Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 16:52 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur búið í sendiráði Ekvador frá því í ágúst árið 2012. Vísir/AFP Ríkisstjórn Ekvadors hefur eytt milljónum á laun til að vernda og styðja Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem hefur dvalið í sendiráði landsins í London frá árinu 2012. Assange launaði gestgjöfum sínum með því að hakka sig inn í tölvukerfi og njósna um starfsemi sendiráðsins.Breska blaðið The Guardian greinir frá því hvernig stjórnvöld í Ekvador vörðu að minnsta kosti fimm milljónum dollara í leyniþjónustuaðgerð í tengslum við veru Assange í sendiráðinu þar sem hann hefur dvalið til að forðast að vera framseldur til Bandaríkjanna. Alþjóðlegt öryggisfyrirtæki og njósnarar voru meðal annars ráðnir til að fylgjast með gestum Assange, sendiráðsstarfsmönnum og jafnvel bresku lögreglunni. Assange fékk meðal annars hakkara, aðgerðasinna, lögmenn, blaðamenn og einstaklinga sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í heimsókn.Njósnaði um gestgjafa sína Svo leynilegar voru aðgerðirnar að sendiherrann sjálfur vissi ekki af þeim framan af. Rannsókn The Guardian og ekvadorskra samstarfsmanna leiðir í ljós að Rafael Correa, fyrrverandi forseti, og Ricardo Patiño, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi báðir lagt blessun sína yfir aðgerðirnar. Ekvadorsk stjórnvöld voru jafnvel tilbúin að veita fé í almannatengslaherferð til þess að bæta ímynd Assange. Þannig var lögmaður beðinn um að móta fjölmiðlaherferð árið 2014. Þakklæti virðist þó ekki hafa verið Assange ofarlega í huga. Hann er sagður hafa hakkað sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins og þannig fengið aðgang að bæði opinberum og persónulegum samskiptum starfsmanna þess. Öryggisfyrirtækið sem fylgdist með gestum Assange varaði stjórnvöld í Ekvador meðal annars við því árið 2014 að Assange væri að njósna um sendiráðsstarfsmennina. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Ríkisstjórn Ekvadors hefur eytt milljónum á laun til að vernda og styðja Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem hefur dvalið í sendiráði landsins í London frá árinu 2012. Assange launaði gestgjöfum sínum með því að hakka sig inn í tölvukerfi og njósna um starfsemi sendiráðsins.Breska blaðið The Guardian greinir frá því hvernig stjórnvöld í Ekvador vörðu að minnsta kosti fimm milljónum dollara í leyniþjónustuaðgerð í tengslum við veru Assange í sendiráðinu þar sem hann hefur dvalið til að forðast að vera framseldur til Bandaríkjanna. Alþjóðlegt öryggisfyrirtæki og njósnarar voru meðal annars ráðnir til að fylgjast með gestum Assange, sendiráðsstarfsmönnum og jafnvel bresku lögreglunni. Assange fékk meðal annars hakkara, aðgerðasinna, lögmenn, blaðamenn og einstaklinga sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í heimsókn.Njósnaði um gestgjafa sína Svo leynilegar voru aðgerðirnar að sendiherrann sjálfur vissi ekki af þeim framan af. Rannsókn The Guardian og ekvadorskra samstarfsmanna leiðir í ljós að Rafael Correa, fyrrverandi forseti, og Ricardo Patiño, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi báðir lagt blessun sína yfir aðgerðirnar. Ekvadorsk stjórnvöld voru jafnvel tilbúin að veita fé í almannatengslaherferð til þess að bæta ímynd Assange. Þannig var lögmaður beðinn um að móta fjölmiðlaherferð árið 2014. Þakklæti virðist þó ekki hafa verið Assange ofarlega í huga. Hann er sagður hafa hakkað sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins og þannig fengið aðgang að bæði opinberum og persónulegum samskiptum starfsmanna þess. Öryggisfyrirtækið sem fylgdist með gestum Assange varaði stjórnvöld í Ekvador meðal annars við því árið 2014 að Assange væri að njósna um sendiráðsstarfsmennina.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10
Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10
Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06
Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12