Ítalir hafa fundið nýjan landsliðsþjálfara en Roberto Mancini hefur samþykkt tilboð frá ítalska knattspyrnusambandinu.
Þetta hefur Sky á Ítalíu fengið staðfest. Mancini mun skrifa undir tveggja ára samning við ítalska sambandið.
Mancini er laus allra mála hjá Zenit í Rússlandi en kemur til Rómar í dag og skrifar undir samninginn sem er fram yfir EM 2020.
Hann tekur á sig mikla launalækkun með því að skipta um starf á þessum tímapunkti. Hann átti tvö ár eftir af þriggja ára samning við Zenit en gefur eftir greiðslur upp á 1,6 milljarð króna með því að fara. Þessi laun fær hann ekki á Ítalíu.
Fyrsta verkefni Mancini með landsliðið verður vináttuleikur gegn Sádum þann 28. maí. Landsliðið kemur saman til æfinga þann 22. maí.
