Þegar brestur og brotnar - verður úr að bæta Edith Alvarsdóttir skrifar 15. maí 2018 09:56 Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í heilbrigðiskerfi þar sem fólk bíður úrlausnar, er geymt, gleymt eða er vannært. Aldraðir eru þeir sem hafa byggt samfélagið upp með blóði, svita og tárum. Þeirra verðlaun eiga að vera virðing, umönnun og þakklæti. Er reyndin sú? Við heyrum um að aldraðir séu vannærðir, afskiptir, gleymdir á biðlistum, jafnvel fluttir hreppaflutningum milli landshluta eins og niðursetningar. Þegar kemur að málefnum aldraðra er yfirleitt rætt um hversu dýrt kerfið sé. Þessir einstaklingar hafa greitt skatta og skyldur allt sitt líf. Mikill skortur er á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, biðlistarnir lengjast og biðtíminn einnig. Sérhver skattgreiðandi greiðir 11 þúsund á ári í framkvæmdasjóð aldraðra, þetta eru rúmir tveir milljarðar á ári. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Féð úr honum skal varið til byggingar stofnana fyrir aldraða. Hvers vegna er þá ástandið í öldrunarmálum eins og það er? Hvert fara þessir fjármunir sem eru eyrnamerktir í þágu aldraðra? Hefur Reykjavíkurborg ekkert samráð? Eitt af því sem lítið hefur verið hugað að og má vart ræða, er hversu margir starfsmenn á öldurnar- eða hjúkrunarheimilum eru af erlendu bergi brotnir. Þetta er að öllu jöfnu réttlætt með þeim orðum að það fáist ekki íslenskt starfsfólk, því það vilji ekki vinna þessi störf eða launin séu svo lág. Ekki hefur þó mikið verið rætt um að gera kröfur eða hækka launin. Hvað þá hvort það sé eldri borgurum samboðið að inn á heimilum þeirra sé starfsfólk sem það skilur ekki eða öfugt. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að þeir sem starfi við umönnun tali íslensku? Hvers vegna er ekki öllum umönnunaraðilum boðið upp á íslenskunám í vinnutímanum?Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í heilbrigðiskerfi þar sem fólk bíður úrlausnar, er geymt, gleymt eða er vannært. Aldraðir eru þeir sem hafa byggt samfélagið upp með blóði, svita og tárum. Þeirra verðlaun eiga að vera virðing, umönnun og þakklæti. Er reyndin sú? Við heyrum um að aldraðir séu vannærðir, afskiptir, gleymdir á biðlistum, jafnvel fluttir hreppaflutningum milli landshluta eins og niðursetningar. Þegar kemur að málefnum aldraðra er yfirleitt rætt um hversu dýrt kerfið sé. Þessir einstaklingar hafa greitt skatta og skyldur allt sitt líf. Mikill skortur er á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, biðlistarnir lengjast og biðtíminn einnig. Sérhver skattgreiðandi greiðir 11 þúsund á ári í framkvæmdasjóð aldraðra, þetta eru rúmir tveir milljarðar á ári. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Féð úr honum skal varið til byggingar stofnana fyrir aldraða. Hvers vegna er þá ástandið í öldrunarmálum eins og það er? Hvert fara þessir fjármunir sem eru eyrnamerktir í þágu aldraðra? Hefur Reykjavíkurborg ekkert samráð? Eitt af því sem lítið hefur verið hugað að og má vart ræða, er hversu margir starfsmenn á öldurnar- eða hjúkrunarheimilum eru af erlendu bergi brotnir. Þetta er að öllu jöfnu réttlætt með þeim orðum að það fáist ekki íslenskt starfsfólk, því það vilji ekki vinna þessi störf eða launin séu svo lág. Ekki hefur þó mikið verið rætt um að gera kröfur eða hækka launin. Hvað þá hvort það sé eldri borgurum samboðið að inn á heimilum þeirra sé starfsfólk sem það skilur ekki eða öfugt. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að þeir sem starfi við umönnun tali íslensku? Hvers vegna er ekki öllum umönnunaraðilum boðið upp á íslenskunám í vinnutímanum?Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar