. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagði í gær að óvinir ríkisins gætu ekki lengur hlaupist undan ábyrgð. „Þeir vita það vel að ef þeir ráðast á Íran munum við svara því margfalt,“ sagði Khamenei í gær en setti ummæli sín ekki í sérstakt samhengi við fyrrnefnda árás. Umfjöllun íranskra miðla um árásina var misvísandi. Tasmin-fréttastofan sagði enga íranska hermenn hafa farist og neitaði því að herstöðvar undir stjórn íranska hersins hefðu orðið fyrir árás. Aftur á móti sagði ISNA-fréttastofan að átján Íranar, þar af einn herforingi, hefðu farist. ISNA eyddi frétt sinni af veraldarvefnum stuttu síðar. Héldu íranskir embættismenn því fram sömuleiðis að enginn Írani hefði farist í árásinni. Amos Yadlin, fyrrverandi stjórnandi leyniþjónustu ísraelska hersins, sagði Írana neita að mannfall hefði orðið svo þeir þyrftu ekki að skjóta til baka. „Ef engir Íranar deyja þarftu ekki að ná fram hefndum,“ sagði Yadlin við blaðamenn í gær. Sagði hann þó að hann ætti von á því að Íranar myndu svara fyrir sig með einhverjum hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09
Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00