Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. maí 2018 06:00 Guðjón Árni segir að leikmenn feli oft höfuðáverka. Vísir/Stefán Fyrrverandi knattspyrnukappinn Guðjón Árni Antoníusson hefur tekið við starfi aðstoðarskólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Guðjón Árni ákvað í fyrra að draga sig úr leik eftir að hafa lengi glímt við eftirköst höfuðmeiðsla í boltanum. Hann hefur kennt íþróttir í grunnskóla frá 2008 og segist spenntur að takast á við nýtt hlutverk. ,,Ástæðan fyrir að ég hætti var röð höfuðhögga sem höfðu mikil áhrif á mig. Bæði fékk ég spörk í höfuðið og bolta í höfuðið á skömmum tíma,“ segir Guðjón Árni sem spilaði í 15 ár með meistaraflokki Keflavíkur að undanskildum þremur árum, frá 2012-2014. Hann fékk sitt fyrsta höfuðhögg á æfingu árið 2013 og stuttu seinna fékk hann annað og svo þriðja höfuðhöggið sem hafði slæmar afleiðingar. „Þetta byrjaði að hafa áhrif á mínar hversdagslegu athafnir. Ég gat ekki sinnt einföldustu hlutum. Ég upplifði móðukennda sjón, svima og jafnvægisleysi,“ segir Guðjón Árni sem var iðulega undir læknishendi hjá ýmsum læknum vegna höfuðáverkanna. „Þegar ég fékk grænt ljós um að fara aftur í boltann þá létti mér mjög mikið. Ég vildi bara spila, þetta var mín ástríða.“ Guðjón segir fræðslu um höfuðáverka lengi hafa verið ábótavant í íþróttaheiminum og hana þyrfti að bæta, en þó hafi ákveðin vitundarvakning átt sér stað undanfarið og umræðan sé hægt og rólega að opnast. Leikmenn hafi oftar en ekki falið slík meiðsli fyrir sjálfum sér og öðrum enda keppnisskap mikið. ,,Ég vissi eiginlega ekki neitt um þetta. Það voru aðrir sem höfðu lent í þessu, bæði í handbolta og fótbolta, og varð ég samferða þeim í gegnum bataferlið. Þar fékk ég að kynnast alvöru málsins,“ segir Guðjón Árni en Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í meistaraflokki Grindavíkur, steig fram fyrir um hálfu ári og sagði frá þrálátum höfuðverkjum og vanlíðan í mörg ár, eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsli í leikjum en hún fékk heilahristing sex sinnum. ,,Það tók mig þrjú ár að átta mig á því að heilsan væri ofar öllu. Ef heilsan er ekki í lagi þá er ekkert í lagi. Það er lagt mikið upp úr því að þú þurfir að vera harður og því er slegið upp að það sé eitthvað töff að harka af sér. Sem það verður þó ekki ef þú ert að glíma við varanlegan skaða vegna höfuðáverka. Eftir svona höfuðáverka er mikilvægt að hvíla sig og hlúa að heilsunni. Menn þurfa að passa sig og taka ekki of mikla áhættu,“ segir Guðjón Árni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Fyrrverandi knattspyrnukappinn Guðjón Árni Antoníusson hefur tekið við starfi aðstoðarskólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Guðjón Árni ákvað í fyrra að draga sig úr leik eftir að hafa lengi glímt við eftirköst höfuðmeiðsla í boltanum. Hann hefur kennt íþróttir í grunnskóla frá 2008 og segist spenntur að takast á við nýtt hlutverk. ,,Ástæðan fyrir að ég hætti var röð höfuðhögga sem höfðu mikil áhrif á mig. Bæði fékk ég spörk í höfuðið og bolta í höfuðið á skömmum tíma,“ segir Guðjón Árni sem spilaði í 15 ár með meistaraflokki Keflavíkur að undanskildum þremur árum, frá 2012-2014. Hann fékk sitt fyrsta höfuðhögg á æfingu árið 2013 og stuttu seinna fékk hann annað og svo þriðja höfuðhöggið sem hafði slæmar afleiðingar. „Þetta byrjaði að hafa áhrif á mínar hversdagslegu athafnir. Ég gat ekki sinnt einföldustu hlutum. Ég upplifði móðukennda sjón, svima og jafnvægisleysi,“ segir Guðjón Árni sem var iðulega undir læknishendi hjá ýmsum læknum vegna höfuðáverkanna. „Þegar ég fékk grænt ljós um að fara aftur í boltann þá létti mér mjög mikið. Ég vildi bara spila, þetta var mín ástríða.“ Guðjón segir fræðslu um höfuðáverka lengi hafa verið ábótavant í íþróttaheiminum og hana þyrfti að bæta, en þó hafi ákveðin vitundarvakning átt sér stað undanfarið og umræðan sé hægt og rólega að opnast. Leikmenn hafi oftar en ekki falið slík meiðsli fyrir sjálfum sér og öðrum enda keppnisskap mikið. ,,Ég vissi eiginlega ekki neitt um þetta. Það voru aðrir sem höfðu lent í þessu, bæði í handbolta og fótbolta, og varð ég samferða þeim í gegnum bataferlið. Þar fékk ég að kynnast alvöru málsins,“ segir Guðjón Árni en Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í meistaraflokki Grindavíkur, steig fram fyrir um hálfu ári og sagði frá þrálátum höfuðverkjum og vanlíðan í mörg ár, eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsli í leikjum en hún fékk heilahristing sex sinnum. ,,Það tók mig þrjú ár að átta mig á því að heilsan væri ofar öllu. Ef heilsan er ekki í lagi þá er ekkert í lagi. Það er lagt mikið upp úr því að þú þurfir að vera harður og því er slegið upp að það sé eitthvað töff að harka af sér. Sem það verður þó ekki ef þú ert að glíma við varanlegan skaða vegna höfuðáverka. Eftir svona höfuðáverka er mikilvægt að hvíla sig og hlúa að heilsunni. Menn þurfa að passa sig og taka ekki of mikla áhættu,“ segir Guðjón Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira