Hvar áttu heima? Hvaðan kemur þú? Amid Derayat skrifar 15. maí 2018 07:00 Íslenskt samfélag hefur breyst geysilega á seinustu áratugum. Það er mun fjölbreyttara en það hefur nokkurn tímann verið, þökk sé töluverðum fjölda innflytjenda frá ýmsum löndum. Mikill meiri hluti þessara íbúa tekur þátt í samfélaginu og leggur sitt af mörkum til hagkerfisins. Þetta fólk er að gera góða hluti. Við þurfum ekki að fara langt til að sjá útlendinga, það er nóg að líta í kringum okkur – verslanir, veitingastaðir, bensínstöðvar, nýbyggingar – það sést hvernig þeir þjóna samfélaginu og stunda oft mjög kröfuharða og erfiða vinnu eins og í byggingageiranum. Á sama tíma eru örfáir nýbúar í stjórnmálum á Íslandi. Það er ekki lengur fyndið að hafa þennan „eina“ útlending á Alþingi eða í bæjarstjórn. Þetta er líka merki þess að aðlögun nýbúa hér gengur ekki nógu vel. Það er ekki nægur stuðningur í tungumálakennslu fyrir innflytjendur og börn þeirra og alls staðar reka nýbúar sig á þennan ósýnilega íslenskuvegg. Atvinnuauglýsingar eru á ensku ef það er verið að auglýsa eftir starfsfólki í þrif, annars nær undantekningarlaust á íslensku. Og það gefur óbein skilaboð; þeir sem ekki tala góða íslensku eru annars flokks. Eins og fram hefur komið í tengslum við #Metoo byltinguna er þessi hópur mjög viðkvæmur fyrir hvers konar misnotkun. Það er líka hætta á að hér myndist stór hópur innflytjenda sem vinnur láglaunastörf og hefur enga möguleika á því að bæta kjör sín, fastur í fátæktargildru.Þátttaka mín í stjórnmálum á Íslandi Ég hef búið í meira en 20 ár á Íslandi og samt er íslenskan mín langt frá því að vera fullkomin. Ég hef samt ekki látið það aftra mér frá því að taka þátt í stjórnmálum hér og hef verið í Vinstri grænum í meira en 10 ár. Ég vil að allir fái tækifæri til menntunar og fyrir nýbúa þá tel ég að stuðningur í tungumálakennslu sé þar lykilatriði. Ég vil einnig að nýbúar taki virkan þátt og verði sýnilegri í stjórnmálum á Íslandi, alveg óháð tungumálakunnáttu sinni, litarhætti og uppruna. Og ég vil hvetja þá til að taka þátt í bæjarstjórnarkosningunum og styðja VG. Stefna VG í málum útlendinga er sanngjörn, hvetur til meiri menntunar og velferðar, ásamt stórbættu upplýsingastreymi og leggur mikla áherslu á menntun fyrir börn nýbúa. Saman getum við mótað samfélag sem styður við fólk hvaðan sem það kemur. Samfélag sem fagnar fjölbreytileikanum.Höfundur skipar 2. sæti Vinstri grænna í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur breyst geysilega á seinustu áratugum. Það er mun fjölbreyttara en það hefur nokkurn tímann verið, þökk sé töluverðum fjölda innflytjenda frá ýmsum löndum. Mikill meiri hluti þessara íbúa tekur þátt í samfélaginu og leggur sitt af mörkum til hagkerfisins. Þetta fólk er að gera góða hluti. Við þurfum ekki að fara langt til að sjá útlendinga, það er nóg að líta í kringum okkur – verslanir, veitingastaðir, bensínstöðvar, nýbyggingar – það sést hvernig þeir þjóna samfélaginu og stunda oft mjög kröfuharða og erfiða vinnu eins og í byggingageiranum. Á sama tíma eru örfáir nýbúar í stjórnmálum á Íslandi. Það er ekki lengur fyndið að hafa þennan „eina“ útlending á Alþingi eða í bæjarstjórn. Þetta er líka merki þess að aðlögun nýbúa hér gengur ekki nógu vel. Það er ekki nægur stuðningur í tungumálakennslu fyrir innflytjendur og börn þeirra og alls staðar reka nýbúar sig á þennan ósýnilega íslenskuvegg. Atvinnuauglýsingar eru á ensku ef það er verið að auglýsa eftir starfsfólki í þrif, annars nær undantekningarlaust á íslensku. Og það gefur óbein skilaboð; þeir sem ekki tala góða íslensku eru annars flokks. Eins og fram hefur komið í tengslum við #Metoo byltinguna er þessi hópur mjög viðkvæmur fyrir hvers konar misnotkun. Það er líka hætta á að hér myndist stór hópur innflytjenda sem vinnur láglaunastörf og hefur enga möguleika á því að bæta kjör sín, fastur í fátæktargildru.Þátttaka mín í stjórnmálum á Íslandi Ég hef búið í meira en 20 ár á Íslandi og samt er íslenskan mín langt frá því að vera fullkomin. Ég hef samt ekki látið það aftra mér frá því að taka þátt í stjórnmálum hér og hef verið í Vinstri grænum í meira en 10 ár. Ég vil að allir fái tækifæri til menntunar og fyrir nýbúa þá tel ég að stuðningur í tungumálakennslu sé þar lykilatriði. Ég vil einnig að nýbúar taki virkan þátt og verði sýnilegri í stjórnmálum á Íslandi, alveg óháð tungumálakunnáttu sinni, litarhætti og uppruna. Og ég vil hvetja þá til að taka þátt í bæjarstjórnarkosningunum og styðja VG. Stefna VG í málum útlendinga er sanngjörn, hvetur til meiri menntunar og velferðar, ásamt stórbættu upplýsingastreymi og leggur mikla áherslu á menntun fyrir börn nýbúa. Saman getum við mótað samfélag sem styður við fólk hvaðan sem það kemur. Samfélag sem fagnar fjölbreytileikanum.Höfundur skipar 2. sæti Vinstri grænna í Kópavogi
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun