Rannsókn á plastmengun í maga fýla á Íslandi er hafin Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 17. maí 2018 06:00 Fýlar afla sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar og gleypa því oft plast. Vísir/ernir Umhverfisstofnun hefur samið við Náttúrustofu Norðausturlands um að hefja rannsókn á plasti í maga fýla á Íslandi en markmiðið er að meta plastmengunina í sjónum og fylgjast þannig með þróun mengunarinnar. Aðgerðin er hluti af staðlaðri vöktun á plastmengun innan OSPAR sem er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að. „Við fengum aukið fjármagn fyrir rannsóknir tengdar plastmengun. Rannsóknir í nafni OSPAR á plasti í mögum fýla í Norðursjó hafa verið stundaðar í lengri tíma. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun. Rannsóknir hafa sýnt að fýlar gleypa mikið af plasti og eru þeir því kjörið rannsóknarefni til þess að fylgjast með og vakta plastmengun í sjó. Fýlar eru sagðir eiga það til að gleypa hvers kyns rusl sem maðurinn skilur eftir sig.VísirÞeir afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þá eiga þeir erfitt með að kafa og næla sér því í það sem er næst yfirborði sjávar, sem iðulega eru plastagnir sem líkjast fæðu. Rannsóknirnar eru þegar hafnar en Þorkell Lindberg, forstöðumaður NNA, fer þar fyrir þeim en mikið nákvæmnisverk er að greina plast frá náttúrulegri fæðu í maga fuglanna. Katrín Sóley segir að það taki þó einhvern tíma að koma ferlinu almennilega í gang. „Hluti af samningnum við NNA er að virkja sjómenn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum og koma þeim til Náttúrustofu Norðausturlands.“ Þorkell safnar nú sýnum og í haust fer krufning og úrvinnsla fram. Enn kemur ekki inn nógu mikið af fýl sem finnst ýmist dauður á ströndum eða festist í veiðarfærum fiskiskipa. „Við reynum að nota þá söfnunaraðferð hér á Íslandi. Við eigum síðan von á niðurstöðum í lok þessa árs, en svo er ætlunin að halda þessari vöktun áfram í lengri tíma. Grunnurinn fyrir öllum náttúruverndaraðgerðum er að hafa gögn um hvert raunverulegt ástand er.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur samið við Náttúrustofu Norðausturlands um að hefja rannsókn á plasti í maga fýla á Íslandi en markmiðið er að meta plastmengunina í sjónum og fylgjast þannig með þróun mengunarinnar. Aðgerðin er hluti af staðlaðri vöktun á plastmengun innan OSPAR sem er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að. „Við fengum aukið fjármagn fyrir rannsóknir tengdar plastmengun. Rannsóknir í nafni OSPAR á plasti í mögum fýla í Norðursjó hafa verið stundaðar í lengri tíma. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun. Rannsóknir hafa sýnt að fýlar gleypa mikið af plasti og eru þeir því kjörið rannsóknarefni til þess að fylgjast með og vakta plastmengun í sjó. Fýlar eru sagðir eiga það til að gleypa hvers kyns rusl sem maðurinn skilur eftir sig.VísirÞeir afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þá eiga þeir erfitt með að kafa og næla sér því í það sem er næst yfirborði sjávar, sem iðulega eru plastagnir sem líkjast fæðu. Rannsóknirnar eru þegar hafnar en Þorkell Lindberg, forstöðumaður NNA, fer þar fyrir þeim en mikið nákvæmnisverk er að greina plast frá náttúrulegri fæðu í maga fuglanna. Katrín Sóley segir að það taki þó einhvern tíma að koma ferlinu almennilega í gang. „Hluti af samningnum við NNA er að virkja sjómenn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum og koma þeim til Náttúrustofu Norðausturlands.“ Þorkell safnar nú sýnum og í haust fer krufning og úrvinnsla fram. Enn kemur ekki inn nógu mikið af fýl sem finnst ýmist dauður á ströndum eða festist í veiðarfærum fiskiskipa. „Við reynum að nota þá söfnunaraðferð hér á Íslandi. Við eigum síðan von á niðurstöðum í lok þessa árs, en svo er ætlunin að halda þessari vöktun áfram í lengri tíma. Grunnurinn fyrir öllum náttúruverndaraðgerðum er að hafa gögn um hvert raunverulegt ástand er.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira