Voru vondaufir um björgun á jöklinum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2018 19:11 Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Afar slæmt veður var á jöklinum fyrripart nætur og þurftu mennirnir að grafa sig í fönn. Björgunarsveitarmenn komu með ferðamennina tvo til Hornafjarðar um klukkan eitt í dag en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að þeir fundust.Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað.Björgunarfélag Hornafjarðar.Mennirnir sendu frá sér neyðarboð um kvöldmatarleitið í gær þar sem þeir voru staddir undir Grímsfjalli. Þeir höfðu verið á fjallinu í um viku tíma og ætlað sér að ganga yfir jökulinn. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun á vefnum safetravel.is. Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað með undanfara á vélsleðum í broddi fylkingar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði að aðstæður á jöklinum hafi verið afar slæmar en ferð vélsleðamanna hafi þó sóst nokkuð vel. Þurftu þeir þó að bíða af sér veðrið í um eina og hálfa klukkustund í skála við Grímsvötn. Við leitina uppgötvaðist að stórt snjóflóð hafði fallið úr Grímsfjalli og líklegt að mennirnir hefðu lent undir því. Eftir að veður hafði lægt var farið til leitar og fundust mennirnir í um kílómetra fjarlægð frá skálanum við Grímsvötn. Þeir höfðu þá grafið sig í fönn.Mennirnir voru vondaufir um björgun á jöklinum.Björgunarfélag HornafjarðarVoruð þið báðir vissir um að ykkur yrði bjargað? „Nei! Við settum samt ferðaáætlun á www.safetravel.is. Við vissum að neyðarboðin myndu skila sér,“ sagði Alpar Katona, fjallgöngumaður. Í snjóflóðinu töpuðu þeir nær öllum búnaði sínum. Eins og gefur að skilja voru þeir afar ánægðir þegar björgunarsveitarmenn fundu þá. „Það var magnað. Við reyndum að sofa en skyndilega heyrði ég fótatak. Þá varð ég vongóður,“ sagði Zoltan Azenasi, fjallgöngumaður. Svo sáum við mennina. Frá þeirri stundu gátum við slakað á,“ sagði Alpar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag að mennirnir tveir hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem þeim voru komnir í. Þeir hafa hug á að halda ferðalagi sínu áfram en ætla bíða með að fara á jökulinn aftur. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Afar slæmt veður var á jöklinum fyrripart nætur og þurftu mennirnir að grafa sig í fönn. Björgunarsveitarmenn komu með ferðamennina tvo til Hornafjarðar um klukkan eitt í dag en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að þeir fundust.Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað.Björgunarfélag Hornafjarðar.Mennirnir sendu frá sér neyðarboð um kvöldmatarleitið í gær þar sem þeir voru staddir undir Grímsfjalli. Þeir höfðu verið á fjallinu í um viku tíma og ætlað sér að ganga yfir jökulinn. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun á vefnum safetravel.is. Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað með undanfara á vélsleðum í broddi fylkingar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði að aðstæður á jöklinum hafi verið afar slæmar en ferð vélsleðamanna hafi þó sóst nokkuð vel. Þurftu þeir þó að bíða af sér veðrið í um eina og hálfa klukkustund í skála við Grímsvötn. Við leitina uppgötvaðist að stórt snjóflóð hafði fallið úr Grímsfjalli og líklegt að mennirnir hefðu lent undir því. Eftir að veður hafði lægt var farið til leitar og fundust mennirnir í um kílómetra fjarlægð frá skálanum við Grímsvötn. Þeir höfðu þá grafið sig í fönn.Mennirnir voru vondaufir um björgun á jöklinum.Björgunarfélag HornafjarðarVoruð þið báðir vissir um að ykkur yrði bjargað? „Nei! Við settum samt ferðaáætlun á www.safetravel.is. Við vissum að neyðarboðin myndu skila sér,“ sagði Alpar Katona, fjallgöngumaður. Í snjóflóðinu töpuðu þeir nær öllum búnaði sínum. Eins og gefur að skilja voru þeir afar ánægðir þegar björgunarsveitarmenn fundu þá. „Það var magnað. Við reyndum að sofa en skyndilega heyrði ég fótatak. Þá varð ég vongóður,“ sagði Zoltan Azenasi, fjallgöngumaður. Svo sáum við mennina. Frá þeirri stundu gátum við slakað á,“ sagði Alpar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag að mennirnir tveir hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem þeim voru komnir í. Þeir hafa hug á að halda ferðalagi sínu áfram en ætla bíða með að fara á jökulinn aftur.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira