Árásarmaðurinn í Santa Fe leiddur fyrir dómara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. maí 2018 20:00 Árásarmaðurinn sem myrti tíu í framhaldskóla í Bandaríkjunum í gær komst yfir skotvopnin hjá föður sínum. Hann var leiddur fyrir dómara í gærkvöldi þar sem hann var ákærður. Minningarathöfn um þá sem létust var haldin í gær. Árásarmaðurinn sem réðst til atlögu í Santa Fe framhaldsskólanum í Texas í gær og myrti tíu manns og særði tíu aðra er sautján ára og nemandi við skólann. Í gærkvöldi var hann leiddur fyrir dómara eftir að yfirvöld höfðu ákært hann fyrir árásina en dómarinn neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Árásarmaðurinn heitir Dimitrios Paqurtzis og hefur árás hans í gær verið líkt við árásina sem átti sér stað í Flórída í febrúar þegar sautján nemendur og kennarar voru myrtir í Parkland framhaldsskólanum. Lögregluyfirvöld í Texas greindu frá því í gær að Paqurtzis hafi komist yfir haglabyssu og skammbyssu sem voru í eigu föður hans og voru notuð til verknaðarins en fram kom að faðirinn hafi keypt skotvopnin með lögmætum hætt. Það voru öryggisverðir í skólanum sem yfirbuguðu Paqurtzis, en við það slasaðist annar þeirra alvarlega þegar hann varð fyrir skoti. Á vettvangi árásarinnar í gær fundust einnig torkennilegir hlutir sem lögregla taldi að væru heimagerðar sprengjur sem Paqurtzis er sagður hafa gert. Minningarathöfn um þá sem létust í gær fór farm við Santa Fe framhaldsskólann í gær þar sem ríkisstjóri Texas ávarpaði nemendur, kennara og fjölskyldur þeirra. „Við verðum ekki bara hérna í dag og farin á morgun. Við verðum hérna daglega þangað til við höfum tryggt að skólayfirvöld í Santa Fe eru klár í að halda skólastarfi áfram og að það sé öruggt fyrir nemendur og kennara að snúa til baka,“ sagði Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. „Ég er í svo miklu sjokki að þetta hafi í alvörunni gerst. Maður hélt að þetta myndi aldrei gerast í skólanum sínum. Fyrir nokkrum mánuðum heyrðist í flugeldum á skólalóðinni og þá var honum lokað í varúðarskyni. Það er það sem við höfum komist næst því að standa frammi fyrir þessu. Svo eins og gefur að skilja er ég enn að reyna átta mig á þessu,“ sagði nemandi við minningarathöfnina í gær. Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Árásarmaðurinn sem myrti tíu í framhaldskóla í Bandaríkjunum í gær komst yfir skotvopnin hjá föður sínum. Hann var leiddur fyrir dómara í gærkvöldi þar sem hann var ákærður. Minningarathöfn um þá sem létust var haldin í gær. Árásarmaðurinn sem réðst til atlögu í Santa Fe framhaldsskólanum í Texas í gær og myrti tíu manns og særði tíu aðra er sautján ára og nemandi við skólann. Í gærkvöldi var hann leiddur fyrir dómara eftir að yfirvöld höfðu ákært hann fyrir árásina en dómarinn neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Árásarmaðurinn heitir Dimitrios Paqurtzis og hefur árás hans í gær verið líkt við árásina sem átti sér stað í Flórída í febrúar þegar sautján nemendur og kennarar voru myrtir í Parkland framhaldsskólanum. Lögregluyfirvöld í Texas greindu frá því í gær að Paqurtzis hafi komist yfir haglabyssu og skammbyssu sem voru í eigu föður hans og voru notuð til verknaðarins en fram kom að faðirinn hafi keypt skotvopnin með lögmætum hætt. Það voru öryggisverðir í skólanum sem yfirbuguðu Paqurtzis, en við það slasaðist annar þeirra alvarlega þegar hann varð fyrir skoti. Á vettvangi árásarinnar í gær fundust einnig torkennilegir hlutir sem lögregla taldi að væru heimagerðar sprengjur sem Paqurtzis er sagður hafa gert. Minningarathöfn um þá sem létust í gær fór farm við Santa Fe framhaldsskólann í gær þar sem ríkisstjóri Texas ávarpaði nemendur, kennara og fjölskyldur þeirra. „Við verðum ekki bara hérna í dag og farin á morgun. Við verðum hérna daglega þangað til við höfum tryggt að skólayfirvöld í Santa Fe eru klár í að halda skólastarfi áfram og að það sé öruggt fyrir nemendur og kennara að snúa til baka,“ sagði Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. „Ég er í svo miklu sjokki að þetta hafi í alvörunni gerst. Maður hélt að þetta myndi aldrei gerast í skólanum sínum. Fyrir nokkrum mánuðum heyrðist í flugeldum á skólalóðinni og þá var honum lokað í varúðarskyni. Það er það sem við höfum komist næst því að standa frammi fyrir þessu. Svo eins og gefur að skilja er ég enn að reyna átta mig á þessu,“ sagði nemandi við minningarathöfnina í gær.
Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52
Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39
Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23