Árásarmaðurinn í Santa Fe leiddur fyrir dómara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. maí 2018 20:00 Árásarmaðurinn sem myrti tíu í framhaldskóla í Bandaríkjunum í gær komst yfir skotvopnin hjá föður sínum. Hann var leiddur fyrir dómara í gærkvöldi þar sem hann var ákærður. Minningarathöfn um þá sem létust var haldin í gær. Árásarmaðurinn sem réðst til atlögu í Santa Fe framhaldsskólanum í Texas í gær og myrti tíu manns og særði tíu aðra er sautján ára og nemandi við skólann. Í gærkvöldi var hann leiddur fyrir dómara eftir að yfirvöld höfðu ákært hann fyrir árásina en dómarinn neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Árásarmaðurinn heitir Dimitrios Paqurtzis og hefur árás hans í gær verið líkt við árásina sem átti sér stað í Flórída í febrúar þegar sautján nemendur og kennarar voru myrtir í Parkland framhaldsskólanum. Lögregluyfirvöld í Texas greindu frá því í gær að Paqurtzis hafi komist yfir haglabyssu og skammbyssu sem voru í eigu föður hans og voru notuð til verknaðarins en fram kom að faðirinn hafi keypt skotvopnin með lögmætum hætt. Það voru öryggisverðir í skólanum sem yfirbuguðu Paqurtzis, en við það slasaðist annar þeirra alvarlega þegar hann varð fyrir skoti. Á vettvangi árásarinnar í gær fundust einnig torkennilegir hlutir sem lögregla taldi að væru heimagerðar sprengjur sem Paqurtzis er sagður hafa gert. Minningarathöfn um þá sem létust í gær fór farm við Santa Fe framhaldsskólann í gær þar sem ríkisstjóri Texas ávarpaði nemendur, kennara og fjölskyldur þeirra. „Við verðum ekki bara hérna í dag og farin á morgun. Við verðum hérna daglega þangað til við höfum tryggt að skólayfirvöld í Santa Fe eru klár í að halda skólastarfi áfram og að það sé öruggt fyrir nemendur og kennara að snúa til baka,“ sagði Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. „Ég er í svo miklu sjokki að þetta hafi í alvörunni gerst. Maður hélt að þetta myndi aldrei gerast í skólanum sínum. Fyrir nokkrum mánuðum heyrðist í flugeldum á skólalóðinni og þá var honum lokað í varúðarskyni. Það er það sem við höfum komist næst því að standa frammi fyrir þessu. Svo eins og gefur að skilja er ég enn að reyna átta mig á þessu,“ sagði nemandi við minningarathöfnina í gær. Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Árásarmaðurinn sem myrti tíu í framhaldskóla í Bandaríkjunum í gær komst yfir skotvopnin hjá föður sínum. Hann var leiddur fyrir dómara í gærkvöldi þar sem hann var ákærður. Minningarathöfn um þá sem létust var haldin í gær. Árásarmaðurinn sem réðst til atlögu í Santa Fe framhaldsskólanum í Texas í gær og myrti tíu manns og særði tíu aðra er sautján ára og nemandi við skólann. Í gærkvöldi var hann leiddur fyrir dómara eftir að yfirvöld höfðu ákært hann fyrir árásina en dómarinn neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Árásarmaðurinn heitir Dimitrios Paqurtzis og hefur árás hans í gær verið líkt við árásina sem átti sér stað í Flórída í febrúar þegar sautján nemendur og kennarar voru myrtir í Parkland framhaldsskólanum. Lögregluyfirvöld í Texas greindu frá því í gær að Paqurtzis hafi komist yfir haglabyssu og skammbyssu sem voru í eigu föður hans og voru notuð til verknaðarins en fram kom að faðirinn hafi keypt skotvopnin með lögmætum hætt. Það voru öryggisverðir í skólanum sem yfirbuguðu Paqurtzis, en við það slasaðist annar þeirra alvarlega þegar hann varð fyrir skoti. Á vettvangi árásarinnar í gær fundust einnig torkennilegir hlutir sem lögregla taldi að væru heimagerðar sprengjur sem Paqurtzis er sagður hafa gert. Minningarathöfn um þá sem létust í gær fór farm við Santa Fe framhaldsskólann í gær þar sem ríkisstjóri Texas ávarpaði nemendur, kennara og fjölskyldur þeirra. „Við verðum ekki bara hérna í dag og farin á morgun. Við verðum hérna daglega þangað til við höfum tryggt að skólayfirvöld í Santa Fe eru klár í að halda skólastarfi áfram og að það sé öruggt fyrir nemendur og kennara að snúa til baka,“ sagði Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. „Ég er í svo miklu sjokki að þetta hafi í alvörunni gerst. Maður hélt að þetta myndi aldrei gerast í skólanum sínum. Fyrir nokkrum mánuðum heyrðist í flugeldum á skólalóðinni og þá var honum lokað í varúðarskyni. Það er það sem við höfum komist næst því að standa frammi fyrir þessu. Svo eins og gefur að skilja er ég enn að reyna átta mig á þessu,“ sagði nemandi við minningarathöfnina í gær.
Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52
Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39
Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23