Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 16:52 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur búið í sendiráði Ekvador frá því í ágúst árið 2012. Vísir/AFP Ríkisstjórn Ekvadors hefur eytt milljónum á laun til að vernda og styðja Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem hefur dvalið í sendiráði landsins í London frá árinu 2012. Assange launaði gestgjöfum sínum með því að hakka sig inn í tölvukerfi og njósna um starfsemi sendiráðsins.Breska blaðið The Guardian greinir frá því hvernig stjórnvöld í Ekvador vörðu að minnsta kosti fimm milljónum dollara í leyniþjónustuaðgerð í tengslum við veru Assange í sendiráðinu þar sem hann hefur dvalið til að forðast að vera framseldur til Bandaríkjanna. Alþjóðlegt öryggisfyrirtæki og njósnarar voru meðal annars ráðnir til að fylgjast með gestum Assange, sendiráðsstarfsmönnum og jafnvel bresku lögreglunni. Assange fékk meðal annars hakkara, aðgerðasinna, lögmenn, blaðamenn og einstaklinga sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í heimsókn.Njósnaði um gestgjafa sína Svo leynilegar voru aðgerðirnar að sendiherrann sjálfur vissi ekki af þeim framan af. Rannsókn The Guardian og ekvadorskra samstarfsmanna leiðir í ljós að Rafael Correa, fyrrverandi forseti, og Ricardo Patiño, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi báðir lagt blessun sína yfir aðgerðirnar. Ekvadorsk stjórnvöld voru jafnvel tilbúin að veita fé í almannatengslaherferð til þess að bæta ímynd Assange. Þannig var lögmaður beðinn um að móta fjölmiðlaherferð árið 2014. Þakklæti virðist þó ekki hafa verið Assange ofarlega í huga. Hann er sagður hafa hakkað sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins og þannig fengið aðgang að bæði opinberum og persónulegum samskiptum starfsmanna þess. Öryggisfyrirtækið sem fylgdist með gestum Assange varaði stjórnvöld í Ekvador meðal annars við því árið 2014 að Assange væri að njósna um sendiráðsstarfsmennina. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Ríkisstjórn Ekvadors hefur eytt milljónum á laun til að vernda og styðja Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem hefur dvalið í sendiráði landsins í London frá árinu 2012. Assange launaði gestgjöfum sínum með því að hakka sig inn í tölvukerfi og njósna um starfsemi sendiráðsins.Breska blaðið The Guardian greinir frá því hvernig stjórnvöld í Ekvador vörðu að minnsta kosti fimm milljónum dollara í leyniþjónustuaðgerð í tengslum við veru Assange í sendiráðinu þar sem hann hefur dvalið til að forðast að vera framseldur til Bandaríkjanna. Alþjóðlegt öryggisfyrirtæki og njósnarar voru meðal annars ráðnir til að fylgjast með gestum Assange, sendiráðsstarfsmönnum og jafnvel bresku lögreglunni. Assange fékk meðal annars hakkara, aðgerðasinna, lögmenn, blaðamenn og einstaklinga sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í heimsókn.Njósnaði um gestgjafa sína Svo leynilegar voru aðgerðirnar að sendiherrann sjálfur vissi ekki af þeim framan af. Rannsókn The Guardian og ekvadorskra samstarfsmanna leiðir í ljós að Rafael Correa, fyrrverandi forseti, og Ricardo Patiño, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi báðir lagt blessun sína yfir aðgerðirnar. Ekvadorsk stjórnvöld voru jafnvel tilbúin að veita fé í almannatengslaherferð til þess að bæta ímynd Assange. Þannig var lögmaður beðinn um að móta fjölmiðlaherferð árið 2014. Þakklæti virðist þó ekki hafa verið Assange ofarlega í huga. Hann er sagður hafa hakkað sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins og þannig fengið aðgang að bæði opinberum og persónulegum samskiptum starfsmanna þess. Öryggisfyrirtækið sem fylgdist með gestum Assange varaði stjórnvöld í Ekvador meðal annars við því árið 2014 að Assange væri að njósna um sendiráðsstarfsmennina.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10
Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10
Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06
Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12