Ítalir hafa fundið nýjan landsliðsþjálfara en Roberto Mancini hefur samþykkt tilboð frá ítalska knattspyrnusambandinu.
Þetta hefur Sky á Ítalíu fengið staðfest. Mancini mun skrifa undir tveggja ára samning við ítalska sambandið.
Mancini er laus allra mála hjá Zenit í Rússlandi en kemur til Rómar í dag og skrifar undir samninginn sem er fram yfir EM 2020.
Hann tekur á sig mikla launalækkun með því að skipta um starf á þessum tímapunkti. Hann átti tvö ár eftir af þriggja ára samning við Zenit en gefur eftir greiðslur upp á 1,6 milljarð króna með því að fara. Þessi laun fær hann ekki á Ítalíu.
Fyrsta verkefni Mancini með landsliðið verður vináttuleikur gegn Sádum þann 28. maí. Landsliðið kemur saman til æfinga þann 22. maí.
Mancini tekur við ítalska landsliðinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn