Tíu mánaða fangelsi en sýknaður af tilraun til manndráps í Holtunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 13:48 Maðurinn var í gæsluvarðhaldi frá 3. desember þar til á þriðjudagn ef frá er talið 5.-8. desember. Vísir/Sigurjón 22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var sýknaður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í sambandi sem hann var sömuleiðis ákærður fyrir. Dómur var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn og konan hafi hisst á bar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 3. desember og ákveðið að fara saman að heimili mannsins. Frásögn þeirra um hvað gerðist í framhaldinu er um margt ólík. Konan kveður manninn hafa reynt að drepa sig með kyrkingartaki en hún hafi misst meðvitund. Maðurinn þvertekur fyrir það. Vitni voru að því þegar konan kom skólaus út af heimili mannsins, grét og sagði manninn hafa reynt að drepa sig. Var lögregla þá kölluð til og konan flutt á slysadeild. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið nánast óslitið síðan.Ósannað að konan missti meðvitund Læknisfræðileg gögn studdu ekki vitnisburð konunnar nægilega til að sanna þætti að hún hefði misst meðvitund af völdum mannsins. Gegn neitun mannsins taldist ósannað að að hún hefði misst meðvitund og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæru. Áverkar konunnar voru greindir af réttarmeinafræðingi. Hann sagði ekkert benda til þess að áverkarnir hefðu verið lífshættulegir en þó í fullu samræmi við lýsingu hennar á hálstakinu sem hún kvaðst hafa verið tekin. Yfirlæknir á Landspítalanum tók undir með réttarmeinafræðingnum að atvikið hefði ekki verið nærri því að valda dauða. Konan var með tvær brotnar framtennur og þrútinn tungubrodd sem tannlæknir staðfesti. Voru áverkarnir í samræmi við lýsingu konunnar. Gegn neitun ákærða var hann dæmdur fyrir líkamsárás fyrir utan að hann var sýknaður af að hafa valdið konunni meðvitundarmissi. Ekkert bendi til tilraunar til manndráps Dómurinn sagði að þótt merkja mætti af vitnisburði að konan hefði verið hrædd og upplifað sig í lífshættu þá sönnuðu læknisfræðileg gögn ekki að hún hefði verið í lífshættu. Ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að vakað hafi fyrir manninum að drepa hana. Var hann því sýknaður af tilraun til manndráps. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur en farið hafði verið fram á 5 milljónir króna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í á sjötta mánuð, meira en helming dómsins. Fór ákæruvaldið fram á gæsluvarðhald og svo farbann yfir manninum en dómarinn synjaði beiðninni. Hann er því laus svo framarlega sem hann brýtur ekki frekar af sér. Maðurinn hefur verið sakaður um að framvísa ólöglegum skilríkjum en það mál var ekki til meðferðar í héraðsdómi. Lögreglumál Tengdar fréttir Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var sýknaður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í sambandi sem hann var sömuleiðis ákærður fyrir. Dómur var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn og konan hafi hisst á bar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 3. desember og ákveðið að fara saman að heimili mannsins. Frásögn þeirra um hvað gerðist í framhaldinu er um margt ólík. Konan kveður manninn hafa reynt að drepa sig með kyrkingartaki en hún hafi misst meðvitund. Maðurinn þvertekur fyrir það. Vitni voru að því þegar konan kom skólaus út af heimili mannsins, grét og sagði manninn hafa reynt að drepa sig. Var lögregla þá kölluð til og konan flutt á slysadeild. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið nánast óslitið síðan.Ósannað að konan missti meðvitund Læknisfræðileg gögn studdu ekki vitnisburð konunnar nægilega til að sanna þætti að hún hefði misst meðvitund af völdum mannsins. Gegn neitun mannsins taldist ósannað að að hún hefði misst meðvitund og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæru. Áverkar konunnar voru greindir af réttarmeinafræðingi. Hann sagði ekkert benda til þess að áverkarnir hefðu verið lífshættulegir en þó í fullu samræmi við lýsingu hennar á hálstakinu sem hún kvaðst hafa verið tekin. Yfirlæknir á Landspítalanum tók undir með réttarmeinafræðingnum að atvikið hefði ekki verið nærri því að valda dauða. Konan var með tvær brotnar framtennur og þrútinn tungubrodd sem tannlæknir staðfesti. Voru áverkarnir í samræmi við lýsingu konunnar. Gegn neitun ákærða var hann dæmdur fyrir líkamsárás fyrir utan að hann var sýknaður af að hafa valdið konunni meðvitundarmissi. Ekkert bendi til tilraunar til manndráps Dómurinn sagði að þótt merkja mætti af vitnisburði að konan hefði verið hrædd og upplifað sig í lífshættu þá sönnuðu læknisfræðileg gögn ekki að hún hefði verið í lífshættu. Ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að vakað hafi fyrir manninum að drepa hana. Var hann því sýknaður af tilraun til manndráps. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur en farið hafði verið fram á 5 milljónir króna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í á sjötta mánuð, meira en helming dómsins. Fór ákæruvaldið fram á gæsluvarðhald og svo farbann yfir manninum en dómarinn synjaði beiðninni. Hann er því laus svo framarlega sem hann brýtur ekki frekar af sér. Maðurinn hefur verið sakaður um að framvísa ólöglegum skilríkjum en það mál var ekki til meðferðar í héraðsdómi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45
Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20
Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45
Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42