Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri Höskuldur Kári Schram skrifar 14. maí 2018 23:27 Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri fyrir komandi kosningar en íbúum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum misserum sem hefur skapað vandræði á leikskólum bæjarins. Akureyrarbær er fjölmennasta sveitarfélagið fyrir utan höfuðborgarsvæðið með rúmlega 18 þúsund íbúa. Hér verða sjö framboðslistar í boði í komandi kosningum. Þetta eru Píratar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsókn, L-listinn, Vinstri græn og Miðflokkur. Framsókn, Samfylking og L-listinn mynda núverandi meirihluta en könnun sem Háskólinn á Akureyri gerði nýlega fyrir Vikudag bendir til þess að meirihlutinn sé fallinn. Oddvitar nefna dagvistunarmál sem eitt af stóru málunum fyrir komandi kosningar. „Þetta fór í tómt tjón í fyrra og það var töluvert af fólki sem lenti í vandræðum og var verið að koma börnum fyrir í nágranna sveitarfélögum fyrir vikið. En við viljum leysa þetta með þeim einfalda hætti að taka 12 mánaða börn inn í leikskóla og taka þau þá inn strax og fæðingarorlofi lýkur enda er ríkið búið að lofa því að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá ætti þessari óvissu að vera eytt og fólk ætti að geta gengið að því tryggu að það komi barninu inn þegar það verður 12 mánaða,“ segir Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks. „Þetta voru vaxtarverkir. Það fluttu mun fleiri í bæinn heldur en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og það kom leiðinda tímabil þar sem 18 mánaða börn komust ekki inn á leikskóla og það má ekki gerast og fólk þarf að læra svolítið af reynslunni þar og hafa meira svigrúm. Svo síðan leggja áherslu á að ná inn 12 mánaða börnum og hvetja síðan ríkisvaldið til að fara með fæðingarorlofið upp í 12 mánaða og brúa þannig bilið,“ segir Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingar. Kosningar 2018 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri fyrir komandi kosningar en íbúum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum misserum sem hefur skapað vandræði á leikskólum bæjarins. Akureyrarbær er fjölmennasta sveitarfélagið fyrir utan höfuðborgarsvæðið með rúmlega 18 þúsund íbúa. Hér verða sjö framboðslistar í boði í komandi kosningum. Þetta eru Píratar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsókn, L-listinn, Vinstri græn og Miðflokkur. Framsókn, Samfylking og L-listinn mynda núverandi meirihluta en könnun sem Háskólinn á Akureyri gerði nýlega fyrir Vikudag bendir til þess að meirihlutinn sé fallinn. Oddvitar nefna dagvistunarmál sem eitt af stóru málunum fyrir komandi kosningar. „Þetta fór í tómt tjón í fyrra og það var töluvert af fólki sem lenti í vandræðum og var verið að koma börnum fyrir í nágranna sveitarfélögum fyrir vikið. En við viljum leysa þetta með þeim einfalda hætti að taka 12 mánaða börn inn í leikskóla og taka þau þá inn strax og fæðingarorlofi lýkur enda er ríkið búið að lofa því að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá ætti þessari óvissu að vera eytt og fólk ætti að geta gengið að því tryggu að það komi barninu inn þegar það verður 12 mánaða,“ segir Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks. „Þetta voru vaxtarverkir. Það fluttu mun fleiri í bæinn heldur en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og það kom leiðinda tímabil þar sem 18 mánaða börn komust ekki inn á leikskóla og það má ekki gerast og fólk þarf að læra svolítið af reynslunni þar og hafa meira svigrúm. Svo síðan leggja áherslu á að ná inn 12 mánaða börnum og hvetja síðan ríkisvaldið til að fara með fæðingarorlofið upp í 12 mánaða og brúa þannig bilið,“ segir Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingar.
Kosningar 2018 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira