Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. maí 2018 07:00 Utankjörfundar atkvæðagreiðsla vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 26. mái næstkomandi hófst í Smáralind á föstudag í síðustu viku. Þar verður hægt að greiða atkvæði allt fram á kjördag. Vísir/ernir Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykjavík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðanakannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Píratar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann.Grétar Þór EyþórssonVísir/ernirMiðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameiginlegu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Pírötum. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðanakannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkunum næðu manni inn,“ segir Grétar. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykjavík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðanakannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Píratar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann.Grétar Þór EyþórssonVísir/ernirMiðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameiginlegu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Pírötum. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðanakannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkunum næðu manni inn,“ segir Grétar. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30
Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa fylgi í borginni. 9. maí 2018 10:00