Hvar eru milljarðarnir? Hildur Björnsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikning Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venjubundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðlilegur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir ?samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orkuveitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðallaun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrkingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Eggertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjálslega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum.Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríflega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjármunirnir fóru. Varla er það grunnþjónustan. Ekki eru það samgöngulausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hreinlætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sextíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar.Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarsjóðs – það gefa uppblásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frekari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svigrúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnkum báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikning Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venjubundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðlilegur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir ?samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orkuveitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðallaun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrkingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Eggertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjálslega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum.Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríflega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjármunirnir fóru. Varla er það grunnþjónustan. Ekki eru það samgöngulausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hreinlætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sextíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar.Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarsjóðs – það gefa uppblásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frekari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svigrúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnkum báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun