Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 14:41 Dagur segir að ekki standi steinn yfir steini í þessum hugmyndum Sjálfstæðisflokksins. Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. „Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í gær sína þriðju útfærslu af byggð í Örfirisey á fjórum vikum – og er synd að hún hafi ekki vakið meiri athygli. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum hugmyndum, frekar en þeim fyrri,“ segir Dagur. Hugmynd Sjálfstæðisflokksins er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi svæði í Örfirisey. Þar er gert ráð fyrir að bílar aki ekki um hverfið, göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu og að sú brú yrði opnanleg til að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. Dagur segir að ekki verið séð að umrædd brú stytti ferðatíma gangandi og hjólandi neitt og að „lágmarks-innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“. „Við erum að tala um höfn sem er lifandi fiskihöfn og sem slík eitt skemmtilegasta svæði borgarinnar sem við eigum sannarlega að standa vörð um, en til viðbótar: stærsta verstöð Íslands, vinsælasta hvalaskoðunarhöfn landsins, viðkomustaður minni skemmtiferðaskipa, að ótöldum öðrum ferðaþjónustubátum af öllu tagi og þannig mætti áfram telja,“ segir Dagur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig greinilega engan veginn á mikilvægi hafnarinnar fyrir atvinnulíf og ásýnd borgarinnar og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar er. „Að ótöldum þeim viðsnúningi flokksins frá því að öll heimili eigi að eiga tvo bíla að kynna bíllaust hverfi án nokkurra samgöngulausna. Hvenær ætlar þessum ótrúlega vandræðagangi að linna?,“ spyr Dagur að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. „Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í gær sína þriðju útfærslu af byggð í Örfirisey á fjórum vikum – og er synd að hún hafi ekki vakið meiri athygli. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum hugmyndum, frekar en þeim fyrri,“ segir Dagur. Hugmynd Sjálfstæðisflokksins er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi svæði í Örfirisey. Þar er gert ráð fyrir að bílar aki ekki um hverfið, göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu og að sú brú yrði opnanleg til að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. Dagur segir að ekki verið séð að umrædd brú stytti ferðatíma gangandi og hjólandi neitt og að „lágmarks-innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“. „Við erum að tala um höfn sem er lifandi fiskihöfn og sem slík eitt skemmtilegasta svæði borgarinnar sem við eigum sannarlega að standa vörð um, en til viðbótar: stærsta verstöð Íslands, vinsælasta hvalaskoðunarhöfn landsins, viðkomustaður minni skemmtiferðaskipa, að ótöldum öðrum ferðaþjónustubátum af öllu tagi og þannig mætti áfram telja,“ segir Dagur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig greinilega engan veginn á mikilvægi hafnarinnar fyrir atvinnulíf og ásýnd borgarinnar og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar er. „Að ótöldum þeim viðsnúningi flokksins frá því að öll heimili eigi að eiga tvo bíla að kynna bíllaust hverfi án nokkurra samgöngulausna. Hvenær ætlar þessum ótrúlega vandræðagangi að linna?,“ spyr Dagur að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00
Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28