Strákarnir sem halda úti youtuberásinni Flitetest eru þekktir fyrir sinn mikla áhuga á fjarstýrðum flugvélum og alls konar fikti. Nú fékk einn þeirra á dögunum það verkefni að breyta stól úr IKEA í flugvél á einungis sex klukkustundum. Um var að ræða einfaldan timburstól og gekk verkið það vel að stóllinn fór á loft í fyrstu tilraun.
Augljóslega þarf þó stærri mótor á stólinn og breyta honum aðeins svo hægt væri að sitja á honum á flugi.
Hér að neðan má svo sjá nokkur af fjölmörgum verkefnum FliteTest.