Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Það er orðið þjóðarsport á Íslandi að leigja út íbúðir til ferðamanna. Oftast fer leigan fram í gegnum erlendar bókunarsíður og er þar Airbnb langstærst. Þessi útleiga er eðli málsins samkvæmt langmest í Reykjavíkurborg og er hún þar farin að valda ýmsum vandkvæðum og núningi við ýmsa fleti samfélagsins. Þessi útleigustarfsemi hefur m.a. haft eftirfarandi afleiðingar:Hún hefur valdið því að framboð á fasteignamarkaði, einkum í miðborg Reykjavíkur, hefur dregist saman undanfarin ár.Hún hefur á sama tíma þrýst upp bæði fasteigna- og leiguverði.Hún hefur fært borgina nær samfélagslegum þolmörkum sínum hvað ferðaþjónustu varðar, þar sem margir íbúar borgarinnar eru ósáttir við þessa starfsemi samborgara sinna og taka gremju sína út á ferðamönnum og ferðaþjónustu.Hún hefur valdið titringi og óánægju meðal þeirra sem reka annars konar gistiþjónustu (gistiheimili og hótel) og finnst þeim hópi að sér vegið, sérstaklega hvað varðar ójafna samkeppnisstöðu. Þann 1. janúar 2017 tóku í gildi ný lög um heimagistingu, til þess að reyna að koma böndum á starfsemina, sem fram að því hafði aðeins að hluta til verið skilgreind í lögum. Markmiðið með lögunum var að koma þessari starfsemi allri upp á yfirborðið, að þeir sem stunda sölu á gistingu skrái hana annars vegar (90 daga reglan) eða sæki um rekstrarleyfi hins vegar eins og aðrir gististaðir þurfa að gera. Að sjálfsögðu eiga svo allir þeir sem leigja út íbúðir sínar að greiða skatta og gjöld af útleigustarfseminni eins og þessi sömu lög gera ráð fyrir. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er eftirlitsaðili með heimagistingu. Meðal verkefna embættisins er að vakta þá miðla sem auglýsa heimagistingu og yfirfara nýtingaryfirlit og tekjuskýrslur. En hvernig skyldi nú hafa tekist til? Lítum á nokkrar staðreyndir:Rúmlega 6.000 gestgjafar um land allt bjóða upp á heimagistingu.Um 4.000 þessara gestgjafa starfa í Reykjavík.Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands velti heimagisting í gegnum Airbnb um 15 milljörðum króna árið 2017. Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu er veltan hins vegar nær 20 milljörðum króna á síðasta ári.Ætla má að velta í heimagistingu í gegnum Airbnb hafi numið um 10 milljörðum króna í Reykjavík árið 2017, sem er varlega áætlað sé tekið mið af Mælaborði ferðaþjónustunnar.Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar voru á síðasta ári um 3.200 gestgjafar á Airbnb um land allt með fleiri daga í útleigu en nemur 90 dögum.Aðeins um 1.000 gestgjafar á landinu öllu hafa skráð sig hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík.Ætla má að þeir skattar sem skotið er undan séu í kringum tveir milljarðar króna. Það er alveg ljóst að mjög litlu púðri, mannafla og fjármunum hefur verið eytt í eftirlit með þessari starfsemi og hún fær að blómstra svo til óáreitt. Það er í raun óskiljanlegt, þar sem umræðan um það að ferðamenn þurfi að skila meiri tekjum og að nauðsynlegt sé að skattleggja ferðaþjónustuna enn meira en orðið er, lifir góðu lífi. Þarna eru sannanlega alvöru tapaðar skatttekjur, sem enginn virðist hafa neinn sérstakan áhuga á að sækja – og á meðan er verið að leggja drög að því að bæta í gjaldtöku á ferðamenn. Þetta kom berlega í ljós á umræðufundi með oddvitum stærstu flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnar nú í vor – fæstir þeirra höfðu velt þessu máli nokkuð fyrir sér og einn þeirra gekk svo langt að kalla þessar töpuðu skatttekjur smápeninga, sem ekki tæki að vera að eltast við. Það er skýr krafa Samtaka ferðaþjónustunnar að eftirlit með ólöglegri heimagistingu og þar með svartri atvinnustarfsemi verði stórhert nú þegar. Mannafli við eftirlit verði efldur og refsiákvæðum beitt þar sem við á. Það er óþolandi fyrir fyrirtæki sem eru með allt sitt uppi á borðum og greiða öll tilskilin gjöld og skatta að vinna við hliðina á þeim sem gera það ekki og stórskekkja þar með samkeppnishæfni þeirra heiðarlegu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er