Nýr lýðháskóli á Flateyri vekur áhuga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2018 20:45 Hópur frumkvöðla hefur stofnað lýðháskóla hér á Flateyri og mun hann taka til starfa nú í haust. Vísir/Egill Aðalsteinsson Fjöldi umsókna hefur borist um nám í nýjum lýðháskóla á Flateyri. Skólastjórinn segir hugmyndina hafa kviknað hjá Önfirðingum og sumargestum á Flateyri sem vilja efla samfélagið. Námsmenn með fjölskyldur eru boðnir velkomnir og vonast er eftir fjölgun í leik- og grunnskólum. Hópur frumkvöðla hefur stofnað lýðháskóla hér á Flateyri og mun hann taka til starfa nú í haust. Skólinn er hugarsmíð Flateyringa og sumargesta bæjarins, þeirra sem eiga hér hús og dvelja yfir sumartímann. Þeir vildu gefa til baka til samfélagsins. „Ekki síst til að auðga mannlífið yfir vetrartímann. Vegna þess ég hef verið hér bæði að vetri og sumrin. Æði á sumrin en á veturna - það er algjört æði að vera hérna,“ segir Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Helena segir ótrúlegan fjölda umsókna hafa nú þegar borist og verður haldið áfram að taka við þeim út júní. Nemendur geta leigt herbergi í þessum húsum en einnig er fjölskyldum hjálpað að finna sér samastað. „Segjum að við verðum með 30-40 nemendur við skólann í haust. Það er gríðarleg viðbót við samfélagið sem er 160 manna samfélag fyrir. Einhverjir hafa óskað eftir að koma með fjölskyldur með sér og þá vonandi náum við að bæta við skóla og leikskóla.“ Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri.Vísir/Egill AðalsteinssonTvær námsbrautir verða í boði. Útivistarbraut og skapandi braut. Námið stendur yfir í einn vetur og það er engin gráða eða próf „Persónuþroski sem við erum að leita að. Fólk fari héðan með meiri trú á eigin getu. betri hugmyndir um hvað það vill hvað ekki. Hvaða áhugi og styrkleikar og veikleikar.“ Helena segir Flateyri kjörinn stað fyrir lýðháskóla. „Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því þegar þið keyrðuð út úr göngunum. Það hægist á manni. Hér er lífið í öðrum takti.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Fjöldi umsókna hefur borist um nám í nýjum lýðháskóla á Flateyri. Skólastjórinn segir hugmyndina hafa kviknað hjá Önfirðingum og sumargestum á Flateyri sem vilja efla samfélagið. Námsmenn með fjölskyldur eru boðnir velkomnir og vonast er eftir fjölgun í leik- og grunnskólum. Hópur frumkvöðla hefur stofnað lýðháskóla hér á Flateyri og mun hann taka til starfa nú í haust. Skólinn er hugarsmíð Flateyringa og sumargesta bæjarins, þeirra sem eiga hér hús og dvelja yfir sumartímann. Þeir vildu gefa til baka til samfélagsins. „Ekki síst til að auðga mannlífið yfir vetrartímann. Vegna þess ég hef verið hér bæði að vetri og sumrin. Æði á sumrin en á veturna - það er algjört æði að vera hérna,“ segir Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Helena segir ótrúlegan fjölda umsókna hafa nú þegar borist og verður haldið áfram að taka við þeim út júní. Nemendur geta leigt herbergi í þessum húsum en einnig er fjölskyldum hjálpað að finna sér samastað. „Segjum að við verðum með 30-40 nemendur við skólann í haust. Það er gríðarleg viðbót við samfélagið sem er 160 manna samfélag fyrir. Einhverjir hafa óskað eftir að koma með fjölskyldur með sér og þá vonandi náum við að bæta við skóla og leikskóla.“ Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri.Vísir/Egill AðalsteinssonTvær námsbrautir verða í boði. Útivistarbraut og skapandi braut. Námið stendur yfir í einn vetur og það er engin gráða eða próf „Persónuþroski sem við erum að leita að. Fólk fari héðan með meiri trú á eigin getu. betri hugmyndir um hvað það vill hvað ekki. Hvaða áhugi og styrkleikar og veikleikar.“ Helena segir Flateyri kjörinn stað fyrir lýðháskóla. „Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því þegar þið keyrðuð út úr göngunum. Það hægist á manni. Hér er lífið í öðrum takti.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira