Sértæk úrræði í Brúarlandi Þorbjörg Sólbjartsdóttir skrifar 18. maí 2018 16:17 Ég kenni í því sögufræga húsi Brúarlandi, sem er útibú frá Varmárskóla í Mosfellsbæ. Húsið er ekki einungis fallegt heldur ríkir þar frábær andi sem mér hefur fundist vera forréttindi að starfa í. Ástæðan er einfaldlega sú að einingin okkar er lítil og álagið því mun minna á okkur starfsfólkinu en í mörgum stærri einingum. Ég er t.d. með 13 frábæra nemendur í umsjónarkennslu, en það eru yfirleitt um og yfir 20 nemendur í hverjum bekk. Núna undir árslok mun einingin okkar flytja í nýjan og glæsilegan skóla í Helgafellslandinu. Skólinn mun stækka, það mun fjölga í hópnum, bæði nemendum og starfsfólki og álag mun aukast. Eftir stendur þessi frábæra bygging með mikla möguleika til að þjónusta skólakerfið í Mosfellsbæ. Við í Framsókn viljum árið 2019 nýta húsnæðið Brúarland fyrir nemendur með alvarlegan hegðunar-, tilfinnninga-félags- og aðlögunarvanda svipað því sem kennarar Hlíðarskóla á Akureyri eru að gera. Við teljum að þetta úrræði geti skapað jákvæða brú á milli skóla og heimilis og létt álagið innan skólanna .Skólinn yrði hugsaður sem tímabundið úrræði, sem tæki við þegar allt hefði verið reynt til þrautar til að mæta þörfum nemendans í sínum heimaskóla. Þar myndi þverfaglegt teymi starfa með það að markmiði að hjálpa nemandanum að vinna úr sínum vanda. Þar myndu heimilið, heimaskóli og skólinn í Brúarlandi vinna saman að því að aðlaga barnið sem fyrst aftur inn í sinn bekk í samstarfi við umsjónarkennara barnsins. Úrræðið myndi nýtast öllum skólum Mosfellsbæjar. Sérúrræði í Brúarlandi mun því koma til með að létta álagið á skólunum, starfsfólki og börnum. Þar sem nánast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda. Mikilvægt er að huga að öllu starfsumhverfi starfsmanna og barna í skólum og minnka álag og áreiti. Hugmyndafræðin „skóli án aðgreiningar“ er flott á blaði en hefur ekki verið fylgt inn í skólakerfið með því fjármagni og sérþekkingu sem þarf til og því þarf að finna ráð sem virka. Við í Framsóknarflokknum teljum að lausnin í Brúarlandi sé svarið við því.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég kenni í því sögufræga húsi Brúarlandi, sem er útibú frá Varmárskóla í Mosfellsbæ. Húsið er ekki einungis fallegt heldur ríkir þar frábær andi sem mér hefur fundist vera forréttindi að starfa í. Ástæðan er einfaldlega sú að einingin okkar er lítil og álagið því mun minna á okkur starfsfólkinu en í mörgum stærri einingum. Ég er t.d. með 13 frábæra nemendur í umsjónarkennslu, en það eru yfirleitt um og yfir 20 nemendur í hverjum bekk. Núna undir árslok mun einingin okkar flytja í nýjan og glæsilegan skóla í Helgafellslandinu. Skólinn mun stækka, það mun fjölga í hópnum, bæði nemendum og starfsfólki og álag mun aukast. Eftir stendur þessi frábæra bygging með mikla möguleika til að þjónusta skólakerfið í Mosfellsbæ. Við í Framsókn viljum árið 2019 nýta húsnæðið Brúarland fyrir nemendur með alvarlegan hegðunar-, tilfinnninga-félags- og aðlögunarvanda svipað því sem kennarar Hlíðarskóla á Akureyri eru að gera. Við teljum að þetta úrræði geti skapað jákvæða brú á milli skóla og heimilis og létt álagið innan skólanna .Skólinn yrði hugsaður sem tímabundið úrræði, sem tæki við þegar allt hefði verið reynt til þrautar til að mæta þörfum nemendans í sínum heimaskóla. Þar myndi þverfaglegt teymi starfa með það að markmiði að hjálpa nemandanum að vinna úr sínum vanda. Þar myndu heimilið, heimaskóli og skólinn í Brúarlandi vinna saman að því að aðlaga barnið sem fyrst aftur inn í sinn bekk í samstarfi við umsjónarkennara barnsins. Úrræðið myndi nýtast öllum skólum Mosfellsbæjar. Sérúrræði í Brúarlandi mun því koma til með að létta álagið á skólunum, starfsfólki og börnum. Þar sem nánast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda. Mikilvægt er að huga að öllu starfsumhverfi starfsmanna og barna í skólum og minnka álag og áreiti. Hugmyndafræðin „skóli án aðgreiningar“ er flott á blaði en hefur ekki verið fylgt inn í skólakerfið með því fjármagni og sérþekkingu sem þarf til og því þarf að finna ráð sem virka. Við í Framsóknarflokknum teljum að lausnin í Brúarlandi sé svarið við því.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar