Þriðja ofbeldishótunin á undanförnum vikum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. maí 2018 07:00 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM Nokkur tilvik ofbeldishótana grunnskólabarna hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum. Í síðustu viku tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meinta skotárásarhótun barns í Salaskóla í Kópavogi til rannsóknar og mun það vera þriðja ofbeldishótun gagnvart nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum vikum en samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins munu tilvikin vera allnokkur á undanförnum tveimur mánuðum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um þessi tilvik og heimildir Fréttablaðsins herma að ótti við hermiáhrif ráði því að ekki hafi verið tilkynnt um tilvikin opinberlega utan þessa eina tilviks sem tilkynnt var um í síðustu viku. Heimildir blaðsins herma að umræddar hótanir í hafi verið settar fram á samfélagsmiðlum en séu misalvarlegar. Í þeirri tilkynningu segir að rannsókn lögreglu hafi verið unnin í samstarfi við foreldra viðkomandi barns, barnaverndaryfirvöld og skólastjórnendur viðkomandi skóla. Málið sé í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. „Það er full ástæða til að taka svona hótanir alvarlega,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Hann segir hermiáhrifin þekkt fyrirbrigði sem dregið hafi verið fram í rannsóknum erlendis. Börn séu viðkvæmur hópur og áhrifagjarnari en aðrir. Þá geri greitt aðgengi að samfélagsmiðlum einnig að verkum að mjög auðvelt sé að varpa alvarlegum hótunum fram. Helgi segir að þótt ekki sé endilega gott að þagga umræðu um mál af þessum toga niður sé mikilvægt að fara varlega í opinberri umræðu um þessi mál bæði vegna hermiáhrifanna og til að forðast uppnám meðal nemenda, foreldra og starfsfólks skóla. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Nokkur tilvik ofbeldishótana grunnskólabarna hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum. Í síðustu viku tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meinta skotárásarhótun barns í Salaskóla í Kópavogi til rannsóknar og mun það vera þriðja ofbeldishótun gagnvart nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum vikum en samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins munu tilvikin vera allnokkur á undanförnum tveimur mánuðum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um þessi tilvik og heimildir Fréttablaðsins herma að ótti við hermiáhrif ráði því að ekki hafi verið tilkynnt um tilvikin opinberlega utan þessa eina tilviks sem tilkynnt var um í síðustu viku. Heimildir blaðsins herma að umræddar hótanir í hafi verið settar fram á samfélagsmiðlum en séu misalvarlegar. Í þeirri tilkynningu segir að rannsókn lögreglu hafi verið unnin í samstarfi við foreldra viðkomandi barns, barnaverndaryfirvöld og skólastjórnendur viðkomandi skóla. Málið sé í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. „Það er full ástæða til að taka svona hótanir alvarlega,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Hann segir hermiáhrifin þekkt fyrirbrigði sem dregið hafi verið fram í rannsóknum erlendis. Börn séu viðkvæmur hópur og áhrifagjarnari en aðrir. Þá geri greitt aðgengi að samfélagsmiðlum einnig að verkum að mjög auðvelt sé að varpa alvarlegum hótunum fram. Helgi segir að þótt ekki sé endilega gott að þagga umræðu um mál af þessum toga niður sé mikilvægt að fara varlega í opinberri umræðu um þessi mál bæði vegna hermiáhrifanna og til að forðast uppnám meðal nemenda, foreldra og starfsfólks skóla.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira