Varist eftirlíkingar Rúnar Sigurjónsson skrifar 15. maí 2018 10:45 „Það er ánægjulegt að sjá hvað mörg framboð í Reykjavík aðhyllast stefnu Flokks fólksins. Ég segi bara! VARIST EFTIRLÍKINGAR“. Þetta skrifaði Inga Sæland á facebook síðu sína 8. maí s.l. En hvað átti hún við? Jú vissulega það að þegar raunsær og réttsýnn Flokkur fólksins birtir stefnumál sín, þá eru þau í eðli sínu þannig að aðrir flokkar falla hratt í skugga Flokks fólksins ef þeir afrita ekki stefnumál hans undir eins og gera málefni hans að sínum eigin. Flokkur fólksins býður nú fram í fyrsta sinn í borgarsjórnarkosningum. Kjörorð hans er „Fólkið fyrst“ þar sem öll áhersla flokksins felst í því að setja fólkið í algjöran forganng. Í borginni hefur núverandi meirihluti stórlega skert lífsgæði borgarbúa, m.a. í húsnæðismálum, samgöngumálum og menntamálum svo eitthvað sé nefnt. Hér þarf að taka til hendinni og vinda ofan af þeirri óstjórn sem hefur ráðið ríkjum í borginni allt of lengi og bitnað hart á öllum borgarbúum, ekkí síst á þeim sem við lökustu kjörin búa. Hluti aldraðara á í engin hús að vernda, öryrkjar búa hér við mismunun og algjörlega óviðunandi aðgengi, unga fókið okkar getur ekki komið sér upp þaki yfir höfðuðið, láglaunastéttir ná ekki endum saman í því græðgis og okurumhverfi sem þeim er búin í borginni. Þau eru löngu komin með nóg og sannarlega tímabært að stokka spilin algjörlega upp á nýtt og koma þessari óstjórn frá. Það voru um fjórtán þúsund kjósendur sem gáfu Flokki fólksins dýrmætt atkvæði sitt í sl. alþingiskosningum. Nú eigum við fjóra þingmenn á Alþingi Íslendinga sem hafa svo sannarlega talað skýrum rómi fyrir þá sem höllustum fæti standa og er haldið hér í fátækt. Þingmenn okkar hafa þar svo sannalega sýnt að við meinum það sem við segjum. Við frambjóðendur Flokks fólksins í Reykjavík erum þakklát fyrir það tækifæri að bjóða fram krafta okkar í borginni. Svo sannarlega óskum við þess að fá þann stuðning sem til þarf svo við megum koma ötulli baráttu okkar líka inn í borgarstjórn. Baráttu okkar gegn mismunun, óréttlæti og fátækt. Nú á lokametrum kosningabaráttunnar munum við svífa um á meðal kjósenda og stolt kynna stefnu okkar og baráttumál. Stefna okkar byggir á velferð borgaranna allra, ekki einungis sumra. Vissulega er sama hvaðan gott kemur. En þegar flokkar sem hafa haft tækifæri til að gera góða hluti í borgarstjórn eru nú farnir, korteri fyrir kosningar, að stunda það í stórfeldum mæli að afrita stefnu Flokks fólksins þá verðum við að spyrja okkur að því hversu trúverðugir þeir eru. Við vitum að kosningaloforðin frá því fyrir fjórum árum hafa að mestu verið svikin. En valið er ykkar kæru kjósendur. Laugardaginn 26. maí haldið þið um stílvopnið í kjörklefanum. Á kjörseðlinum verða nöfn 16 framboða, eitt þeirra var stofnað beinlínis til að berjast af hugsjón gegn óréttlæti, mismunun og fátækt. Með því að setja X við F muntu kalla fram miklar og jákvæðar breytingar fyrir alla þá sem borgina byggja. Kæri kjósandi stuðningur þinn er okkar vopn. Settu fólkið í fyrsta sæti á kjördag. Flokkur fólksins er flokkurinn þinn.Rúnar Sigurjónsson skipar 6.sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er ánægjulegt að sjá hvað mörg framboð í Reykjavík aðhyllast stefnu Flokks fólksins. Ég segi bara! VARIST EFTIRLÍKINGAR“. Þetta skrifaði Inga Sæland á facebook síðu sína 8. maí s.l. En hvað átti hún við? Jú vissulega það að þegar raunsær og réttsýnn Flokkur fólksins birtir stefnumál sín, þá eru þau í eðli sínu þannig að aðrir flokkar falla hratt í skugga Flokks fólksins ef þeir afrita ekki stefnumál hans undir eins og gera málefni hans að sínum eigin. Flokkur fólksins býður nú fram í fyrsta sinn í borgarsjórnarkosningum. Kjörorð hans er „Fólkið fyrst“ þar sem öll áhersla flokksins felst í því að setja fólkið í algjöran forganng. Í borginni hefur núverandi meirihluti stórlega skert lífsgæði borgarbúa, m.a. í húsnæðismálum, samgöngumálum og menntamálum svo eitthvað sé nefnt. Hér þarf að taka til hendinni og vinda ofan af þeirri óstjórn sem hefur ráðið ríkjum í borginni allt of lengi og bitnað hart á öllum borgarbúum, ekkí síst á þeim sem við lökustu kjörin búa. Hluti aldraðara á í engin hús að vernda, öryrkjar búa hér við mismunun og algjörlega óviðunandi aðgengi, unga fókið okkar getur ekki komið sér upp þaki yfir höfðuðið, láglaunastéttir ná ekki endum saman í því græðgis og okurumhverfi sem þeim er búin í borginni. Þau eru löngu komin með nóg og sannarlega tímabært að stokka spilin algjörlega upp á nýtt og koma þessari óstjórn frá. Það voru um fjórtán þúsund kjósendur sem gáfu Flokki fólksins dýrmætt atkvæði sitt í sl. alþingiskosningum. Nú eigum við fjóra þingmenn á Alþingi Íslendinga sem hafa svo sannarlega talað skýrum rómi fyrir þá sem höllustum fæti standa og er haldið hér í fátækt. Þingmenn okkar hafa þar svo sannalega sýnt að við meinum það sem við segjum. Við frambjóðendur Flokks fólksins í Reykjavík erum þakklát fyrir það tækifæri að bjóða fram krafta okkar í borginni. Svo sannarlega óskum við þess að fá þann stuðning sem til þarf svo við megum koma ötulli baráttu okkar líka inn í borgarstjórn. Baráttu okkar gegn mismunun, óréttlæti og fátækt. Nú á lokametrum kosningabaráttunnar munum við svífa um á meðal kjósenda og stolt kynna stefnu okkar og baráttumál. Stefna okkar byggir á velferð borgaranna allra, ekki einungis sumra. Vissulega er sama hvaðan gott kemur. En þegar flokkar sem hafa haft tækifæri til að gera góða hluti í borgarstjórn eru nú farnir, korteri fyrir kosningar, að stunda það í stórfeldum mæli að afrita stefnu Flokks fólksins þá verðum við að spyrja okkur að því hversu trúverðugir þeir eru. Við vitum að kosningaloforðin frá því fyrir fjórum árum hafa að mestu verið svikin. En valið er ykkar kæru kjósendur. Laugardaginn 26. maí haldið þið um stílvopnið í kjörklefanum. Á kjörseðlinum verða nöfn 16 framboða, eitt þeirra var stofnað beinlínis til að berjast af hugsjón gegn óréttlæti, mismunun og fátækt. Með því að setja X við F muntu kalla fram miklar og jákvæðar breytingar fyrir alla þá sem borgina byggja. Kæri kjósandi stuðningur þinn er okkar vopn. Settu fólkið í fyrsta sæti á kjördag. Flokkur fólksins er flokkurinn þinn.Rúnar Sigurjónsson skipar 6.sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar