Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Grétar Þór Sigurðsson skrifar 12. maí 2018 10:00 Í hugmyndinni er gert ráð fyrir landfyllingum við Örfirisey. Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. Hugmyndin er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi landsvæði í Örfirisey. Í kynningarefni frá flokknum segir einnig að án bílaumferðar megi nýta meira svæði undir íbúðarhúsnæði. Hugmynd flokksins gerir ráð fyrir bílastæðahúsi við jaðar byggðarinnar sem gerir íbúum kleift að eiga bíl. Bílar færu hins vegar ekki inn í hverfið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu sem tengir Örfirisey þannig við miðbæinn. Brúin yrði opnanleg til þess að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. „Í fyrsta lagi er þetta sem við leggjum fram hugmynd,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista flokksins, um bíllausa byggð í Örfirisey. Hún bendir á að alltaf þyrfti að fara fram hugmyndasamkeppni um útlit svæðisins áður en ráðist yrði í frekara skipulag. Í kynningarefninu er sagt að áhersla sé lögð á búsetukosti sem svara áhuga ungs fólks. „Hugmyndin er að ýta undir að byggðar verði litlar og hagkvæmar einingar,“ segir Hildur. „Það er ekki dýrt að ráðast í landfyllingu,“ segir Hildur þegar hún er spurð að því hvort ekki sé líklegt að kostnaður við landfyllingar muni hækka verð lóðanna. Hún segir þvert á móti landfyllingu geta verið góða fjárfestingu fyrir borgina sem skili hagnaði í kjölfar lóðasölu. Þá segir í kynningunni að flokkurinn vilji skoða að í Örfirisey verði í boði öðruvísi búsetuform en almennt tíðkast. Þar er um að ræða fjölbýli með smáum íbúðum og sameiginlegri aðstöðu, til að mynda kaffihúsi og sameiginlegu þvottahúsi. Flokkurinn leggur einnig til að svokallaður BSÍ-reitur verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum. Reiturinn sem er um fimm hektarar að stærð er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Í kynningarefninu er sagt að byggð á þessum svæðum muni leiða til þess að fleiri geti búið í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. Hugmyndin er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi landsvæði í Örfirisey. Í kynningarefni frá flokknum segir einnig að án bílaumferðar megi nýta meira svæði undir íbúðarhúsnæði. Hugmynd flokksins gerir ráð fyrir bílastæðahúsi við jaðar byggðarinnar sem gerir íbúum kleift að eiga bíl. Bílar færu hins vegar ekki inn í hverfið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu sem tengir Örfirisey þannig við miðbæinn. Brúin yrði opnanleg til þess að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. „Í fyrsta lagi er þetta sem við leggjum fram hugmynd,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista flokksins, um bíllausa byggð í Örfirisey. Hún bendir á að alltaf þyrfti að fara fram hugmyndasamkeppni um útlit svæðisins áður en ráðist yrði í frekara skipulag. Í kynningarefninu er sagt að áhersla sé lögð á búsetukosti sem svara áhuga ungs fólks. „Hugmyndin er að ýta undir að byggðar verði litlar og hagkvæmar einingar,“ segir Hildur. „Það er ekki dýrt að ráðast í landfyllingu,“ segir Hildur þegar hún er spurð að því hvort ekki sé líklegt að kostnaður við landfyllingar muni hækka verð lóðanna. Hún segir þvert á móti landfyllingu geta verið góða fjárfestingu fyrir borgina sem skili hagnaði í kjölfar lóðasölu. Þá segir í kynningunni að flokkurinn vilji skoða að í Örfirisey verði í boði öðruvísi búsetuform en almennt tíðkast. Þar er um að ræða fjölbýli með smáum íbúðum og sameiginlegri aðstöðu, til að mynda kaffihúsi og sameiginlegu þvottahúsi. Flokkurinn leggur einnig til að svokallaður BSÍ-reitur verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum. Reiturinn sem er um fimm hektarar að stærð er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Í kynningarefninu er sagt að byggð á þessum svæðum muni leiða til þess að fleiri geti búið í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira