Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 10:33 Framboð Orban forsætisráðherra réðst að Soros í kosningabaráttunni Vísir/AFP Sjóður ungverska athafnamannsins George Soros ætlar að loka skrifstofum sínum í Búdapest og sakar stjórnvöld í Ungverjalandi um að skapa kúgandi pólitísk og lagalegt umhverfi. Ríkisstjórn landsins tilkynnti í gær að hún hygðist herða lög um félagasamtök og er þeim beint leynt og ljóst gegn Soros. Höfuðstöðvar Sjóðs um opið samfélag (OSF) verða fluttar til Berlínar. Frumvarpið sem ríkisstjórn hægriþjóðernissinnans Viktors Orban tilkynnti um í gær nefnist „Stöðvum Soros“-frumvarpið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban vann yfirburðasigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað sakað Soros og sjóð hans um að ýta undir komur flóttamanna og grafa undan þjóðmenningu Ungverjalands. Undir stjórn Orban hefur Ungverjaland neitað að taka við flóttamönnum eins og önnur ESB-ríki. „Ríkisstjórn Ungverjalands hefur svert og farið með rangfærslur um störf okkar og bælt niður borgaralegt samfélag í pólitískum tilgangi með aðferðum sem eru fordæmalausar í sögu Evrópusambandsins,“ segir Patrick Gaspard, forseti OSF í yfirlýsingu vegna flutningsins. ODF hefur unnið að mannréttindamálum en einnig styrkt verkefni á sviði lista, fjölmiðlafrelsis, gagnsæis, menntunar og heilbrigðismála. Ýmsir hópar öfgahægrimanna og þjóðernissinna á vesturlöndum hafa einnig gert Soros að grýlu sem þeir telja að standi að baki frjálslyndum hópum. Ungverjaland Tengdar fréttir Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Sjóður ungverska athafnamannsins George Soros ætlar að loka skrifstofum sínum í Búdapest og sakar stjórnvöld í Ungverjalandi um að skapa kúgandi pólitísk og lagalegt umhverfi. Ríkisstjórn landsins tilkynnti í gær að hún hygðist herða lög um félagasamtök og er þeim beint leynt og ljóst gegn Soros. Höfuðstöðvar Sjóðs um opið samfélag (OSF) verða fluttar til Berlínar. Frumvarpið sem ríkisstjórn hægriþjóðernissinnans Viktors Orban tilkynnti um í gær nefnist „Stöðvum Soros“-frumvarpið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Orban vann yfirburðasigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað sakað Soros og sjóð hans um að ýta undir komur flóttamanna og grafa undan þjóðmenningu Ungverjalands. Undir stjórn Orban hefur Ungverjaland neitað að taka við flóttamönnum eins og önnur ESB-ríki. „Ríkisstjórn Ungverjalands hefur svert og farið með rangfærslur um störf okkar og bælt niður borgaralegt samfélag í pólitískum tilgangi með aðferðum sem eru fordæmalausar í sögu Evrópusambandsins,“ segir Patrick Gaspard, forseti OSF í yfirlýsingu vegna flutningsins. ODF hefur unnið að mannréttindamálum en einnig styrkt verkefni á sviði lista, fjölmiðlafrelsis, gagnsæis, menntunar og heilbrigðismála. Ýmsir hópar öfgahægrimanna og þjóðernissinna á vesturlöndum hafa einnig gert Soros að grýlu sem þeir telja að standi að baki frjálslyndum hópum.
Ungverjaland Tengdar fréttir Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00
Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51
Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00