Ibrahim var lengi talin ein skærasta vonarstjarna malasískra stjórnmála en var dæmdur fyrir spillingu og samkynhneigð árið 2000. Síðan þá hefur Anwar stokkið á milli þess að vera í stjórnmálum og í steininum.
Nýkjörinn forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar - sem var svo veitt í dag.
Forsætisráðherrann, sem er 92 ára gamall, hefur heitið því að víkja úr embætti innan tveggja ára svo að fyrrum fjandmaður hans Anwar geti tekið við keflinu.
Samband Mahatir og Anwar er flókið, langt og stórmerkilegt - eins og lesa má úr útlistun breska ríkisútvarpsins. Á tíunda áratugnum voru þeir bandamenn í malasískum stjórnmálum þegar Mahatir gegndi stöðu forsætisráðherra og Anwar varaforsætisráðherra.

Hann losnaði úr fangelsi árið 2004 og leiddi stjórnarandstöðuna til stórra kosningasigra árið 2008 og 2013. Ári síðar var hann hins vegar handtekinn aftur og fluttur í fangelsi.
Það var svo fyrr á þessu ári sem Mahatir tilkynnti, nokkuð óvænt, að hann myndi ganga í raðir stjórnandstöðunnur og sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Hann hafði hreinlega fengið nóg af öllum spillingarásökununum sem flokksbróðir hans, Najib Razak, hafði setið undir síðust misseri.
Eitt af skilyrðunum fyrir því að Mahatir fengi að bjóða sig fram var sú að hann myndi óska eftir fyrrnefndri náðun. Mahatir gekkst við því, stóð við orð sín eftir kosningasigurinn og mun síðan láta af embætti fyrir árið 2020.