orðið þjóðarsport á Íslandi að leigja út íbúðir til ferðamanna. Oftast fer leigan fram í gegnum erlendar bókunarsíður og er þar Airbnb langstærst. Þessi útleiga er eðli málsins samkvæmt langmest í Reykjavíkurborg og er hún þar farin að valda ýmsum vandkvæðum og núningi við ýmsa fleti samfélagsins. Þessi útleigustarfsemi hefur m.a. haft eftirfarandi afleiðingar:Hún hefur valdið því að framboð á fasteignamarkaði, einkum í miðborg Reykjavíkur, hefur dregist saman undanfarin ár.Hún hefur á sama tíma þrýst upp bæði fasteigna- og leiguverði.Hún hefur fært borgina nær samfélagslegum þolmörkum sínum hvað ferðaþjónustu varðar, þar sem margir íbúar borgarinnar eru ósáttir við þessa starfsemi samborgara sinna og taka gremju sína út á ferðamönnum og ferðaþjónustu.Hún hefur valdið titringi og óánægju meðal þeirra sem reka annars konar gistiþjónustu (gistiheimili og hótel) og finnst þeim hópi að sér vegið, sérstaklega hvað varðar ójafna samkeppnisstöðu. Þann 1. janúar 2017 tóku í gildi ný lög um heimagistingu, til þess að reyna að koma böndum á starfsemina, sem fram að því hafði aðeins að hluta til verið skilgreind í lögum. Markmiðið með lögunum var að koma þessari starfsemi allri upp á yfirborðið, að þeir sem stunda sölu á gistingu skrái hana annars vegar (90 daga reglan) eða sæki um rekstrarleyfi hins vegar eins og aðrir gististaðir þurfa að gera. Að sjálfsögðu eiga svo allir þeir sem leigja út íbúðir sínar að greiða skatta og gjöld af útleigustarfseminni eins og þessi sömu lög gera ráð fyrir. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er eftirlitsaðili með heimagistingu. Meðal verkefna embættisins er að vakta þá miðla sem auglýsa heimagistingu og yfirfara nýtingaryfirlit og tekjuskýrslur. En hvernig skyldi nú hafa tekist til? Lítum á nokkrar staðreyndir:Rúmlega 6.000 gestgjafar um land allt bjóða upp á heimagistingu.Um 4.000 þessara gestgjafa starfa í Reykjavík.Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands velti heimagisting í gegnum Airbnb um 15 milljörðum króna árið 2017. Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu er veltan hins vegar nær 20 milljörðum króna á síðasta ári.Ætla má að velta í heimagistingu í gegnum Airbnb hafi numið um 10 milljörðum króna í Reykjavík árið 2017, sem er varlega áætlað sé tekið mið af Mælaborði ferðaþjónustunnar.Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar voru á síðasta ári um 3.200 gestgjafar á Airbnb um land allt með fleiri daga í útleigu en nemur 90 dögum.Aðeins um 1.000 gestgjafar á landinu öllu hafa skráð sig hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík.Ætla má að þeir skattar sem skotið er undan séu í kringum tveir milljarðar króna. Það er alveg ljóst að mjög litlu púðri, mannafla og fjármunum hefur verið eytt í eftirlit með þessari starfsemi og hún fær að blómstra svo til óáreitt. Það er í raun óskiljanlegt, þar sem umræðan um það að ferðamenn þurfi að skila meiri tekjum og að nauðsynlegt sé að skattleggja ferðaþjónustuna enn meira en orðið er, lifir góðu lífi. Þarna eru sannanlega alvöru tapaðar skatttekjur, sem enginn virðist hafa neinn sérstakan áhuga á að sækja – og á meðan er verið að leggja drög að því að bæta í gjaldtöku á ferðamenn. Þetta kom berlega í ljós á umræðufundi með oddvitum stærstu flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnar nú í vor – fæstir þeirra höfðu velt þessu máli nokkuð fyrir sér og einn þeirra gekk svo langt að kalla þessar töpuðu skatttekjur smápeninga, sem ekki tæki að vera að eltast við. Það er skýr krafa Samtaka ferðaþjónustunnar að eftirlit með ólöglegri heimagistingu og þar með svartri atvinnustarfsemi verði stórhert nú þegar. Mannafli við eftirlit verði efldur og refsiákvæðum beitt þar sem við á. Það er óþolandi fyrir fyrirtæki sem eru með allt sitt uppi á borðum og greiða öll tilskilin gjöld og skatta að vinna við hliðina á þeim sem gera það ekki og stórskekkja þar með samkeppnishæfni þeirra heiðarlegu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun