Trump reynir að lægja öldurnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, hafði áður lagt til að að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Gaddafi samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Hótuðu þeir því meðal annars að hætta við fyrirhugaðan leiðtogafund Kim og Trumps sem fram á að fara þann 12. júní í Singapúr. Kim Kye-gwan, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, var harðorður í garð Boltons á miðvikudag. „Við felum ekki þá staðreynd að okkur býður við honum,“ sagði Kim. „Líbýuaðferðin er ekki eitthvað sem við höfum verið að horfa til þegar kemur að Norður-Kóreu,“ sagði Trump og bætti því við að fyrirhugað samkomulag við einræðisríkið myndi fela í sér áframhaldandi valdatíð Kim og stóraukin efnahagstækifæri Norður-Kóreu. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un. Viðræðum, sem fram áttu að fara í gær, var frestað og sagði Norður-Kóreustjórn að ekki stæði til að hefja þær að nýju fyrr en vandamálið væri leyst. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, hafði áður lagt til að að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Gaddafi samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Hótuðu þeir því meðal annars að hætta við fyrirhugaðan leiðtogafund Kim og Trumps sem fram á að fara þann 12. júní í Singapúr. Kim Kye-gwan, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, var harðorður í garð Boltons á miðvikudag. „Við felum ekki þá staðreynd að okkur býður við honum,“ sagði Kim. „Líbýuaðferðin er ekki eitthvað sem við höfum verið að horfa til þegar kemur að Norður-Kóreu,“ sagði Trump og bætti því við að fyrirhugað samkomulag við einræðisríkið myndi fela í sér áframhaldandi valdatíð Kim og stóraukin efnahagstækifæri Norður-Kóreu. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un. Viðræðum, sem fram áttu að fara í gær, var frestað og sagði Norður-Kóreustjórn að ekki stæði til að hefja þær að nýju fyrr en vandamálið væri leyst.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00