Sjálfstæðismenn boða lækkun útsvars og stórframkvæmdir í vegamálum Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2018 20:30 Sjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun útsvars í Reykjavík um hálft prósentustig, lagningu Sundabrautar, framkvæmdir við mislæg gatnamót og uppbyggingu á Keldum komist flokkurinn í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tíu dagar eru til borgarstjórnarkosninga leggur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds oddvita flokksins í borginni lið á sameiginlegum blaðamannafundi. Þar voru kynntar aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa til fái hann til þess umboð kjósenda.Er komin einhver örvænting í framboðið?„Við köllum að sjálfsögðu til okkar flokksmenn í kosningabaráttunni alveg eins og aðrir flokkar. Við sáum að borgarstjórinn í Reykjavík var að hitta formann VG og okkar formaður stendur fyrir okkar prinsipp,“ segir Eyþór en í gær átti Dagur B. Eggertsson fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu ríkisins að borgarlínu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir víða reyna á samskipti ríkis og borgar. „Ekki er nú verra þegar menn kynna stefnumál sem rýma vel við það sem við erum að gera í ríkisstjórnarsamstarfinu á landsvísu. Eins og til dæmis að með þvi að létta álögum á fólk sé betur hægt að mæta væntingum og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Í áherslum sem Sjálfstæðismenn kynntu í dag er boðuð 0,5 prósentustiga lækkun útsvars á fjórum árum, umferð einkabíls og almenningssamgagna verði gerð greiðari í gegnum borgina og drifið verði í Sundabraut. En borgin hefur þegar skipulagt byggð þannig að innri leið Sundabrautar er ófær. „Eitt af því er að skoða hvort hægt er að bakka út úr þeim samningum sem Reykjavíkurborg hefur því miður þegar gert. En það eru aðrar leiðir færar. Aðalatriðið er að Sundabraut er þessi hjáveituaðgerð sem þarf að fara í vegna þess að vegakerfið er með kransæðastíflu,“ segir Eyþór.Grafík/Stöð2En flokkurinn boðar einnig úrbætur á gatnamótum við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. „Þessar vegaframkvæmdir sem við tölum um eru arðbærar. Fjármagnið er til í landinu. Það hefur skort á vilja og staðfestu borgarinnar. Við erum að segja; við höfum viljann og við ætlum að fara í þetta,“ segir Eyþór. Þá er stefnt að því að efla byggð í austurborginni með uppbyggingu á 100 hektara landi ríkisins á Keldum. En nýlega var undirrituð viljayfirlýsing milli ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins meðal annars á Keldum.„Hér kemur Sjálfstæðisflokkurinn með skýra sýn á landnýtinguna. En bendir auðvitað í leiðinni á að það hefur í rauninni ekki verið landskortur, lóðaskortur. Svæðin eru til. Það hefur bara skort viljann og það er verið að setja hér í forgang að skapa meira rými fyrir stofnanir, fyrirtæki og íbúðir,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2018 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn boðar lækkun útsvars í Reykjavík um hálft prósentustig, lagningu Sundabrautar, framkvæmdir við mislæg gatnamót og uppbyggingu á Keldum komist flokkurinn í meirihluta að loknum borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tíu dagar eru til borgarstjórnarkosninga leggur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Eyþóri Arnalds oddvita flokksins í borginni lið á sameiginlegum blaðamannafundi. Þar voru kynntar aðgerðir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa til fái hann til þess umboð kjósenda.Er komin einhver örvænting í framboðið?„Við köllum að sjálfsögðu til okkar flokksmenn í kosningabaráttunni alveg eins og aðrir flokkar. Við sáum að borgarstjórinn í Reykjavík var að hitta formann VG og okkar formaður stendur fyrir okkar prinsipp,“ segir Eyþór en í gær átti Dagur B. Eggertsson fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðkomu ríkisins að borgarlínu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir víða reyna á samskipti ríkis og borgar. „Ekki er nú verra þegar menn kynna stefnumál sem rýma vel við það sem við erum að gera í ríkisstjórnarsamstarfinu á landsvísu. Eins og til dæmis að með þvi að létta álögum á fólk sé betur hægt að mæta væntingum og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Í áherslum sem Sjálfstæðismenn kynntu í dag er boðuð 0,5 prósentustiga lækkun útsvars á fjórum árum, umferð einkabíls og almenningssamgagna verði gerð greiðari í gegnum borgina og drifið verði í Sundabraut. En borgin hefur þegar skipulagt byggð þannig að innri leið Sundabrautar er ófær. „Eitt af því er að skoða hvort hægt er að bakka út úr þeim samningum sem Reykjavíkurborg hefur því miður þegar gert. En það eru aðrar leiðir færar. Aðalatriðið er að Sundabraut er þessi hjáveituaðgerð sem þarf að fara í vegna þess að vegakerfið er með kransæðastíflu,“ segir Eyþór.Grafík/Stöð2En flokkurinn boðar einnig úrbætur á gatnamótum við Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. „Þessar vegaframkvæmdir sem við tölum um eru arðbærar. Fjármagnið er til í landinu. Það hefur skort á vilja og staðfestu borgarinnar. Við erum að segja; við höfum viljann og við ætlum að fara í þetta,“ segir Eyþór. Þá er stefnt að því að efla byggð í austurborginni með uppbyggingu á 100 hektara landi ríkisins á Keldum. En nýlega var undirrituð viljayfirlýsing milli ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á lóðum í eigu ríkisins meðal annars á Keldum.„Hér kemur Sjálfstæðisflokkurinn með skýra sýn á landnýtinguna. En bendir auðvitað í leiðinni á að það hefur í rauninni ekki verið landskortur, lóðaskortur. Svæðin eru til. Það hefur bara skort viljann og það er verið að setja hér í forgang að skapa meira rými fyrir stofnanir, fyrirtæki og íbúðir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2018 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira