Oddviti meirihlutans í Árborg ekki hræddur við íbúakosningu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2018 21:00 Breyti íbúakosning niðurstöðu bæjarstjórnar um miðbæjarskipulag Selfoss gæti það skapað bæjarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem þegar er með vilyrði um uppbyggingu á svæðinu. Þetta segir oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Oddviti meirihlutans er ekki hræddur við að íbúakosning fari fram. Eitt helsta kosningamálið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Árborg er breytingin á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti vilyrði til Sigtúns þróunarfélagsins um uppbyggingu á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu á svæðinu í mars 2015 og var breyting á skipulaginu samþykkt á fundi bæjarstjórnar í febrúar síðastliðinum með sjö atkvæðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Mynd/Stöð 2„Við lögðum fram í vetur formlega tillögu í bæjarstjórn um að þetta mál færi í íbúakosningu, hún var kolfelld í bæjarstjórn. Meirihluti felldi þá tillögu með fulltingi Framsóknarmanna,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Í framhaldinu tók hópur íbúa sig saman og efndi til undirskriftasöfnunar til að knýja fram íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins og þurfti að safna að lágmarki um 1900 undirskriftum sem tókst og í gær samþykkti Bæjarstjórn Árborgar að efna til kosningar sem allra fyrst.Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Mynd/Stöð 2„Ég er ekkert hræddur við það, íbúakosning, já já, ef fólk vill það þá bara gerum við það. Við auðvitað skorumst ekkert undan því,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Mynd/Stöð 2„Ég tel að þetta skipti okkur verulegu máli, að þetta komist í gang þessi uppbygging, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Íbúakosning á þessum tímapunkti, að safna undirskriftum, ég tel að það sé of seint framkomið. Ég tel að ef það verði íbúakosning og menn bakki út úr þessu þá sé sveitarfélagið orðið skaðabótaskylt, því miður,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Álfheiður Eymarsdóttir skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.Mynd/Stöð 2Fulltrúi á lista Áfram Árborg fagnar því að kosningin fari fram. „Hún hefði náttúrulega átt að far fram fyrir löngu síðan og áður en það var samið við verktaka, bara einn. Þetta var ekki auglýst og það voru engir aðrir sem fengu tækifæri á að hanna hér fallegan miðbæ,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar. Kosningar 2018 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Breyti íbúakosning niðurstöðu bæjarstjórnar um miðbæjarskipulag Selfoss gæti það skapað bæjarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem þegar er með vilyrði um uppbyggingu á svæðinu. Þetta segir oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Oddviti meirihlutans er ekki hræddur við að íbúakosning fari fram. Eitt helsta kosningamálið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Árborg er breytingin á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti vilyrði til Sigtúns þróunarfélagsins um uppbyggingu á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu á svæðinu í mars 2015 og var breyting á skipulaginu samþykkt á fundi bæjarstjórnar í febrúar síðastliðinum með sjö atkvæðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Mynd/Stöð 2„Við lögðum fram í vetur formlega tillögu í bæjarstjórn um að þetta mál færi í íbúakosningu, hún var kolfelld í bæjarstjórn. Meirihluti felldi þá tillögu með fulltingi Framsóknarmanna,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Í framhaldinu tók hópur íbúa sig saman og efndi til undirskriftasöfnunar til að knýja fram íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins og þurfti að safna að lágmarki um 1900 undirskriftum sem tókst og í gær samþykkti Bæjarstjórn Árborgar að efna til kosningar sem allra fyrst.Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Mynd/Stöð 2„Ég er ekkert hræddur við það, íbúakosning, já já, ef fólk vill það þá bara gerum við það. Við auðvitað skorumst ekkert undan því,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Mynd/Stöð 2„Ég tel að þetta skipti okkur verulegu máli, að þetta komist í gang þessi uppbygging, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Íbúakosning á þessum tímapunkti, að safna undirskriftum, ég tel að það sé of seint framkomið. Ég tel að ef það verði íbúakosning og menn bakki út úr þessu þá sé sveitarfélagið orðið skaðabótaskylt, því miður,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Álfheiður Eymarsdóttir skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.Mynd/Stöð 2Fulltrúi á lista Áfram Árborg fagnar því að kosningin fari fram. „Hún hefði náttúrulega átt að far fram fyrir löngu síðan og áður en það var samið við verktaka, bara einn. Þetta var ekki auglýst og það voru engir aðrir sem fengu tækifæri á að hanna hér fallegan miðbæ,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.
Kosningar 2018 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira