Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 18:15 Ivanka Trump og Benjamin Netanyahu féllust í faðma í dag. vísir/epa Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner verða viðstödd opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem sem fer fram á morgun. Hjónin fara fyrir sendinefnd Bandaríkjanna en þau lentu í Ísrael í dag og hittu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sá sér ekki fært að mæta á opnunina en gert er ráð fyrir því að Trump flytji stutt ávarp í gegnum streymi á athöfninni. BBC greinir frá. Ákvörðun Trumps að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hefur víða um heim verið mótmælt. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem. Palestínumenn telja að með útspilinu hafi forsetinn ógnað friðarviðræðum ríkjanna tveggja. Skömmu eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta gerðu Egyptar drög að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og felldu tillöguna. Í drögum að ályktuninni segir „Því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun öryggisráðsins.“Þrátt fyrir að Palestínumenn segi að ákvörðun Bandaríkjastjórnar ógni friðarviðræðum segist Ivanka Trump biðja fyrir friði.vísir/epaKjaftshögg aldarinnarForsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og biðlar til annarra ríkja að fara að fordæmi Donalds Trump. Það sé hið rétta í stöðunni. Á meðan Netanyahu talar um að flutningarnir séu tilefni til að fagna segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að ákvörðunin sé „kjaftshögg aldarinnar.“ Í Twitterfærslu sagði Ivanka að það sé henni heiður að vera viðstödd athöfnina á morgun og ennfremur að hún leggist á bæn fyrir frið.I am honored to join the delegation representing @POTUS, his Admin & the American people at this momentous ceremony commemorating the opening of our new US Embassy in Jerusalem, Israel. We will pray for the boundless potential of the US-Israel alliance & we will pray for peace. pic.twitter.com/ulYbJAfTcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 12, 2018 Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner verða viðstödd opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem sem fer fram á morgun. Hjónin fara fyrir sendinefnd Bandaríkjanna en þau lentu í Ísrael í dag og hittu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sá sér ekki fært að mæta á opnunina en gert er ráð fyrir því að Trump flytji stutt ávarp í gegnum streymi á athöfninni. BBC greinir frá. Ákvörðun Trumps að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hefur víða um heim verið mótmælt. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem. Palestínumenn telja að með útspilinu hafi forsetinn ógnað friðarviðræðum ríkjanna tveggja. Skömmu eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta gerðu Egyptar drög að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og felldu tillöguna. Í drögum að ályktuninni segir „Því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun öryggisráðsins.“Þrátt fyrir að Palestínumenn segi að ákvörðun Bandaríkjastjórnar ógni friðarviðræðum segist Ivanka Trump biðja fyrir friði.vísir/epaKjaftshögg aldarinnarForsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og biðlar til annarra ríkja að fara að fordæmi Donalds Trump. Það sé hið rétta í stöðunni. Á meðan Netanyahu talar um að flutningarnir séu tilefni til að fagna segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að ákvörðunin sé „kjaftshögg aldarinnar.“ Í Twitterfærslu sagði Ivanka að það sé henni heiður að vera viðstödd athöfnina á morgun og ennfremur að hún leggist á bæn fyrir frið.I am honored to join the delegation representing @POTUS, his Admin & the American people at this momentous ceremony commemorating the opening of our new US Embassy in Jerusalem, Israel. We will pray for the boundless potential of the US-Israel alliance & we will pray for peace. pic.twitter.com/ulYbJAfTcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 12, 2018
Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50
Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40
Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29