Myndavélarnar verða staðsettar í miðbæ Vestmannaeyja og á Básaskersbryggju þar sem Herjólfur leggur að. Rafverktakinn Geisli mun sjá um uppsetningu á vélunum í samstarfi við lögreglu. Um löggæslumyndavélar er að ræða og verður allt myndefni vistað af lögreglu og einungis notað vegna lögreglumála.
Að mati lögreglunnar verður öryggi íbúa Vestmannaeyja og gesta þeirra enn betra með löggæslumyndavélum bæði með tilliti til forvarna og uppljóstrun brota.